Vikan - 17.02.1983, Síða 17
Enska — alþjóöamál?
Do you speak English? Fyrir
marga Islendinga er þessi spurn-
ing og svarið við henni lykillinn að
samskiptum við umheiminn. Við
verðum svo til undantekningar-
laust að bregða fyrir okkur er-
lendu tungumáli viljum við ná
sambandi við útlenda menn hvort
sem er hérlendis eða erlendis.
Enginn útlendingur sem hingað
kemur í fyrsta skipti talar ís-
lensku. Einu undantekningarnar
frá þessu eru ef til vill einhverjir
Vestur-Islendingar og fræðimenn í
norrænu sem stundum reyna að
beita fyrir sig fomíslensku á mat-
sölustöðum meö þeim eina
árangri að starfsfólkið horfir
spurnaraugum á manninn og spyr
hvort hann tali ekki ensku.
Fleiri Islendingar geta bjargað
sér á ensku en á nokkru öðru er-
lendu tungumáli og flestir Islend-
ingar af yngri kynslóðinni kunna í
það minnsta hrafl í málinu. Enska
og danska eru nokkurn veginn
jafnvíg tungumál í grunnskólan-
um en eftir því sem lengra kemur
í námi er meiri áhersla lögð á
ensku. Enska er alltaf vinsælasta
tungumálið sem kennt er í mála-
skólum og námsflokkum þó svo að
mörg önnur mál komi og fari úr
tísku.
Fyrir Islendinga er enska al-
þjóöamál sem þeir reyna aö beita
fyrir sig hvar sem þeir eru í heim-
inum. Enska er notuð í viðskiptum
Islendinga og annarra þjóða,
hvort sem það eru Sovétmenn,
Spánverjar, Nígeríubúar eða Jap-
anir. Margir Islendingar hafa
kynnst maka sínum af ólíku þjóð-
erni fyrir milligöngu enskunnar.
Það verður æ algengara að Islend-
ingar tali viö aðra Norðurlanda-
búa á ensku í stað þess aö tala
dönsku eða skandinavísku. Það er
oft ekki aðeins vegna þess að Is-
lendingarnir eigi erfitt með að tjá
sig á Norðurlandamálinu. Stund-
um vilja Norðurlandabúar frekar
tala ensku, hvort sem það stafar
af því að þeir skilja ekld skandin-
avískuna eöa þeir vilja hreinlega
æfa sig í ensku. Hinar Norður-
landaþjóðirnar eru líka smáþjóðir
og þær hafa vanist því að þurfa aö
tala við útlendinga á útlensku, oft-
ast á ensku, eins og Islendingar.
„Næstum allir í Danmörku tala
ensku. Annars hefðum viö engan
til að tala við,” segir danskur
námsmaður í grein í Newsweek
(15. nóvember síðastliðinn).
Islendingar og fjölmargar aðrar
þjóðir taka undir þessi ummæli.
Um 400 milljónir manna um
víða veröld tala ensku sem móður-
mál. Enska er því alls ekki þaö
tungumál sem flestir tala (það er
kínverska) en enska er útbreidd-
asta tungumál heimsins og þaö
mál sem flestir tala fyrir utan
móöurmál sitt. Talið er aö um 700
milljónir manna tali ensku að ein-
hverju marki. Þessi fjöldi hefur
aukist um 40 af hundraöi síöastliö-
in 20 ár.
Enska er nær því að vera al-
þjóðamál en nokkurt annað tungu-
mál. Síðan menntamenn af ólíku
þjóðemi hættu að nota latínu til
þess að ná sambandi sín á milli
hefur ekkert eitt tungumál veriö
ríkjandi í alþjóðasamskiptum
fram á þessa öld. Franska varð
mál utanríkisviðskipta og menn-
ingarumræðu í Evrópu. Það var
fyrst á Berlínarfundinum 1878 að
þáverandi forsætisráðherra Bret-
lands, Benjamin Disraeli,
hneykslaði viöstadda með því aö
ávarpa samkunduna á ensku,
vegna þess hve hann var lélegur í
7. tbl. Vikan 17