Vikan


Vikan - 27.05.1982, Side 40

Vikan - 27.05.1982, Side 40
„Fyrirgefið mér en ég tók ekki vel eftir nafniyðar.” Eg hikaði augnablik. Dökkbrúnu augun minntu mig svo mikið ó Ross. Þau horfðu á mig eins og úr öðrum heimi og ég fann til samúðar með henni. William hafði sagt að hún mætti ekki verða fyrir neinum áföllum og ég skildi nú við hvað hann hafði átt. „Kristy Norwood,” heyrði ég sjálfa mig segja fullkomlega rólega. Mér til furðu sá ég birta yfir andliti hennar og hún brosti. „Kristy Norwood? Þaö var þó óvænt ánægja! Ekki vissi ég að þér þekktuð William!” Hún lét fallast niður í einn af djúpu stólunum og benti mér að gera slíkt hiö sama. „Ég get ekki lýst því hversu hrifin ég er af bókum yðar,” sagði hún og nú var hún full ákafa og áhuga, rétt eins og hún væri svona hamingjusöm yfir því að fá tækifæri til þess að hverfa frá þjakandi hugsunum sínum. Eg settist CROSS SINCE 1B4S niöur við hlið hennar og sá að William fylgdist náið með okkur. „Eg skal biöja um teiö,” sagöi Susan svolítið óróleg. „Eg held við þurfum öll áþvíaöhalda.” Þaö var frú Manville sem fljótlega fór að impra á því hvort ég yrði ekki bara þama yfir nóttina. „Það væri mikill heiður fyrir mig,” sagði hún blátt áfram. Þetta kitlaöi hégómagirnd mína þótt ég færi svolítið hjá mér en um leið gladdist ég yfir því að geta glatt móður Ross. „Auövitað veröur ungfrú Norwood hér í nótt,” sagði Susan og það mátti lesa bæn úr augum hennar. „Eg skal biðja frú Patterson aö taka til í gesta- herberginu.” „Fjólubláa herbergiö er best,” sagöi frúManville. „Ekki satt?” Susan horfði þegjandi á hana og eitt- hvað var í augnaráðinu sem ég ekki skildi. Voru það efasemdir eða kannski hræðsla? „Eins og þú vilt,” svaraði hún að lok- FYRSTA FLOKKS GJÖFSEM GLEDUR k MIKIÐ ÚRVAL J Allar nánari upplýsingar: | PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. sími 13271 um dræmt. Einhvers staðar í húsinu heyrðist klukka slá sex högg og Susan reis snöggt á fætur. „Því miður verð ég að fara í bæinn. Ég á von á fimm nem- endum sem koma núna klukkan sex.” „Susan rekur reiðskóla,” sagði frú Manville til skýringar. „Hafið þér líka gaman af aöfara á hestbak?” „Nei,” svaraði ég sannleikanum samkvæmt. „Ég erhræddviöhesta.” „Maöur á ekki aö hræðast,” sagöi frú Manville lágt. „Hræðslan er lík- ust þoku sem kemur í veg fyrir að mað- ur sjái skýrt.” Eg vissi ekki hvort hún sagði þetta viö mig eða sjálfa sig. Hún andvarpaði og lagði aftur augun og Bijou iðaði eirðarlaus í fangi hennar. „Eg er þreytt,” sagði hún allt í einu. „Það er búið að vera svo gaman að tala við yöur en ég vona þó að þér af- sakið...” „Eg skal hjálpa þér upp í herbergið þitt,” sagði William lágt. „Nei, nei,” svaraöi hún ákveöin. „Hugsaði frekar um gestinn okkar. Frú Patterson hjálparmér.” daga William horfði svolítið undarlega á mig. „Taskan þín er enn á hótelinu í Strat- ford. Viltu koma með mér og sækja hana?” Eg kinkaði kolli þakklát. Síst af öllu vildi ég verða ein eftir í þessum stóru herbergjum með ótta minn og efa- semdir og hugsanirnar sem þessar síð- ustu stundir meö fjölskyldu Ross höföu kallaö fram í huga minn. AÐ VAR EKKI fyrr en við höfðum ekið út úr trjágögnunum og beygt inn á sveita- veginn sem ég mundi eftir bréfunum; bréfunum frá Ross sem lágu inni í bókaherberginu. Og nú var frú Man- ville þar ein. . . An þess að segja eitt einasta orö sneri William við aftur og ók að húsinu. Þótt ég gæti ekki skýrt ástæðuna vonaðist ég til þess aö frú Manville hefði fundið bréfin og lesið þau. Þegar við komum aftur inn var bókasafnið autt og yfirgefið og bréfin lágu að því er virtist óhreyfð þar sem William haföi stungiö þeim. „Heldurðu að mamma þín hafi fund- iö bréfin?” spurði ég angistarfull. „Hugsaðu þér ef hún hefur nú lesiö þau.” „Trúlega ekki,” svaraði William ró- andi. ,Eg held hún hafi ekki einu sinni tekið eftir því þegar ég stakk þeim hér undir. Og hafi hún séð mig gera það er engin ástæða til þess aö hún hafi haldið að um annað en viðskiptabréf væri að ræða. Slík bréf fáum við oft svo það ætti að nægja. Pabbi sinnir viö- skiptunum hér að heiman.” Manville... Ég hafði ekki leitt hug- ann að honum siðustu klukkutímana en nú var mér ljóst aö hann hafði ekki minnstu hugmynd um að næturgestur yrði í húsinu. Og að sá gestur væri ég. Mig grunaði að honum myndi ekki falla það. Það var þó orðið of seint aö draga sig í hlé. Þaö skyggði óðum. William kveikti ljósin og ég sá þau sleikja græðgislega hvem metrann af öðrum af veginum um leiö og viö ókum áfram. „Susan hafði trú á þessum bréfum,” sagði ég lágri röddu. Hann svaraði ekki og ljósin frá bíl, sem við mættum, lýstu eitt augnablik upp svipbrigðalaust andlit hans. „Segðu mér frá slysinu,” sagði ég biðjandi. Eg sá hvemig hann tók fastar um stýriö. „Eg vildi helst ekki þurfa aö geraþað.” „En skilurðu ekki aö mig langar til þess að fá aö vita um það! ” hrökk út úr mér. „Þú skrifaöir í bréfinu að Ross heföi látið lífiö í bílslysi. Það getur þó ekki hafa gerst, William. Einhvers 40 Vlkan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.