Vikan


Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 41

Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 41
Framhaldssaga staðar hljóta að hafa orðið mistök, og þau slæm. Susan trúir þvi lika,” bætti égviðhvetjandi. Ljósgeislarnir frá bílnum lýstu nú upp gamla og yfirgefna hlööu með aug- lýsingu málaða á vegginn: „Þvotta- efnið Léttþvegið — þvær í burtu allar þínar áhyggjur!” Eg óskaöi þess inni- lega að þetta væri satt. „Eins og þú vilt,” andvarpaði Willi- am að lokum. „Eg hefði þó helst viljað losa þig við að þurfa að heyra nokkuð umþetta.” I ljós hafði komið aö Ross hafði verið á leiðinni til vínekranna og búist hafði verið við honum þangað á þriðjudegi. Hann kom þó ekki, hvorki þann dag eða næstu daga á eftir, og á laugardag hafði bústjórinn haft samband við herra Manville. „Eins og þú skilur var ekki mikið sem við gátum gert. Ross var horfinn og hélt áfram að vera það. Viku síðar fannst bíllinn hans við gljúfur.” Willi- am þagnaði. „Það hafði komið upp eldur í bílnum, þegar hann fór út af, en þetta var auð- sjáanlega bíll Ross.” „Og ökumaðurinn?” spurði ég í hálf- umhljóðum. „Drottinn minn, Kristy, skilur þú ekki nokkum hlut? Þetta er nógu erfitt fyrirþað!” Eg kom létt við handlegg hans. „Ég veit það. Það er ekki svo að skilja að ég vilji pína þig...” „Það var ekki hægt að bera kennsl á líkið,” sagði hann áherslulaust. „En þeir fundu úr Ross og signetshring- inn.” „Þakka þér fyrir. Þetta var allt og sumt sem ég vildi vita.” Ég tók fastar utan um veskið mitt, svo hann sæi ekki hve hendur mínar skulfu, og fann fremur en sá undrunar- svipinn á andliti hans. „Þú trúir því í raun og veru að hann sé enn á lífi!” sagði hann. „Annars gætir þú ekki set- ið hér svona ósnortin af því sem ég sagði. En hafi þetta ekki verið Ross, hvervarþaöþá?” „Það veit ég ekki,” svaraði ég lágt, „en það er einmitt þaö sem mig langar til þess aö komast að. Eg hef hugsað méraðfinnaRoss.” ÉG HRINGDITIL móður minnar frá hótelinu til þess að segja henni að ég yrði yfir nótt- ina á Waynewater en enginn svaraði. Undir venjulegum kringumstæöum heföi ég ekkert orðið óróleg út af þessu en vegna þess sem gerst hafði undan- fama daga olli hvert smáatvik mér hræðslu um leið og þaö hafði mikil áhrif á mig. „Ég veit að hún hefur bara fariö út aö ganga,” sagði ég allt eins mikið við sjálfa mig eins og William. „Ensamtsemáður...” Hann snart mig með hendinni. „Þú ert svo óróleg og þess vegna vex þér allt í augum. Hvaö segirðu um aö viö komum viö á veitingahúsinu, þar sem við boröuöum, og fáum okkur þar glas áöur en við ökum aftur til baka? ” Við fengum borð viö sama glugga- vegginn og fyrr um daginn. Nú var tæpast hægt að sjá niöur að fljótinu vegna þess hve tekiö var aö skyggja. Samt fór hrollur um mig á nýjan leik. „Þetta er min gamla góöa vatns- hræðsla,” sagði ég afsakandi. „Eg held ég ætti að fara út og ná i sjalið mitt. Eg skildi það eftir i bílnum.” Enda þótt ég reyndi aö bera fram mótmæli fór William sjálfur út til þess að ná i sjalið og ég horfði á eftir hon- um. Hann hafði átt erfitt með aö skýra mér frá því sem komið hafði fyrir Ross og sjálfri leið mér mun verr en ég hafði viljað vera láta. Ekki var það þó vegna þess aö eitt einasta augnabiik efaðist ég um að Ross hefði ekki verið maður- inn i bílnum. Hann var á lífi og einhver annar hafði verið i bílnum. Það gerði slysið þó engu minna sorglegt. „Þú ert greinilega hingað komin til langdvalar.” Eg hrökk við þegar þessi rödd ávarpaði mig svona skyndilega. Alison MacDonald horfði á mig og henni var skemmt. „Brá þér eða hvað? Ertu ein eöa...?” „Ég er að bíða eftir William,” svar- aði ég og vonaði að hún færi en hún hló bara lágt. „Ur því Ross er horfinn þá verður auðvitað að láta sér William nægja,” sagði hún drafandi röddu. „I sannleika sagt, elskan, þá hélt ég ekki að þú vær- ir svona aðgangshörð. En hvað gerir maður ekki fyrir f áeinar millj ónir ? ’ ’ „Ef til vill þú, góða, en ekki ég,” svaraði ég í sömu mynt og reiðin sauð í mér. Hún haföi engan rétt til aö koma hingaö og bera fram aðrar eins að- dróttanir í minn garö. „Eg vel mér ekki vini eftir peningum. ” „Þáheföir þú átt aö láta þér Ross nægja,” sagði hún blíðlega. „Vegna þess aö eftir það sem spuröist út upp úr áramótunum var hann ekki eyris viröi.” Eg hafði ekki hugmynd um viö hvað hún átti en ég hugsaði mér aö gera henni ekki til geðs aö láta hana komast aö því. „Haldir þú að þú sért að segja mér einhverjar fréttir hefuröu á röngu að standa,” svaraði ég um hæl. „Er það satt? En fallegt af þér!” sagði hún og hæðnisglampi kom í aug- un. „Hugsaði nú um þaö. Hverjum heföi getað dottiö í hug aö þessi fína frú Manville kæmi meö gauksunga í hreiðriö?” Svo þaö var leyndarmáliö um Ross. Og ég, sem haföi átt aö veröa konan hans, vissi ekkert um þaö. Viö lá aö ég skellti upp úr og svo braust hláturinn raunverulega fram. Alison horföi illskulega á mig. Hún heföi aðeins átt aðvitahversufjarrimérgleöinvar. .. „Þú vissir þetta þá,” hélt hún áfram. „Að Ross var ekki sonur hr. Manvilles. Eg hélt bara að þú þættist vita það en það var virðingarvert af þér aö taka þessu svona létt.” „Viröingarvert er ekki rétta orðið, Alison litla,” sagöi William fyrir aftan okkur. „Góðhjartaö, klókt eða skiln- ingsríkt heföi veriö betur við hæfi.” Hún sneri sér snöggt viö. Hún hafði tæpast ætlast til þess aö William heyrði r\ \ HERRAGARÐURINN H?FUR OPNAÐ NYJAVERSLDN Verslunin Herragarðurinn í Aðalstræti 9 er 10 ára um þessar mundir. í tilefni af því hefur Herragarðurinn opnað nýja og glæsilega verslun við hliðina á þeirri gömlu góðu. Eins og áður verður megin áherslan lögð á vandaðan karlmannafatnað, sem hannaður er af fremstu tískuhönnuðum Evrópu og búinn til úr úrvals efnum. Garðar í Herragarðinum hefur heldur ekki gleymt því að til eru ,,menn með prófíl” og hefur hann sérhæft sig í þjónustu við þá bæði með sérinnflutningi, hraðvirkri pöntunarþjónustu og rekstri sauma- og breytingaverkstæðis. Líttu við á nýja Herragarðinum, því þú ert í góðum höndum hjá Garðari. fiERRA ARÐURINN Aðalstræti 9 sími 12234 2X. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.