Vikan - 28.01.1982, Qupperneq 48
Smásaga
honum húsnæði í bænum. í staðinn
bauðst hann til að útvega mér húshjálp.
Ég sagðist heldur vilja auglýsa i Aften-
posten. Hann hlýtur að hafa fylgst vel
með auglýsingu minni. Hann hafði
þekkt hana áður og beðið hana aðsækja
um. Þannig lá sem sagt i því.
Nú sátu þau þarna I sófanum og biðu
milli vonar og ótta. Þau höfðu fært sig
nær hvort öðru, samsek og fyrirlitleg.
Nú voru þau ekki jafnbrún og sælleg
sem á myndinni. Brosin voru horfin,
þurrkuðút.
Ég þekkti ekki mina eigin rödd.
— Hafið þið nokkuð að segja mér?
spurði ég.
Ótti og blygðun skein úr augunt
[jeirra. Ég bcindi máli mínu til Jans.
— Þú áttir gott heimili, sagði ég. —
Foreldrar þínir voru heiðarlegar, vinnu-
samar manneskjur. Þau létu eftir sig
bæði hús og lausafé. Þú sóaðir því öllu.
Væntanlega með dyggilegri aðstoð
Monu. Tryggingaféð eftir bátsbrunann
hélt þér lengi uppi. Ef til vill var hann
heldur ekki slys?
Jan hvítnaði i framan.
— Þetta er lygi, hrópaði hann. — Það
munaði minnstu, aðég brynni lika.
Skop
Hlutirnir eru ekki samir þegar þú
ert ckki lengur í fréttunum.
Hafðu engar áhyggjur. Það verða
margir þunglyndir eftir eldhúsdags-
umræðurnar.
Fyrrverandi
samstarfsmenn þínir í
bankanum yrða ekki á mig lengur.
M ér hafði aldrei flogið þessi möguleiki
fyrr í hug. Ég trúði því ekki heldur núna.
Það var svo lygilegt, að Jan hefði getað
komið slíku til leiðar, svo rotið og and-
styggilegt, að ég neitaði einfaldlega að
trúa því. En fræi tortryggninnar hafði
verið sáð. Ég hugsaði um það, sem þau
höfðu gert mér. „Frændi” án erfingja.
Það hafði ekki dugað þeim. Ég varð að
kvænast. Líklega höfðu þau vonast til að
ég dæi áður en langt um liði. Kannski
höfðu þau jafnvel hugsað sér að hjálpa
eilítið til I þeim sökum. Þau gætu jafnvel
hafa áætlað að gera það í þessari
skemmtiferð okkar. Nýtt slys. Það var
naumast erfiðara en hið fyrra. Þau
höfðu skipulagt giftingu mina og því þá
ekki dauða minn? Það vafðist naumast
fyrir þeim.
Joyce var horfin. Ég heyrði ríslið í
henni frammi i eldhúsi. Gíslarnir áttu
líklega að fá mat. Robert stóð með
byssuna I hendinni og hallaði sér upp að
dyrakarminum. Hann fylgdist með
okkur af áhuga. Kannski renndi hann
grun i, hvað fram fór okkar á milli, og
beið eftir frekari átökum. Ég hafði enga
löngun til að skemmta honum með því
að láta hann verða vitni að uppgjöri
okkar. Ég hafði hugsað honum annan
glaðning.
Heimurinn er sannarlega lítill, sagði
ég á ensku.
— Hverjum hefði dottið I hug, að hér
í þessari stofu ættu tveir bræður eftir að
hittast í fyrsta sinn?
— Ha? sagði hann. — Hér í stofunni?
Ég reis á fætur með leikrænum til-
burðum og benti á hann og Jan.
— Þið tveir eruð greinar af sama
stofni, sagði ég. — Minn gamli vinur,
Martin, var faðir ykkar beggja.
Þetta setti hann út af laginu. Hann
virtist ráðvilltur og gramur.
— Vitleysa, sagði hann, en hafði ekki
augun af Jan, sem sat teinréttur i
sófanum. Þeir mældu hvor annan út frá
hvirfli til ilja.
Ég nýtti tækifærið til hins ýtrasta.
Ætti ég nokkurn möguleika, þá var það
einmitt nú. Og ég vildi allt til vinna að
komast undan. Ég gat ekki hugsað mér
að láta troða mér inn i lítið herbergi
ásamt Monu og Jan.
— Vitleysa? endurtók ég. — Spurðu
bara Joyce. Spurðu hana um nafn
elskhuga hennar árið 1944. Þú hefur séð
sama eftirnafnið i vegabréfi Jans. Hann
fæddist árið 1947. Þið eruð báðir synir
fyrsta flokks Norðmanns. Þið eruð
hálfbræður!
Ég greip annað vegabréfið af borðinu
og veifaði því framan í hann. Ég gekk til
hans og átti aðeins einn metra ófarinn,
þegar ég þeytti því framan I hann. Ég
henti mér á hann og greip báðum
höndum um byssuna. Hann var þraut-
þjálfaður, snöggur og sterkur, en óvið-
búinn. Ég fékk högg á hnakkann og féll
á kné, en sleppti ekki taki á byssunni. Ég
rykkti og togaði og lagði alla mína þyngd
og krafta i að snúa hana úr höndum
hans.
Svo reið af skot. Fyrst eitt, svo tvö
hvort á eftir öðru. Hann kipptist til og
féll yfir mig. Ég velti honum ofan af mér
og sat á gólfinu upp við dyrakarminn.
Hann lá þvert yfir þröskuldinn, og
blóðið streymdi gegnum svörtu
peysuna. Svo rann upp fyrir mér, að ég
hélt á marghleypunni í hendinni.
Brúð-
kaups-
ferðin
Ég lyfti höfðinu hægt og horfði á
skötuhjúin á sófanum. Þau sátu fremst á
sófabrúninni og héldust í hendur eins og
skelfdir krakkar. Rödd mín hljómaði
eins og ryðguð kaffikvörn.
— Éarið þið, sagði ég. — Hlaupið,
komiðykkurundan!
Þau risu treglega á fætur, skildu ekki,
hvaðégátti við.
— Burt með ykkur! Ég vil ekki sjá
ykkur framar. Komið ykkur burt, rögu,
vesælu ræfilstuskur!
Jan stökk að dyrunum út að
veröndinni og greip um húninn. Dyrnar
voru læstar. Mona stóð kyrr augnablik,
eins og hún væri að hugsa sig um. Svo
hljóp hún til hans. Það var hún, sem ég
skaut fyrst. Ég miðaði ekki, lyfti bara
byssunni og hleypti af. Þetta eina skot
nægði. Hún fékk það I bakið, sló út
höndunum og seig því næst saman. Jan
snarsneri sér við og fékk kúlnadembu i
brjóstið. Hann seig saman eins og poki.
Þau lágu í hrúgu rétt við glerhurðina.
Kvöldsólargeisli lýsti upp andlit þeirra.
Þ að var hljótt í húsinu. Það suðaði í
eyrum mér eftir hávaðann frá byssunni.
Það furðulega var, að ég fann ekki til
neinnar geðshræringar. Ég var jafn-
tómur og byssan í hendi mér. Ég
hvarflaði augunum um stofuna. Athygli
mín beindist að gamalli veggklukku.
Pendúllinn hékk hreyfingarlaus niður.
Hafði ég ekki einu sinni gert við þessa
klukku? Jú, Joyce hafði beðið mig...
Joyce! Hvar var hún? Ég reis á fætur
með erfiðismunum, lét byssuna falla á
gólfið, klofaði yfir lík Roberts og gekk út
i forstofuna.
Útidymar stóðu opnar. Fólk var tekið
að safnast saman hinum megin
götunnar. Það horfði óttaslegið heim að
húsinu.
Svo heyrði ég i sírenum. Andartaki
síðar óku bílarnir á fullri ferð inn í
Drumcarrow Road. Vopnaðir lögreglu-
menn stukku úl úr bilnum og skýldu sér,
sumir á bak við bílana, aðrir við lim-
gerðið. Ég gekk niður tröppurnar og i
áttina að hliðinu.
Tveir menn stukku fram og hrópuðu
að mér að rétta upp hendur. Ég hristi
höfuðið.
— Takið það rólega, sagði ég. —
Sýningin er afstaðin.
Lögregiuforingi með stálhjálm á höfði
gekk til mín og virti mig fyrir sér.
— Ert þú Norðmaðurinn?
— Já, herra.
Hann spurði, hvað gerst hefði. Ég
benti bara í átt að húsinu. Hann gaf
mönnum sínum merki. Skyndilega kom
ég auga á Joyce i einum bilanna. Ég
ætlaði að ganga til hennar, en lögreglu-
foringinn tók um handlegg mér og bað
mig koma með þeim inn í húsið. Á
tröppunum mættum við lögreglumanni,
sem sagðist hafa fundið þrjú lík inni i
húsinu. Það hljómaði svo viðurstyggi-
lega, að ég var gripinn skjálfta.
Mér var ómögulegt að ræða við lög-
reglumennina af nokkru viti. Þeir virtust
fullir samúðar og hughreystu mig með
því, að ég hefði lagt að velli eftirlýstan
hryðjuverkamann, sem þeir hefðu lengi
leitað.
Á lögreglustöðinni fékk ég loks að tala
við Joyce. Hún virtist hafa elst um mörg
ár. Ég vissi, að hún var þegar búin að
gefa skýrslu.
— Þú drapst hann, sagði hún hljóm-
laust.
Son hennar. Hún sneri sér undan.
— Þú varst vist tilneyddur, sagði hún
hæglátlega.
— Já.
— Hann skaut þau, sagði hún. — Ég
heyrði skotin fram i eldhúsið.
Hún hafði heyrt skotin. En hún hafði
ekkert séð.
Hugsanir minar tóku nýja stefnu.
Hingað til hafði ég ekki hugsað skýrt.
— Þau reyndu að flýja, sagði ég. —
Þá skaut hann á þau. Ég hafði ekki um
neitt að velja.
— Ég skil það, sagði hún.
Scotland Yard skildi það lika. Allt
benti til þess, að einmitt þannig hefði at-
burðarásin verið. Viku siðar var allt
afstaðið. Blöðin skrifuðu um norska
stríðsflugmanninn, sem hafði höggvið
skarð í raðir IRA-manna.
Á leiðinni yfir Norðursjó kastaði ég
myndinni í hafið. Hún flögraði aftur
með skipshliðinni. Ef til vill var það
hryggilegasta atvikið í brúðkaups-
ferðinni minni.
Nú lá leiðin heim til að gleyma. Alveg
eins og fyrir þrjátiu árum.
ENDIR.
48 Vikan 4. tbl.