Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 44
HÖfundur: Anker Rogstad
Ég vissi tæpast, hvað ég gerði, þegar ég reis á
fætur og gekk til hennar. Kannski langaði mig til
að hughreysta hana. Ég hvorki sá né heyrði,
þegar maðurinn henti frá sér símtólinu. Hann
þrcif harkalcga í öxl mcr og sncri mcr við. Við
horfðumst í augu. Við vorum jafnháir. Hann þrýsti
byssuhlaupinu að maga mér.
M aðurinn í svörtu peysunni var farinn
að yfirheyra mig. Á sófaborðinu lá það,
sem hann hafði tínt úr vösum mínum.
Vegabréf, ökuskírteini, peningar, lyklar,
eldspýtur. Og í bílnum fyrir utan sátu
konan min og Jan. Þau biðu eftir mér,
grunlaus um það, sem gerst hafði.
— Vegabréfið sýnir, að þú ert
norskur, sagði maðurinn háðslega. —
Þú talar furöanlega góða ensku.
— Það er ekkert óvenjulegt að
Norðmenn tali góða ensku. Auk þess
starfaði ég sem flugmaður í Konunglega
norska flughernum í striðinu. Ég flaug
Mosquito.
Maðurinn horfði á mig rannsakandi
brúnum, athugulum augum. Hann var
hár og grannur, á að giska hálffertugur.
Rautt ör teygði sig frá hægra gagnauga
niður eftir vanganum allt að höku.
— Þú segist hafa komið til þess að
heilsa upp á ungfrú O'Kearny, sagði
hann. — Hvernig gastu vitað, að hún
byggi hér? Þú hefur ekki komið til Skot-
lands í þrjátiu ár. Hefurðu haft samband
við hana á þeim tima?
— Nei. Og ég endurtek, að ég er hér í
skemmtiferð. Ég kom hingað til að rifja
upp gamlar minningar. Og úr því ég var
kominn hingað til St. Andrews var
ekkert sjálfsagðara en að heilsa upp á
Joyce. Hún bjó hér hjá foreldrum sínum
i þá daga. Þau leigðu Norðmönnum
herbergi. Bed and breakfast.
Hann trúði mér ekki. Sagan hljómaði
heldur ekki trúlega. Maður æðir ekki i
heimsókn til kvenmanns eftir þrjátíu ára
aðskilnað án þess að hafa hugmynd um,
hvort hún er gift eða ekki. En nafn
hennar stóð á dyrunum: Joyce O’Keamy.
Það benti til þess, að hún væri
einhleyp. Enginn hafði komið til dyra,
þegar ég hringdi bjöllunni. Þess vegna
gekk ég í kringum húsið. Mestan part af
forvitni, býst ég við. Og þarna var
garðurinn og veröndin, þar sem ég hafði
svo oft snætt egg og beikon til morgun-
verðar. Hún var umlukt gleri, og Joyce
hafði kallað hana gróðurhúsið vegna
hitans þar, þegar sólin skein sem
glaðast. Ég gekk upp á veröndina og
kíkti inn um gluggann að setustofunni.
Og þá sá ég hann. Hann kominn í
stofuna og snarstansaði, þegar hann sá
andlit mitt á glugganum. Mér brá
ákaflega i brún og stökk niður af
veröndinni, en kjánaðist svo til að
hringja aftur dyrabjöllunni við aðal-
dyrnar.
Maðurinn opnaði og sagði, að þvi
miður væri ungfrú O’Kearny ekki
viðlátin i augnablikinu. Hann bauð mér
að ganga i bæinn. Svo tók hann Iram
marghleypuna.
Og nú sat ég hér í yfirheyrslu, meðan
Mona og Jan biðu mín úti í bílnum. Var
furða, þótt ég væri svolitið tauga-
óstyrkur? Þau gátu tekið upp á því að
koma og spyrja eftir mér. Ég vonaði
innilega, að Joyce kæmi á undan þeim.
Hún myndi áreiðanlega eftir mér og
gæti staðfest, að við hefðum þekkst i
stríðinu.
En hvað var hún að gera með svona
náunga í sínum húsum? Hver var hann?
Hvaða erindi átti hann i þetta hús?
Vopnaður og klæddur á þennan hátt.
Svört peysa, há i hálsinn, svartar,
þröngar buxur, hvítir strigaskór. Enginn
venjulegur glæpamaður. Hann virtist
greindur og skólagenginn. Röddin var
lítið eitt drafandi, en það var eitthvað
við málfar lians, sem hvorki minnti á
ensku né skosku. Ef til vili írsku?
Skyndilega minntist ég þess, að
foreldrar Joyce höfðu komið frá írlandi.
Þau höfðu sest að i Skotlandi eftir fyrri
heimsstyrjöldina og stofnað krá hér í St.
Andrews. Jocye hafði sagt mér þetta
nóttina, sem við fréttum, að Martin
hefði verið skotinn niður úti fyrir strönd
Noregs. Hún grét mikið þá nótt. Vissu-
lega hafði hálf herdeildin fengið að njóta
44 Vikan 4- tbl.