Vikan


Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 50

Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Jón Ásgeir tók saman Munngæti munkanna Kjötréttur í vasabroti Forsaga: Munkar í Suöur-Þýskalandi máttu ekki borða kjöt á föstudögum. Þá voru þeir á föstu. En þeir máttu borða kornmat. Svo að þeir fundu upp þennan kjötrétt í vasabroti sem sagt er frá hér á eftir. Gátu þeir þannig brotið siðvenjurnar án þess að nokkur amaðist við. Kjötréttur í vasabroti Deigið: 500 grömm hveiti 5 egg salt Fylling: 4 temngssaxaðir laukar 300 grömm beikon (bútað niður) 250 grömm spínat (úrc/ós) 100 grömm steinselja (eða samsvarandi þurrkuð) 250 grömm steikingarfeiti (vel krydduð) 3 rúnnstykki, eilítið vætt ívatm salt, múskat, 1 eggjahvíta Tilreiðsla: Myndið á borðinu hring úr sigtuðu hveitinu, dembið eggjum og salti á miöjuna og hnoðiö í 15 mínútur, þar til deigið er þétt í sér og slétt. Látið það svo standa í lokuðu íláti í 15—20 mínútur. Skerið deigið síðan í sex hluta og fletjið þá næfurþunnt út. Hitið beikonið og laukinn á pönnu, bætið spínatinu saman við, hrærið öllu vel saman og bragðbætið að smekk. Skerið deigið með kringlóttu skurðformi sem er um það bil 10 sentímetrar í þvermál. Penslið deig- skífurnar með eggjahvítu. Setjið fyllinguna á helming hverrar skífu og lokið síðan yfir með hinum helm- ingnum þannig að engin lofthólf myndist. Þrýstið röndunum vand- lega saman með gaffli. Lyftið fylltum hálfmánunum var- lega og setjið ofan í heita steikingar- feitina. Látið þá krauma í nokkrar mínútur eftir að þeir stíga upp á yfir- borðið og veiðið svo upp úr með spaða. Gott að sáldra graslauk yfir og jafnvel mauksteiktum lauk. Berið fram ásamt kartöflusalati. Nautasteik með hveiti- kökum og súrkáli 4 sneiðar nautakjöt, 160 grömm hver 4 matskeiðar matarolía salt, pipar, paprikuduft Steiktur laukur: 4 stórir laukar 1 /8 lítri matarolía Súrkál: 1 stórlaukur 2 flysjuð epli, kjarninn skorinn burt og epl- in sneidd 70 grömm dýrafeiti 800 grömm súrkál (sauerkraut) sykur 6 einiber 25 0 grömm svínsslög l /8 lítri hvítvín Hveitikökur: 500 grömm hveiti 1 teskeiðsalt 7 egg Tilreiðsla: Steikið kjötsneiðarnar í eina og hálfa mínútu á hvorri hlið á heitri pönnu með 4 matskeiðum af olíu (kryddið um leið). Ekki stinga gaffli í kjötið. Skerið laukana í fínar skífur og steikið á annarri pönnu þar til þeir eru gullinbrúnir. Kryddið þá að vild með salti, pipar og papriku. Setjið þá síðan í sigti og látið feitina drjúpa af. Súrkál: Steikið lauk- og eplaskífurnar í feit- inni þar til allt er ljósbrúnt. Losið súrkálið sundur úr krukkunni/dós- inni og bætið því saman við það sem á pönnunni er, ásamt sykri og eini- berjum (ef fást). Hellið smáræði af vatni saman við ef þarf. Hrærið öllu saman og bætið við svínsslögunum. Látið allt sjóða við vægan hita undir loki. Gætið þess að kjötið verði ekki of lint. Þegar allt er vel soðið má bragðbæta með hvítvíni en ekkert endilega. Deigiðíkökurnar: Hrærið hveiti, salt og egg vandlega saman í skál, þeytið svo deigið sam- an þar til loftbólur myndast í því. Bætið vatni út í ef deigið virðist of þykkt í sér. Fletjið deigið og skerið í hálfs sentímetra þykkar ræmur sem vega um 80 grömm hver. Látið þær velta af brettisrönd ofan í bullsjóðandi saltvatn. Látið kökurnar soðna og veiðið þær svo upp með spaða og leggið í kalt vatn. Athugið að fletja deigið þunnt út og bleyta bretti og hníf af og til svo að allt gangi sem best. Kökurnar má hita undir grilli eða í saltvatni. 50 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.