Vikan - 27.05.1982, Side 62
Eru
blæðingarnar
sjálfar ekki
öruggt tímabil?
Sœll, kæri Póstur.
Vantar þig ekki verk-
efni? Hér færóu nokkrar
spurningar sem þú mátt
mjög gjarnan svara sem
fyrst!
Það er talað um öruggt
tímabil rétt fyrir og rétt
eftir blæðingar, en eru
blæðingarnar sjálfar ekki
öruggt tímabil? Eða er
bara ekki minnst á það
vegna þess að það er svo
ótrúlegt að fólk hafi sam-
farir þegar konan er á túr.
Svo er þetta með fóstur-
eyðingar. A að segja mér
að hvaða kona sem er geti
bara gengið til læknis og
beðið um fóstureyðingu?
Þarf ekki að uppfylla nein
skilyrði? Og hvaða skilyrði
eru það sem þarf?
Okei, þá vona ég bara
að Helga sé með
magaptnu svo hún láti
bréfið mitt í friði.
Með fyrirfram þakklæti
fyrir birtinguna.
3366—7193
PS. Það þýðir ekkert að
benda mér á gömul blöð
því ég hef ekki keypt
Vikuna hingað til.
Oft hefur það verið
undirstrikað hér á síðum
Póstsins að það er alls ekki
rétt að tala um öruggt
tímabil, hvorki fyrir né
eftir blæðingar og ekki
einu sinni meðan á
blæðingum stendur. Það er
vegna þess að egglosið
getur verið mjög óreglulegt
og eggið getur lifað í
nokkra daga í líkamanum.
Dæmi eru um að konur
hafí orðið barnshafandi
alveg rétt fyrir og rétt eftir
blæðingar. Blæðingar eru
fræðilega séð öruggt tíma-
bil því frjóvgað egg ætti
ekki að hafa möguleika á
að festast í legveggnum því
þá losnar slímhúðin innan í
legveggnum og rýrnar. En
blæðingar geta stundum
átt sér stað af öðrum
orsökum. Þó líkurnar séu ef
til vill litlar borgar sig að
fylgja þeirri reglu að ekkert
sé ómögulegt. Ef fólk vill
ekki eignast barn verður
verður það að nota getn-
aðarvarnir.
í hugum margra eimir
enn eftir af þeirri hugmynd
að konur séu óhreinar með-
an á blæðingum stendur og
fyrst á eftir. Þessi hugmynd
er komin úr Gamla testa-
mentinu og þar er að fínna
ýmis fyrirmæli í sambandi
við tíðablæðingar, svo sem
að menn eigi ekki að hafa
samfarir við konu meðan á
blæðingum stendur. Ef til
vill eru þessi fyrirmæli ekki
byggð á hleypidómum ein-
um saman því sýkingar-
hætta í leggöngum og legi
er nokkuð meiri meðan á
blæðingum stendur. í þá
daga voru ekki til þau lyf
sem við nú eigum að venj-
ast. Sumir hafa aldrei sam-
farir á blæðingatímanum
en aðrir láta sig það engu
skipta. Þetta fer eins og svo
margt annað í kynlífinu
eftir þörfum og vilja hvers
og eins.
Þær konur geta fengið
fóstureyðingu sem af ein-
hverjum orsökum, læknis-
fræðilegum eða félagsieg-
um, telja sig þurfa þess.
Læknar og félagsráðgjafar
vega og meta ástæðurnar í
samráði við konuna.
Fóstureyðing er ekki fram-
kvæmd að ástæðulausu
enda alvarleg aðgerð sem
ekki má flana að.
Linsur og fleira
Hæ, Póstur.
Eg er hér með nokkrar
spurningar sem ég vona að
þú svarir fyrir mig.
1. Hvað kosta linsur?
Eer verðið eitthvað eftir
því með hve slœma sjón
maður er?
2. Geta allir orðið
skiptinemar? Hvert er
aldurstakmarkið?
3. Ef mig langar að
verða flugfreyja en er ekki
nógu há en með góða
tungumálakunnáttu, til
dæmis í fjórum málum,
væri þá ekki möguleiki
fyrir mig að komast á
námskeið?
Með fyrirfram þökk fyrir
svarið.
LUKKUPLATAN
Maöurinn á myndinni er meölimur í
hljómsveit sem margir kalla fyrstu
pönkhljómsveitina á Islandi. Síöan
hljómsveitin kom fyrst fram hefur
mikiö vatn til sjávar runnið og nýveriö
sendi flokkurinn frá sór plötu sem er
um margt ólík því sem áöur hefur frá
þeim komiö. Hvaö heitir umrœdd
hljómsveit?
Hljómsvqitin heitir
Sondandi er:_____
Heimili
Póstnúmer.
_ Póststóð _
Utanáskriftin cr: VIKAN, Lukkuplatan '82— 15
PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK.
Vinningshafar
Lukkuplatan '82
Á myndinni var að sjálfsögðu hinn fjölhæfi skemmtikraftur Ómar
Ragnarsson. Þessi þijú fá senda piötuna ÓMAR RAGNARSSON
SYNGUR FYRIR BÖRNIN:
Hanna Gunnur Sveinsdóttir, Skarðshlíð 27 f, 600 Akureyrí.
Eva Kristjánsdóttir, Boðageröi 10,670 Kópaskeri.
Niels Birgir Níelsson, Furugrund 38, 200 Kópavogi.
6Z Vikan Zl.tbl.