Vikan


Vikan - 27.05.1982, Side 24

Vikan - 27.05.1982, Side 24
Umsjón: Hrafnhildur Viðskipti Chríster Erícsson, einn ríkasti maður í Svíþjóð: Geymir fé sitt í gámum — ogspilará trommur tilaðslakaá 1971: Fyrsti stýrimaður á sænskri ferju. 1982: Eigandi eins ríkasta einkafyrirtækis i Svíþjóð, eftir að hafa breytt gámum / vistarverur og seltþá á borpallana. Nú erhann heimsins stærsti eigandi íbúðarborpalla. Fyrir rúmlega tíu árum ákvaö Christer Ericsson, fyrsti stýrimaður á sænskri ferju, að hætta á sjónum og stofna einkafyrirtæki. Hann skíröi fyrirtækið Consafe. Fyrsta verkefni hins nýfædda fyrirtækis var að útfæra hugmynd hans um nokkurs konar öryggisbelti á gáma um borð í flutn- ingaskipum. Þar sem hann hafði sjálf- ur unnið við þess háttar flutninga vissi hann nákvæmlega hvar skórinn kreppti. Sú reynsla reyndist honum arðbær í miskunnarlausum heimi við- skiptanna. Gámar eru lykillinn aö velgengni Consafe-fyrirtækisins. „Einhver sagði mér einhvern tíma aö bílbelti þyldu þriggja tonna átak áður en þau brystu. Eg hannaði því einfalda stálvindu sem rúmaöi tíu metra rúllu af sama efni og bílbeltin eru gerö úr. Þetta kerfi leysti síðan af hólmi fyrirferðarmiklar keðj- ur og víra sem notast hafði veriö við til að halda gámunum stööugum viö flutninga.” „Dryggisbeltin” nutu strax mikillar hylli og brátt voru þau lögboðin við alla flutninga í Svíþjóð. En þó undarlegt megi virðast áttu sænsk yfirvöld í erfiðleikum með að ákveða hvar ætti aö flokka þennan iönaö. Niðurstaðan varð sú að „öryggisbeltin” voru flokk- uð meö brjóstahöldurum og beltis- sylgjum. „Ég reyndi aö útskýra aö við værum ekki að selja undirfatnaö. En þeir neituöu að hlusta. Ef önnur fyrir- tæki eru flokkuð á jafnfáránlegan hátt og við skal mig ekki undra þótt opin- berar skýrslur gefi einkennilega mynd af sænskum iðnaði.” Þegar vinsældir „öryggisbeltanna” voru ljósar flykktust keppinautarnir á markaöinn með eftirlíkingar. En Christer Ericsson hafði notað vel það eina og hálfa ár sem forskotið gaf hon- um. Hann haslaöi sér völl á nýjan leik, með því að selja notaða gáma, en það haföi engum hugkvæmst áður. Núna stunda margir þess háttar viöskipti. „Þessi hugmynd var einnig mjög einföld. Ef það er hægt aö versla með notaða bíla því þá ekki aö gera slíkt hið sama meö gáma? Ollum hefði getaö dottiö þetta í hug,” segir Christer Ericsson. Þegar olíukreppan skall á 1974—75 átti Consafe 4 milljónir dollara (40 millj. ísl. kr.) í banka og var tilbúið til aö taka þátt í nýjum ævintýrum. „Þá datt mér í hug að breyta gámum í vistarverur fyrir starfsmenn í olíuiönaðinum. Við höfum nú selt um 15000 vistarverur af þessu tagi víös vegarumheiminn.” Eftir aö Christer Ericsson haföi náð fótfestu í útflutningi fóru hjólin aö snú- ast fyrir alvöru. Stærsta skrefiö tók hann árið 1977 þegar hann lét reisa „Safe Astoria” — fyrsta fljótandi íbúðarpallinn sem byggður var sem slíkur. Þá hafði fyrirtæki hans tekið að sér að betrumbæta vistarverur á yfir 20 borpöllum. „Ég vissi af eigin reynslu hvernig aðstæður höfðu breyst um borð í flutn- ingaskipum. Því skyldu olíuverka- menn láta sér nægja aö kúldrast margir saman í pínulitlum klefum þegar sjómenn höfðu búiö i eins til tveggja manna káetum um margra áraskeiö?” Nú á fyrirtækið átta slíka borpalla, og hefur undirritað verkefnasamning 27 ár fram í tímann. Um sjötíu manns vinna við stjómunarstörf og 300 manns á borpöllunum. Fyrstu tvö árin, sem fyrirtækið starfaði, hafði Christer Ericsson að- stöðu í litlu herbergi inn af eldhúsinu á heimili hans, fyrir utan Gautaborg. Hann hefur ætíð reynt að halda fjölda starfsmanna í lágmarki, þó fyrirtækið sé nú eitt af stærstu fyrirtækjunum í Svíþjóð. „Varkár” og „heilsteyptur” eru algeng lýsingarorö þegar talað er um Christer Ericsson. Hann er sá sem situr viö stjómvölinn á fyrirtækinu en einbeitir sér að hugmyndum og samningum sem varða framtíöina. „Ég ver nú mestum tíma til aö ákveða verkefni fyrir árin 1983—1985 og einnig í að gera langtímaáætlanir fram til ársins 1900.” Hann ætlast til þess af starfsfólki sinu aö það sé fært um aö sjá um daglegan rekstur á fyrirtækinu. Einkennandi fyrir allt skrifstofuhald er samstarf, enda er það skoðun Erics- sons aö ef tveir vinni vel saman verði árangurinn þriggja manna afköst. Christer Ericsson er þekktur fyrir að vera vinnuhestur. En hann á þaö til að yfirgefa vinnuna um miðjan dag. „Þegar mér finnst ekkert ganga þýðir ekkert aö sitja við skrifboröið og glápa út um gluggann. Þá forða ég mér heim, dútla í hesthúsinu, vinn í garðinum og spila á trommur. Lífiö væri frámuna- lega leiðinlegt ef þaö snerist einvörð- ungu um viðskipti,” segir þessi 39 ára gamli viðskiptajöfur sem er ótvírætt vaxandi burðarás hins norræna við- skiptaheims. U Þegar Christer Ericsson finnst sem ekkert gangi í vinnunni fer hann á hest- bak eða spilar á trommur, á meðan hann veltir fyrir sér lausn mála. 24 Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.