Vikan - 27.05.1982, Qupperneq 38
eins og til þess aö mótmæla þessu öllu
stóö hvítur Jaguar á bílastæöinu og féll
á engan hátt inn í heildarmyndina.
William stöövaöi bílinn beint fyrir
aftan Jaguarinn. „Susan er heima,”
sagöi hann og virtist létta.
Frú Manville sneri sér með erfiðis-
munum aö mér. „Þér drekkið meö
okkur te, er þaö ekki?” sagöi hún mér
til skelfingar.
Ég haföi enga löngun til þess aö
veröa hér um kyrrt. Mig langaði mest
til þess aö komast aftur í rólega,
örugga, litla hóteliö mitt. Ég vildi ekki
koma í þetta hús, þar sem allir trúöu
því aö Ross væri dáinn.. .. En eitt-
hvaö í svip frú Manville varö til þess aö
égsagðiekkert.
„Þaö er eins og hingað komi ekki
lengur nokkur manneskja,” sagöi hún
máttleysislega.
,,Ég þakka fyrir, ég þigg teiö,”
svaraöi ég hraömælt.
Það brá fyrir brosi á andlitinu og þaö
varð til þess aö ég fékk kjark til þess aö
taka undir handlegg hennar og styöja
hana þegar viö gengum upp breiðar
steintröppurnar. William leit til mín og
yfir höfuö hennar skein þakklætiö úr
svip hans.
VIÐ VORUM KOMNAR
hálfa leiö upp tröpp-
umar þegar stór, svartur hundur kom
þjótandi á móti okkur einhvers staöar
handan frá húsinu. Hann glefsaöi fagn-
andi í áttina aö William og þefaöi fullur
grunsemda afmér.
„Warrier, þetta er Kristy,” sagöi
William. „Heilsaðu henni kurteis-
lega.”
Ég rétti út höndina og eftir nokkurra
sekúndna hik fór feiknarlegt skottiö að
slásttilogfrá. Ég beygöi mig niöur og
klóraði honum bak viö eyrun og hann
svaraöi meö því aö sleikja höndina á
mér.
„Má ég líka bjóöa þig velkomna?”
heyröist sagt úr dyrunum. Ég haföi
ekki heyrt þær opnast og leit því undr-
andi upp og sá unga stúlku í reiöbuxum
standa þar og bera í dökkan bakgrunn
myrkursins inni í anddyrinu.
„Þetta er dóttir mín, Susan,” sagöi
frúManville.
Stúlkan var á sama aldri og ég sjálf.
Beinvaxin meö eldrautt hár sem brann
eins og striöskyndill umhverfis andlit
hennar. Stór, gráblá augun voru full af
hlýju og ég fann þegar í staö aö mér
myndi falla vel viö hana.
Warrier stökk á undan okkur inn í
anddyriö, sem mér fannst bæöi kalt og
stórt. Fótatak okkar bergmálaði á
höröu steingólfinu. William gekk á
undan okkur aö þungri, skreyttri hurð.
Þegar hann opnaði kom hvítur púöull
þjótandi á móti okkur og gelti hátt.
Mér til undrunar beygöi frú Manville
sig niöur meö hreyfingum ungrar konu
og lyfti púðlinum upp.
„Þetta er hann Bijou, gæludýriö
hennar mömmu.” Súsan tók um hand-
legginnámér.
,díomdu, viö skulum nota tímann til
þess aö kynnast á meöan þau heilsast á
sinn heföbundna hátt. Það tekur venju-
lega nokkum tíma. ”
Ég leit á báðum áttum til frú Man-
ville. Mér fannst hálfóviðkunnanlegt
aö skilja hana eftir en þaö var eins og
hún geröi sér ljóst hvaö ég var aö
hugsa og kinkaði nú kolli þessu til sam-
þykkis.
Herbergið, sem viö komum inn í, var
stórkostlega bjart og heimilislegt. Þar
voru bókahillur á öllum veggjum og
djúpir hægindastólar. Háir franskir
gluggar sneru út að svölunum, þar sem
ég kom auga á marglita sólhlíf og
nokkra sólstóla.
„Lokaöu á eftir þér, William,” sagöi
Susan lágt og ég tók eftir því aö hún
var bæöi æst og spennt þótt ég heföi
ekki fundið það fyrr. „Þú veröur aö
fyrirgefa aö ég skuli ganga svona
hreint til verks, Kristina, en ég þarf aö
sýna þér svolítiö áöur en mamma
kemur.”
Ég þurfti sem sagt ekki aö látast í
nærveru hennar! Mér létti mjög og þaö
hlýtur aö hafa sést í svipnum.
” Hver
reiknaði
þad út?”
Spurði Jón Spæjó þegar hann komst að því hvað
verðið á nýja Skodanum var hlægilega lágt.
Og ekki varð hann minna hissa þegar það kom í
ljós að ekki þyrfti að borga nema 40.000 kr. út og
afganginn á 6 mánuðum.
Þetta fannst Jóni Spæjó greiðsluskilmálar í
betra lagi.
JÖFUR hf
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
38 Vikan 21.tbl.