Vikan - 27.05.1982, Side 4
Texti og myndir: Olafur Sigurgeirsson
Nordurlandamet t réttstödulyftu, 367 kg, hjá Jóni Páti og undrunarsvipur Kicky Bruch býr sig undir ad lyfta 85 kg l krulli.
annarra keppenda leynir sér ekki.
Kiviranta, Finnlandi, Víkingur 1981, lyftir ( réttstödulyftu.
Ekki gott að
fara í krók
við
Sigmarsson
Fyrstu helgina í mai safnaðist saman i Vánersborg í Svíþjóð
mikiii hópur af vöðvastæltu fóiki. Úrtökumót Svía fyrir
Evrópumeistaramótið i vaxtarrækt fyrir konur og karla fór
fram með mikilli viðhöfn á laugardeginum og síðan var
keppni sterkustu manna Norðurlanda, „Víkingur 82", á
sunnudeginum. Milli mótanna var svo á laugardagskvöldið
haldið diskótek ársins i íþróttahúsinu með stærsta og vin-
sœlasta plötusnúð Svía, Ricky Bruch, eins og hann var
kynntur.
A víkingamótið var mættur af Is-
lands hálfu Jón Páll Sigmarsson og átti
hann eftir að ganga í gegnum þá erfiðu
raun aö etja kappi við 10 aðra sterka
menn frá gömlu víkingalöndunum um
þaö hver væri tvímælalaust sterkast-
ur.
Keppninni var þannig háttaö aö hver
keppandi fékk þrjár tilraunir í sjö afl-
raunaþrautum og gaf besta lyftan í
hverri þraut samanlagöan árangur
hvers keppanda, og sigurvegari yrði sá
sem lyfti mestu í samanlögðu. Þraut-
imar voru hnébeygja, bekkpressa og
réttstöðulyfta, eða keppnisgreinar
kraftlyftinga, og var keppt í þeim á
sunnudagsmorguninn. Klukkan 16:00
sama dag var keppt í réttstööulyftu
með annarri hendi, tveggja handa
lyftu með upphandleggsvöðva (krull),
þá reiptogi og síöan í sjálfri víkinga-
lyftunni.
Vigtað var inn í keppnina svo hægt
væri að setja met í kraftlyftingum, en
annars var keppnin einn opinn flokkur.
Jón var 126 kg og gat hann því sett met
í þyngsta flokki, einum flokki ofar en á
dögunum í sjónvarpssal.
I hnébeygjunni þríbætti Jón Islands-
metið og lyfti 340 kg, 347,5 kg og 355 kg.
Nægði það í þriðja sætið. Mellberg,
Finnlandi, vann þessa grein meö 370
4 Vikan 2i.tbl.