Vikan


Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 23

Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 23
Gróðursetning urnar nái ekki að þorna því vatns- þörf er veruleg eftir gróðursetningu. Gott er að sprauta vatni á laufið af og til. Mikið rok getur skekkt plönt- urnar svo rétta verður þær við. Gott er að hafa prik til stuðnings fyrst í stað. Ekki má gleymast að höfuðorsakir misheppnaðrar gróðursetningar eru: 1. Plönturnar þorna um of. 2. Rætur eru illa lagðar (þær bögglast). 3 Áburðarbruni. 4. Plöntur eru gróðursettar of djúpt eða of grunnt. 5. Of fast er þjappað að plöntunum þannig aö rætur trjánna fá ekki það loft sem þær þurfa. Flutningur trjáa Flutningur á stórum trjám er mjög vandasamt verk og krefst góðs undirbúnings. Með tilkomu nútíma véla skiptir þyngdin ekki eins miklu máli og áður en nauðsynlegt er að gefa ýmsum öðrum atriðum góðan gaum. Þau tré sem ekki kemur til greina aö flytja eru tré sem vegna aldurs hafa hægt á vexti, þar sem veruleg skemmd verður á öðrum gróðri og ýmsar tegundir furu. Til þess að flutningur takist sem best þarf að grafa rás 1—2 árum fyr- ir flutning, í hæfilegri fjarlægð frá stofni. Rásin er höfð 60—80 cm djúp. Höggvið á allar þær rætur sem á vegi verða með beittum verkfærum (til dæmis stunguskóflu) því nauð- synlegt er að sárið sé hreint skorið. Þá er fyllt upp með næringarríkri gróðurmold. Myndast þá nýjar ræt- ur nær stofni sem auðvelda trénu fæðuöflun eftir flutning. Einnig má fækka greinum. Áður eða um það leyti sem laufgun hefst er heppileg- asti tíminn til flutnings. Skal þá allt vera undirbúið á hinum væntanlega stað eins og viö gróðursetningu (sjá hér aðframan). Við flutning er gott að slá striga eða neti utan um hnausinn. Það kemur í veg fyrir að hnausinn losni í sundur. Varast ber að særa stofn trésins. Á nýja staðnum þurfa trén á stuðn- ingi að halda þar sem þau hafa misst þær rætur sem veittu festu. Vandið vel til verksins. 21. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.