Vikan


Vikan - 22.09.1983, Page 12

Vikan - 22.09.1983, Page 12
Hér hefur tóf- anum verið stillt út í mitt vatn í Monu- ment Valley. Höfðinginn Fools Crow situr hér í sófanum í þjóðgarðinum i Badland, en þetta land tilheyrði eitt sinn forfeðrum hans. Playboy-kóngurinn Hugh Hefner með kanínunum sinum i garðinum heima i Beverly Hills. Þetta eru uppfinningasömu Ijósmyndararnir tveir . . . og auðvitað sitja þeir i gamla góða sófanum. GAMLI RAUÐISÚFINN SEM VARÐ HEIMSFRÆGUR 1 Sófinn og peningavaldið: C. Burley III, bankastjóri Hausbank í Wall Street. J.R. hinn eini sanni var sjálfkjörinn i sófann. Myndaserían um gamla rauða sófann hefur far- ið sigurför um heiminn. Liklegast hefur engum sófa, 2,85 m löngum, 1,20 m breiðum og 90 cm háum, gefíst annað eins tækifæri til að öðlast heimsfrægð. Hvernig var hann uppgötvaður? Ó, það var nú helber tilviljun eins og með svo margar aðrar upp- götvanir af þessu tagi. Ameríkaninn Kevin Clarke og Þjóðverjinn Horst Wackerbarth voru eitt sinn staddir í heimsókn hjá málara einum í New York. Honum varð tíðrætt um áralanga dygga þjónustu gamla rauða sófans síns og sagði að hann ætti ann- að og meira skilið en að vera hent beint á haug- ana! Þeir björguðu honum frá þeim grimmu örlögum, flikkuðu obbolítið upp á hann og ferð- uðust með hann í þrjú ár í litla sendiferðabílnum sínum. Þeir tóku myndir af honum á ótrúlegum stöðum. Þeir settu hann út' á mitt vatn í Monument Valley. Bjarndýr og banamaður þess sátu í honum úti í skógi. Ruslakarlarnir létu fara vel.um sig í honum úti á miðjum öskuhaug. For- stjóri verðbréfamarkaðarins hreiðraði um sig í honum innan um tölvurnar og forstjóri NASA á Canaveralhöfða settist í hann fyrir framan nýjustu geimskutlu fyrirtækisins. Hann tók þátt í hroða- legu blóðbaði í sláturhúsi einu í Chicago og hans vegna fór vel um sjúklinginn á Presbyterian Hospital á Manhattan. Sá fór nefnilega í skoðun liggjandi í sófanum! IX ViKan 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.