Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 12
og til dæmis aö þeir eru meö staura-
klósett fram af klettum og út i sjó og
svo spila þeir músík meö höndum og
fótum svo ólýsanlegt er.”
Eftir skamma dvöl á San Blas og
ferö gegnum Panamaskurö komu þau
út á Kyrrahafið og stefndu á
Galapagos-eyjar. „Kyrrahafiö er alls
ekki kyrrt og svo er sjórinn vestan viö
Panamaskurð svo miklu kaldari en
austan hans aö undrum sætir,” segir
Lyn. „Þaö vildi til aö Siggi var búinn
aö segja fyrir um straumana og kom
sér reyndar enn betur eftir aö viö
urðum skipreika.”
A einni af Galapagos-eyjunum var
aðeins ein kona búsett, jarð-
fræðingur, sem bjó þar og
stundaði rannsóknir.
,,Við ætluðum að hittast á næstu
eyju, þegar við vorum að fikra
okkur vestur eftir Kanaríeyjum,
en hittumst ekki fyrr en hinum
megin við hafið!”
Óheillafugl
og ófrjó egg
A Galapagos er dýralíf meö furöu-
legasta móti svo sem kunnugt er og
þrátt fyrir þaö sem á eftir fór eru Lyn
þessar eyjar í fersku minni. Ein eyjan
var selaeyja, á annarri var þeim boöiö
i skjaldböku (þó þær væru friðaöar),
þaö er aö segja ef ein slík veiddist. Og
þar var þeim líka sagt aö þaö væri
hættulegt aö boröa skjaldbökulifur. Of
mikiö af vitamínum! Sá fróöleikur átti
eftir aö koma þeim vel. A einum staö
sáu þau eölur á stærö viö hunda,
nútíma risaeölur, því stærri gerast þær
varla nú. Og svo voru þaö allir
albatrosarnir. „Eg held þaö sé 1 lagi þó
ég segi þaö núna,” segir Lyn, „en ég
haföi eitt egg meö mér og blés ur því.”
Albatrosar eru friðaðir en mikiö er af
ófrjóum eggjum og Lyn minnir aö
kjarnorkuvopnatilraunir Frakka í
Kyrrahafi hafi veriö taldar ástæðan.
En þaö er ekki aðeins aö albatrosinn sé
friöaöur. Hann þykir mikill óheillafugl
og eftir á aö hyggja þykir Lyn slæmt aö
hafa gert þetta.
Nóttina áöur en þau lögöu af staö í
hina afdrifaríku ferö var Lyn óróleg.
Fyrirboði
Hún sagöi samferöafólkinu frá
beygnum sem hún bar í brjósti um
morguninn, sem var föstudagur 13.
júní 1972. Henni þótti flóinn Academy
Bay drungalegur aö sjá, þó þar væri
góö höfn, og i henni var einlægur
óhugur.
Viö lýðræöislega atkvæöagreiöslu
var hugboð hennar þó virt aö vettugi
og enn þann dag í dag hafnar Dougal
þessu næmi konu sinnar og kallar
hindurvitni.
Eitt getur þó varla kallast hindur-
vitni og þaö var aö Lyn átti eftir aö
fylla neyðarpokann sinn þar sem allt
var til staðar, mjólk á dósum, corned
beef, eldspýtur og allt sem skipbrots-
maöur þarf. Sá galli var þó á gjöf
Njarðar aö í hverri höfn var stoliö úr
malnum og þennan morgun haföi hún
ekki haft tækifæri til aö fylla á. Einnig
þetta olli henni hugarangri.
Þau lögöu þó í næsta áfanga og
tveim dögum siöar sökk Lucette. Þetta
haföi veriö óróleg nótt og nú ágeröist
ótti hennar. Hún fékk martröö og
fannst Lucette sökkva og þau öll hafna
í niðursuðudós. Seinna, er þau voru að
veltast á hafinu í örsmáum björgunar-
báti, minntust þau þessa draums. Þaö
var alltaf þröngt um þau enda höföu
þau tekið farþega í viöbót. Þaö var
hagfræðistúdent, Robin aö nafni, og
ætlaði meö þeim til Nýja Sjálands, sem
átti aö vera næsti áfangastaöur.
Nú neitaöi Lyn aö halda áfram, en
allt kom fyrir ekki og þennan morgun,
þegar hún var að bursta tennurnar inni
á klósetti, kom allt í einu hnykkur á
bátinn. „Manni finnst aö svona komi
ekki fyrir mann sjálfan en svo þegar
þaö kemur fyrir þá trúir maöur því
ekki aö þaö gerist svona hratt.
Vatniö spýttist upp um gólfið og
síöan niður á höfuömér.”
Skiptapinn
„Því næst leit ég upp og sá aö ég var
aö horfa upp í himininn gegnum
botninná bátnum.”
Sandy (11 ára) var á vakt og hann
hrópaði: „Killer-whales (há-
hyrningar)!! ” Neil tvíburabróöir hans
og Robin voru sofandi og Sandy náöi í
þá. Allir fóru í björgunarvestin.
Lyn rétti Robin ílát meö vatni og
baö hann aö gæta þess eins og lífs síns,
en það glataöist.
Hún reyndi aö ná í mjólkurdósir en
mistókst og þær fóru í hafiö. „Maöur
hugsar skringilega á svona stundum
og ég man aö ég hugsaði meö mér, þeg-
ar skartgripirnir sem Dougal gaf mér
á brúökaupsdaginn fóru í hafið, aö nú
færu perlurnar þangað sem þær kæmu
frá.”
En áöur en meir var hægt aö hugsa
voru þau komin í hafið. Gúmbáturinn
blés upp og smáfleyta, Ednamair,
komst einnig á flot. „Viö héldum aö
gúmbáturinn læki því þaö komu loft-
bólur undan honum, viö vissum ekki aö
þaö var eölilegt, og skyndilega spyr
Neil mig hvort ég eigi ekki bætur.
Þarna á miöju Kyrrahafinu!!! En eitt
ótrúlegt skeöi, saumakarfan mín kom
fljótandi. „Þaö átti eftir aö gera sitt
gagn seinna meir. Rétt hjá mér flaut
áttaviti en ég náði ekki í hann. Viö
komumst öll um borö í björgunar-
bátinn nema Douglas, hann fékkst ekki
um borö fyrr en tveim stundum seinna
því hann haföi veriö aö lesa um aö best
væri aö halda sig sem næst móöur-
skipinu.”
Fyrstu dagarnir voru verstir og þá
sérstaklega vatnsskorturinn. „Mér
leiö illa aö hafa ekki mjólk í
brjóstunum, ég held aö öllum mæörum
heföi liöiölíkt og mér,” segir Lyn.
Neil var veikburða og verst settur.
Hann var blátt áfram aö þorna upp og
Lyn fann að hún gat ekki afboriö aö
hann dæi í höndunum á sér. Hún var
staðráðin í aö fara í hafiö meö honum
ef hann lifði þetta ekki af. En hann lifði
af, hún nýtti sér hjúkrunarreynslu sina
og gaf þeim vökva í endaþarm til aö
vinna gegn vökvatapi og tveim dögum
seinna komust þau á regnsvæði og var
aö því leyti borgið.
Kex og vistir úr gúmbátnum hjálp-
uöu þeim mjög og er á ferðina leiö lifðu
þau á skjaldbökukjöti og fiski sem
Dougal veiddi, en Edda og Siguröur
höf öu kennt þeim aö heröa fisk.
Saga ferðarinnar er á margan hátt
ítarlega rakin í bók Dougals þó aö hann
muni reyndar ekkert hafa munaö af
fyrstu tveim dögunum og alla ferðina
haldið sig mjög út af fyrir sig. Robin
hefur ekkert skrifað um feröina og
mun þaö vera vegna þess aö Dougal
fékk hann til þess. Samband Robert-
son-fjölskyldunnar viö Robin hefur
nánast ekkert veriö síöan þau björguö-
ust úr hrakningunum.
Matast af skjald-
bökuskeljum
Þaö var Lyn sem stappaöi í Dougal
stálinu og hélt þessu gangandi allan
tímann, og ber sonum hennar saman
um þaö. Hvort hennar saga veröur
nokkurn tíma aö fullu sögö er erfitt að
spá um. En giftusamleg björgun
þeirra er ekki síst kunnáttu hennar og
hugrekki aö þakka og þaö er einnig
ljóst af bók mannsins hennar.
Seinni hluti 38 daga hrakninganna
var mun betri en fyrstu dagarnir. Þó
uröu þau fyrir því aö missa gúmbátinn
á 17. degi, líklega af því að skjald-
bökurnar sóttu í litinn (appelsínu-
gulan) á botninum og nugguöust sífellt
viö hann. En á móti kom aö skjald-
bökurnargáfukjöt.
Eftir þaö uröu þau aö hýrast í 3
manna fleytunni Ednamair, í ótrúleg-
um þrengslum. Samt voru þau búin að
koma nokkurri reglu á lifiö um borö í
bátnum áöur en þau björguöust.
„Viö vorum oröin ansi menningar-
leg,” segir Lyn, „bjuggum okkur tii
diska úr skjaldbökuskeljum og
boröuöum af þeim. ’ ’
Og Dougal gekk rikt eftir aö allt væri
þrifiö, jafnvel kjölurinn, umdeilanleg
ákvörðun þó. Þetta talar Lyn ekki um
en samband á milli barna Sigurðar og
Eddu og Robertson-hjónanna hefur
margt leitt í ljós, fieira en hér er getiö.
Tvíburarnir töluöu sin á milh um
kettlinginn sem þeir ætluöu aö fá
þegar þeir kæmu heim. „Þaö sem
bjargaöi okkur þó aðallega,” segir
Lyn, „varaöviöbjörguöumstöll.”
Aftur í sjávarháska
Og loks á 38. degi kom japanski fiski-
báturinn TOKA MARU II auga á
neyöarblys frá þeim. Þeim var borgiö!
Lyn trúöi því og trúir enn að líknar-
belgur sem var meö þeim i för, en fór
Gamla kalda viktorianska húsið hennar Lyn. Þarna rekur hún kúabúskap
og stundar svo kennslu inni i Manchester.
Ann hefur verið móður sinni stoð og stytta seinustu árin og hér er hún með
son sinn, 3 mánaða.
IX Vikan 7. tbl.