Vikan - 27.05.1982, Qupperneq 20
Smásaga eftir Dwan Valery
Al£
JÐVITAÐ kom það i minn hlut
að vera brúðarmær Marciu. Frá þvi við
vorum litlar stúlkur hafði það verið
ákveðið, að hvor okkar sem giftist á
unáan, þá skyldi hin verða brúðarmær.
Og það hafði alllengi verið lýðum Ijóst,
að Marcia yrði fyrri til að öðlast frúar-
titilinn, vegna þess að þau Dave höfðu
verið saman á föstu allt frá fimmtán ára
aldri, og hvorugt þeirra hafði svo mikið
sem Jitiö I aðra átt.
Og þó, kannski var það fullmikið sagt
um Marciu, en það er nú önnur saga.
Þau Dave settu upp hringana með
pompi og prakt, þegar hún var að verða
átján ára, og frá þeirri stundu stefndu
þau að þvl einu að safna naegilega
miklum peningum til að geta gengið I
það heilaga.
Annað mál var með undirritaða. Ég
hafði alla tið sett markið hærra. Meðan
Marcia vann baki brotnu á vélritunar-
stofu til að hjálpa Dave að safna fé til
heimilisstofnunar, sat ég enn á skóla-
bekk. i þá daga liktist ég engu öðru en
skólastelpu, meðan Marcia virtist orðin
þroskuð kona. Mér var fyllilega Ijóst, að
hún vorkenndi mér og fannst ég lifa
ákaflega takmörkuðu lifi.
En ég vissi, hvað ég vildi, ég vildi læra
og öðlast starfsframa. Ekki bara starf,
heldur starfsframa. Ég hafði alltaf haft
dálæti á dýrum, og það var grunnt á
visindamanninum I mér. Mig langaði aö
verða dýralæknir — sem þýddi fimm ára
nám eftir menntaskóla. Ég vildi einnig
kynnast sem flestum piltum, áður en ég
léti mér nægja samvistir við aðeins einn
þeirra.
Hér stóð ég svo á þessum heiðursdegi
Marciu, klædd Ijósbláum siffonkjól með
blómvönd brúðarinnar i höndunum, og
allar minar áhyggjur snerust um tvo
þriggja ára gamla strákiinga, sem voru
brúðarsveinar. Annar þeirra, Jason,
hékk i kjólfaldinum mínum og iðaði
fram og aftur, en hinn, Markie, átti
það til aö reka upp ámótleg gól, ef
honum leiddist úr hófi.
Mér sagði svo hugur, að kjóllinn minn
væri óþarflega ögrandi við kirkjulega
athöfn, en það verður að viðurkennast,
að hann klæddi mig vel. Það var
Marcia, sem valdi kjólinn af mikilli
kostgæfni, og hún kann að hafa haft
sinar ástæður til þess að velja einmitt
þennan kjól. Hún gat ekki með nokkru
móti trúað þvi, að mér væri alvara með
minn lifsstil. Hún taldi sig vita betur og
virtist lita á það sem skyldu slna að
reyna að koma mér i heilagt hjónaband
— eða að minnsta kosti i samband við
karlmann, þó ekki væri annað. Ég held
hún hafi viljað reyna að gera mig eins
finlega og kvenlega og kostur var, sem
var vitanlega afskaplega fallega hugsað,
þar sem þetta var nú hennar eigin brúð-
kaupsdagur, og raunar alveg dæmigert
fyrir Marciu.
Hann (kjóllinn, á ég við) virtist lika
hafa haft sin áhrif á vissa persónu. Ég
fann augnaráðið brenna á baki mér, og
þessi augu komu úr fylgdarliði brúð-
gumans.
Ég vissi lika, hver átti þessi augu, þótt
ég hefði ekki séð hann lengi, ekki slðan
ég var i menntaskólanum. Hann var eldri
bróðir Daves. Miklu eldri, að minnsu
kosti þritugur, Og þar að auki giftur.
Paul. Faðir Markies i ofanálag, Ég vissi
þess vegna mæta vel, að ég átti ekki að
láta augljósa aðdáun hans hafa þessi
áhrif á mig.
Tim, sem var einnig bróðir Daves og
aðalsvaramaður hans, var lltið eitt eldri
en Dave. Milll þeirra tveggja hafði ailtaf
verið mjög kært, og mig grunaði, að
kjóllinn minn hefði átt að draga að mér
athygli hans.
Hafi það verið rétt ágiskun, var
fyrirhöfn Marciu augljóslega unnin fyrir
gýg. Hann virtist ekki einu sinni hafa
veitt þvl athygli, að ég var viðstödd. Ég
haföi þekkt hann lengi, miklu betur en
Paul, sem hafði dvalist á itallu slðustu
þrjú árin, þar sem hann starfaði I
Mllanó, Tim hafði aldrei sýnt mér neinn
sérstakan áhuga, svo að þessi dagur var
engin undantekning 1 þeim efnum.
Hann var ósköp þægilegur I umgengni,
en um annað og meira var ekki að ræða.
Kona finnur sllkt á sér, það er þetta
sjötta skilningarvit konunnar, þið skiljið.
Paul haf 61 lært sltt af hverju á Italiu.
Hann hafði til dæmis lært, hvemig
horfa skal á konu. Ég vorkenndi Juliu,
konunni hans og móður Markies, Hún
var langt gengin með fjórða barn og
hafði ekki treyst sér I kirkjuna. Mér
fannst þaö heimskulegt af henni. I
hennar sporum hefði ég ekki sleppt
þessum manni úr augsýn, ekki einu sinni
þótt ég hefði átt á hættu að eignast barn
I miðriathöfn.
En ef til vill var hún orðin þreytt á að
vakta hann. Hvað sem þvl leió, var Paul
þama einn, glæsiiegur á velli og greinl-
lega til i aö lita i kringum sig. Og hann
hafði komlö auga á mig.
Er
JFTIR athöfnina i kirkjunni var
móttaka og Paul var ekki lengi að hafa
uppi á mér. Ég hélt að vlsu um hönd
Markies, en ég var ekki I vafa um, að
það var ekki sonurinn, sem dró hann til
sin, heldurég.
— Ljósmyndarinn var svo hrifinn af
þér, að hann setti þrifótinn um koll I
ósköpunum, sagði hann.
— Ætli Marcia eigi ekki heiðurinn af
þeirri aödáun.
— Hógværðin fer þér vel, sagði hann
einlæglega. — Hvernig er þetta annars
með litla bróður minn, hann Tim, hann
viröist alveg ætla að vanrækja skyldur
sinar. Eg verö að segja, að mér flnnst
það helmskulegt af honum og þó dæml-
gertfyrirhann.
Ég lyfti brúnum I spurn.
— Á ekki svaramaðurinn að annast
konunnar
Ég er í rauninni ágætlega greind. Ég veit alveg, um hvað
lífið snýst. Ég á létt með að umgangast fólk — ekki síst
karlmenn. Samt fór það svo í brúðkaupinu hennar
Marciu, að mér urðu á skelfileg mistök.
aðalbrúðarmeyna? sagði hann, og mér
fannst augu hans sjá I gegnum siffonið i
kjólnum minum. Littur skjálfti greip
mig, og hann stafaöi ekki af kulda.
— Þessi brúðarmær sér um sig sjálf,
sagði ég og laut höfði. Augnaráð hans
gerði það að verkum, að mér fannst ég
hlyti að vera ósæmilega klædd.
— Rauðsokka? spurði hann, og það
vottaói fyrir viprum við munnvikin.
— Ekki áberandi. Og þó, ég veit ekki,
jú, kannskier ég það.
— Kannski bara sjálfstæð?
Égkinkaöi kolli.
— Mér geðjast að konum, sem geta
séð um sig sjálfar, sagði hann. — Senni-
lega færðu ekki mikinn frið til þess
svona á mannamótum. Ég get ekki
imyndað mér annað en það sé alltaf
hópur karlmanna i kringum þig.
— Ekki var það nú svo I þetta sinn,
sagði ég hreinskilnislega.
Markie þvældist fyrir fótum mér, og
mig langaði mest að gefa honum skell á
bossann, en bjóst ekki við, að það félli i
góðan jarðveg.