Vikan


Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 17

Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 17
Enska — alþjóöamál? Do you speak English? Fyrir marga Islendinga er þessi spurn- ing og svarið við henni lykillinn að samskiptum við umheiminn. Við verðum svo til undantekningar- laust að bregða fyrir okkur er- lendu tungumáli viljum við ná sambandi við útlenda menn hvort sem er hérlendis eða erlendis. Enginn útlendingur sem hingað kemur í fyrsta skipti talar ís- lensku. Einu undantekningarnar frá þessu eru ef til vill einhverjir Vestur-Islendingar og fræðimenn í norrænu sem stundum reyna að beita fyrir sig fomíslensku á mat- sölustöðum meö þeim eina árangri að starfsfólkið horfir spurnaraugum á manninn og spyr hvort hann tali ekki ensku. Fleiri Islendingar geta bjargað sér á ensku en á nokkru öðru er- lendu tungumáli og flestir Islend- ingar af yngri kynslóðinni kunna í það minnsta hrafl í málinu. Enska og danska eru nokkurn veginn jafnvíg tungumál í grunnskólan- um en eftir því sem lengra kemur í námi er meiri áhersla lögð á ensku. Enska er alltaf vinsælasta tungumálið sem kennt er í mála- skólum og námsflokkum þó svo að mörg önnur mál komi og fari úr tísku. Fyrir Islendinga er enska al- þjóöamál sem þeir reyna aö beita fyrir sig hvar sem þeir eru í heim- inum. Enska er notuð í viðskiptum Islendinga og annarra þjóða, hvort sem það eru Sovétmenn, Spánverjar, Nígeríubúar eða Jap- anir. Margir Islendingar hafa kynnst maka sínum af ólíku þjóð- erni fyrir milligöngu enskunnar. Það verður æ algengara að Islend- ingar tali viö aðra Norðurlanda- búa á ensku í stað þess aö tala dönsku eða skandinavísku. Það er oft ekki aðeins vegna þess að Is- lendingarnir eigi erfitt með að tjá sig á Norðurlandamálinu. Stund- um vilja Norðurlandabúar frekar tala ensku, hvort sem það stafar af því að þeir skilja ekld skandin- avískuna eöa þeir vilja hreinlega æfa sig í ensku. Hinar Norður- landaþjóðirnar eru líka smáþjóðir og þær hafa vanist því að þurfa aö tala við útlendinga á útlensku, oft- ast á ensku, eins og Islendingar. „Næstum allir í Danmörku tala ensku. Annars hefðum viö engan til að tala við,” segir danskur námsmaður í grein í Newsweek (15. nóvember síðastliðinn). Islendingar og fjölmargar aðrar þjóðir taka undir þessi ummæli. Um 400 milljónir manna um víða veröld tala ensku sem móður- mál. Enska er því alls ekki þaö tungumál sem flestir tala (það er kínverska) en enska er útbreidd- asta tungumál heimsins og þaö mál sem flestir tala fyrir utan móöurmál sitt. Talið er aö um 700 milljónir manna tali ensku að ein- hverju marki. Þessi fjöldi hefur aukist um 40 af hundraöi síöastliö- in 20 ár. Enska er nær því að vera al- þjóðamál en nokkurt annað tungu- mál. Síðan menntamenn af ólíku þjóðemi hættu að nota latínu til þess að ná sambandi sín á milli hefur ekkert eitt tungumál veriö ríkjandi í alþjóðasamskiptum fram á þessa öld. Franska varð mál utanríkisviðskipta og menn- ingarumræðu í Evrópu. Það var fyrst á Berlínarfundinum 1878 að þáverandi forsætisráðherra Bret- lands, Benjamin Disraeli, hneykslaði viöstadda með því aö ávarpa samkunduna á ensku, vegna þess hve hann var lélegur í 7. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.