Vikan


Vikan - 27.05.1982, Side 29

Vikan - 27.05.1982, Side 29
Háaloftid — augnayndi Það er ekki til nein ein uppskrift að því hvemig á að breyta háalofti í nothæft herbergi. Utkoman fer að sjálf- sögðu eftir smekk þeirra sem þar eiga að búa. Sum háa- loft urðu útundan þegar húsin voru byggð, án einangnm- ar, pípulagna og oft á tíðum eru raflagnir ófullnægjandi. Háaloftið sem við sjáum hér var einmitt af þessari teg- undinni. En eftir að búið var að einangra, klæða veggi og gólf og mála varð þetta eitt skemmtilegasta herbergið í húsinu. Inn af því bættist svo við svefnherbergi undir súð sem passaði mjög vel við gamla rúmið sem húsmóðirin erfði frá afa og ömmu. íbúunum fannst óþarfi að eyða miklum fjármunum í að aðskilja herbergin og settu því aðeins tjöld. Þau undirstrika þann létta blæ sem hvílir yf- ir þessu vel heppnaða háalofti sem hefur svo sannarlega fengið uppreisn æru, eftir að hafa verið ónotað í fjölda ára. 21. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.