Vikan - 27.05.1982, Side 2
Margt smátt
Sælir eru auðmjúkir, þeir taka því sem til fellur.
VERÖLD
FLÁA
Munnurirjn getur komið upp um þig: Því
hraðar sem þú talar þeim mun hœgar
hugsarðu og því hœgar sem þú talarþeim
mun hraðar hugsarðu.
Svo var það maðurinn sem lét setja arin í
húsið til að spara kyndingarkostnaðinn.
Það var áður en hann komst að því hvað
eldiviður kostaði.
Við vorum að fá upplýsingar um örugga
aðferð til að spara kyndingarkostnað:
Flytja til Sahara.
Mengun: Los Angeles er víst eina borg í
heimi þar sem farandsölumenn þéna vel
á að selja súrefnisgrímur.
Tryggingamaðunn n: Þú hefur sótt ellilíf-
eyri ífimm ár fyrir móður þtna, þó fimm
ár séu síðan hún dó. Hvað á þetta að
þýða?
Sonurinn: Hún stendur mér Ijóslifandi
fyrir hugskotssjónum.
Bjartsýnismaður er sá sem kveikir á eld-
spýtunni áður en hann sníkir sígarettu.
Það er ekkert verra til en að borga svim-
andi háar sjúkratryggingar og vera svo
stálsleginn alla œvi.
Haftð við Japan er orðið svo mengað að
sardínumar eru með meira kvikasilfur í
sér en venjulegur hitamœlir.
Vitlaust númer
Það var hringt síðla kvölds á
heimili eitt í nágrenni borgar-
innar.
„Halló, er.. .. við?” sagði rödd
ífjarska.
„Nei, því miður, engin með því
nafni í þessu númeri.”
„Er þetta ekki í síma 52. . . .?”
„Jú.. .jú...”
„Er þetta ekki í Hafnarfirði?”
„Ne-ei.”
„Æi, þá hef ég fengið uppgefið
vitlaust númer. Eg er nefnilega
hérna í Argentínu....”
Barnasögur
Frú K. var aö lýsa ást sinni á börnum og
sagði við nærstaddan:
„Hvernig vilt þú helst hafa börn.
Iierra Lamb?"
„Vcl soðin." var svarið. *
Sex ára systir kom inn i herbergi þar
sem mamman var að gefa nýfædda
barninu brjóst. Mamman útskýrði
nákvæmlega hvernig litlu lömbin fengju
mjólk úr mömmu sinni og litlu börnin úr
sínum niömmum. „Já, en manna,” sagði
sú sex ára, „er hún gerilsneydd?” *
Willy Breinholst
LEIGJANDINN i KÚLUNNI
Mamma grætur
Þá er skrattinn laus rétt einu sinni!
Mamma grætur og er niðurdregin og
alveg ómöguleg. Pabbi reynir að
hugga hana og segir að hún eigi ekki
að hlusta á þessar heimsku
kerlingar. Það byrjaði með þvi að
nokkrar konur komu i kaffi til
mömmu. Þær töluðu næstum ein
göngu um mig. Ein konan sagðist
þekkja konu sem þekkti konu sem
hefði fengið pre-eklampiskt toxemi.
Mamma spurði hvað það væri og
konan sagði að það væri meðgöngu■
eitrun. Og svo sagði önnur kona að
hún ætti vinkonu sem ætti systur,
sem hefði fengið rauða hunda á
meðgöngutimanum, og þegar hún
sagði það varð dauðaþögn i
stofunni, frangað til enn ein kona
sagðist þekkja konu sem þekkti
konu sem þekkti konu sem hefði
orðið að taka barnið frá með töng.
Þá fór mamma að skæla. Siðan
hefur hún skælt.
Þegar mamma grætur er ég lika
alveg að fara að gráta. Hættu nú,
mamma, gerðu það'. Pabbi segir lika
að þú eigir að hætta.
April Ashley
„Mamma segir að hún hafi breyst úr
kalli í kellingu svo hún hlýtur að vera
norn.” Þannig heyrði April Ashley litla
stúlku lýsa sér. Því miður hafa margir
fullorðnir svipað álit á henni enda fara
vanþekking og fordómar oft saman.
Kynskiptingurinn April Ashley ákvaö
því að skrifa sögu sína. Bókin heitir
April Ashley’s Odyssey og segir frá
bernsku hennar sem skóladrengs og
síðar sem messagutta. Einangrunin og
einmanaleikinn á hafinu var skelfi-
legur. Ashley var mjög kvenlegur og
kunni illa við sig meðal karlmannanna
sem gumuöu af karlmennsku sinni og
kynlífsafrekum. Hann var mjög feim-
inn og þoldi ekki aö láta karlmennina
sjá sig nakinn. Hugarástand hans
leiddi til fyrstu af þremur sjálfsmorðs-
tilraunum hans. Lífiö varð honum
sífellt óbærilegra. Hann ákvað eftir
langa umhugsun aö gangast undir kyn-
skiptingu. Aðgerðin tókst mjög vel og
April Ashley varö fögur kona og gekk
vel í starfi sínu sem módel.
Ef til vill heföi saga Ashley getað
fengiö farsælan endi. Blaðamaður frá
bandaríska tímaritinu People gróf
upp fortíð hennar og á svipstundu var
framtíðin lögð í rúst. Umboösskrif-
stofur höfnuðu henni og nafn hennar
var þurrkað út af leikendaskrá kvik-
myndar sem hún hafði leikið í. En hún
lét aldrei bugast. Meöal vina hennar
voru ríkir og áhrifamiklir menn og allt
sem hún geröi gerði hún með glæsibrag
þrátt fyrir andstreymið.
2 Vikan 21. tbl