Vikan


Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 42

Vikan - 27.05.1982, Blaðsíða 42
það sem hún sagði og ég varö að virða hana fyrir það hvernig hún tók þessu. ,,Þá er rétt að ég skilji þig hér eftir svo að þú getir notiö þessa ágætis,” sagði hún kaldhæðnislega. „Eg vona að þú losnir undan þessum töfrum svo að þú náir að koma á frumsýninguna á laugardaginn.” „Það geri ég tæpast,” svaraöi hann rólega. „Við verðum þá komin til Frakklands.” „Við?” endurtók hún spyrjandi. „Já, Susan og ég,” svaraði hann óþolinmóður. „Viö þurfum að fara þangaö í viðskiptaerindum.” „Auðvitaö,” sagöi hún hægt. „Viltu vera svo vænn að koma með ilm- vatnsflösku til mín? Sömu tegund og síðast.” Hann mældi hana út með augunum og sami ískuldinn var í augnaráðinu og verið hafði hjá föður hans fyrr um dag- inn. „Ég hef aldrei keypt handa þér ilmvatn. Þaðveistu vel.” „Nei, alveg rétt. Mikið var ég vit- laus. Þaö var Ross sem gerði það.” Hún snarþagnaði, eins og henni heföi brugðið, en svo brosti hún afsakandi til mín. „Mér þykir fyrir því en nú hef ég líklega sagt of mikið. Ég held aö rétt- ast væri aö ég færi núna.” „Hvað ætlast hún eiginlega fyrir?” sagði ég reiðilega við William. Hann horfði hugsandi á eftir henni. „Maður veit aldrei þegar Alison er annars vegar. Viö skulum heldur tala um ferðina til Frakklands.” I ljós kom að hann gat tæpast lagt af stað fyrr en á föstudag. I dag var mánudagur. Þangað til voru fjórir dagar. „Ég get ekki beöið svo lengi,” stundi ég. „Ég verð þá bara að fara ein.” „Það kemur ekki til mála,” sagöi hann fastmæltur. „Þetta er ekki ferö fyrirstúlku.” Þetta hljómaði eins og gamaldags riddaramennska og hæföi honum vel. Var hann aðeins að hugsa um mig eða var hann hræddur um að ég kæmist að einhverjum þeim sannleika sem hann vildi ekki aö spyrðist út? Ég gat ekki reiknaö William fullkom- lega út. Þaö var eitthvað við hann sem geröi mig órólega. Allt í einu og að ástæðulausu fór ég að velta því fyrir mér hvað mömmu myndi finnast um hann. Mér til mikilla vonbrigöa hafði henni aldrei líkaö vel við Ross. Ekki svo að skilja að hún talaði um þaö en þaö lá í loftinu í þau fáu skipti sem hún hafði hitt hann. Ég huggaði mig við að þaö heföi átt eftir að breytast ef hún hefði kynnst honum betur. í LEIÐINNI AFTUR TIL £\ Waynewater hugsaði ég um Ross og það sem Alison MacDonald hafði sagt. Ross haföi þá ekki verið hjónabandsbarn og samkvæmt því sem Alison sagði ekki átt von á arfi. Það þótti mér undarlegt. Hann var þó sonur móöur sinnar og eftir því sem mér haföi skilist kom stór hluti eign- anna frá henni. Mér kom svo sem ekk- ert við hvemig fólkið skipti auöæfum sínum. Þaö sem olli mér áhyggjum, og meira að segja særði mig, var aö Ross hafði aldrei sagt mér frá þessu sjálfur. Hann vissi vel aö foreldrar mínir höfðu aldrei gifst. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að spyrja William um hvað Alison hefði meint, þegar hún nefndi að eitt- hvað hefði spurst út eftir áramótin, en ég ákvaö að bíða þar til Susan væri hjá okkur. Eins og í fyrra skiptiö opnuöust dyrnar upp á gátt áður en við vorum komin hálfa leiö upp tröppurnar. Warrier kom stökkvandi á móti okkur og flaðraði upp um okkur hinn kátasti. „Ég hélt að þið ætluöuð aldrei aö koma aftur,” sagði Susan áköf og dró okkur inn fyrir. „William, þú ættir að vita hver er kominn. Brent! Hann er nýkominn.” „Hvaða Brent?” spurði William þreytulega og nú fyrst tók ég eftir því hve fölur hann var í andliti. „Brent Champlain auðvitaö! Banda- ríkjamaöurinn, vinur Ross. Þú hlýtur að þekkja hann líka, Kristy.” Ég hafði ekki svo mikið sem heyrt nafn hans nefnt. „Þú hlýtur að muna eftir Brent,” sagði Susan viö William hálfóþolin- móð. „Það var hann sem lánaöi okkur íbúö Ross í London í vor.” „Ibúð?” Orðið hrökk út úr mér áður en mér tækist aö koma í veg fyrir þaö. Susan horföi stóreygö á mig. „Viss- irðu ekki að hann var meö íbúð í London?” Nei, hugsaði ég örvæntingarfull. Eg vissi ekki aö hann var meö íbúð í London. Ég vissi ekki að Manville var ekki faðir hans. Ég vissi ekki að hann hræddist vatn og elskaði hesta. .. Það var svo óendanlega margt sem ég vissi ekki um manninn sem ég hafði lofað að giftast. Fjögurra daga martröð „Auðvitaðman ég eftir Brent,” svar- aði William stuttaralega og ég leit und- an til þess að komast hjá rannsakandi augnaráöi hans. „Hann var á ráöstefnu,” útskýröi Susan. „Hann ætlaði bara að heilsa upp á okkur áður en hann fer aftur.” „Hafði hann frétt um Ross?” spurði William órólegur. Susan hristi höfuðið. „Nei, en nú veit hann þetta allt. Ég hef meira að segja sagt honum frá bréfunum.” William svaraði þessu engu. „Er maturinn tilbúinn?” spurði hann þess í stað. „Mamma og pabbi eru búin aö boröa. Þau voru þreytt. Við Brent biö- um eftir ykkur. Hann ætlar að gista hérna í nótt. Matsalurinn var ekki líkt því eins skemmtilegur og bjartur og bókasafnið. Þarna var stórt, ferkantað borð og stólarnir, með háum og beinum bök- um, litu út fyrir að vera óþægilegir og voru það áreiðanlega. Það sem helst vakti þó athygli mína og bar allt annað ofurliði í herberginu var risastórt oliu- málverk yfir eldstæðinu. ETTA VAR MYND af Ross. Augsýnilega haföi ekki reyndur lista- maður málaö myndina. Þaö sá ég þegar í stað en sá sem myndina haföi málað gat þó komið til skila því sem hann ætlaöi sér frá fyrirmyndinni. Þetta var mynd af Ross, í einu af þunglyndisköstunum. Það mátti lesa þjáningu úr augunum sem horföu á mig. „Mér hefur aldrei líkað þessi mynd,” sagöi Susan lágróma viö hliö mína. „Ross vildi láta hengja myndina þarna.” Hún andvarpaöi. „Komdu og heilsaðu Brent. Þetta er Kristy, kær- astan hans Ross.” Brent Champlain var stór og góðleg- ur með feiknarlegt rautt skegg og vin- gjarnleg blá augu. Mikiö væru þau Sus- an failegt par, hugsaöi ég með sjálfri mér og varð þegar ljóst aö þau höfðu komist að sömu niðurstöðu sjálf. Þaö sá ég þegar ég horfði á hana stinga hendinni í hans. „Susan er búin aö segja mér frá Ross,” sagöi Brent og röddin var jafn- mikilúöleg og allt annaö hjá honum. „Ég er bara að velta því fyrir mér hvar hann getur haldið sig ? ” „Þú trúir því þá að bréfin séu raun- veruleg?” sagði William. „Auövitað.” Brent horfði vonleysis- lega á hann. „Gerir þú það ekki?” William yppti öxlum. „Þú ættir að þekkja William,” sagði Susan og brosti viö. „Hann efast allt til hins síðasta. Brent er búinn að lofa því að koma meö okkur til Frakklands.” Hann þrýsti handlegg hennar þéttar Kvenskór — Ný sending Tcg:5046 Litur: hvítt lcður j... 365- Stærðir: 36-41 Mef° Tcg:5084 Litur: hvítt na blátt lcður Stærðir: 36—41 Ve rðKi- 365' Tcg: 4551 Litur: hvítt og bcigc lcður Stærðir: 36—41 Verð kr ; 365- Tcg:4151 Litur: hvítt og , ..... 365. bcigc lcður Met° Stærðir: 36—41 Tcg: 4-873 Litur: hvítt lcður . 465.' Stærðir: 36-41 Mer° K ’ A P0ST5ENDUM .... 0 STJÖRNUSKÓBÚÐIN Laugavegi 96 — Viö hliöina á Stjörnubiói — Sími 23795 Opið laugardaga kl. 10—12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.