Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 16
á þessum vanda. Guðrún var rit-
ari félagsins og skrifaði mest af
þeim bréfum sem við sendum til
opinberra aðila þar sem við bent-
um á að þetta væri ekki aðeins
vandi þess fólks sem byggi í
bröggunum heldur væri þetta
þjóöfélagslegur vandi sem gæti
skapað frekari vanda. Við lögðum
líka sérstaka áherslu á að heilsu-
tjón gæti orsakast af þessu lélega
húsnæði.
Við lögðum kapp á aö heilsuveilt
fólk og fólk með böm kæmist úr
þessu húsnæði. Líka vildum við
hrinda því orði af okkur að það
væri eitthvert sjálfskaparvíti
fólks aö lenda í húsnæðisvanda.
Við höfðum ekki skapað vandann í
sjálfu sér. Meö geysilegum breyt-
inn hefði verið rétt um fimm þús-
und manns þegar flest var,” segir
Guðrún. „En við gátum aldrei
fengið neina staðfestingu á fjöld-
anum frá borgaryfirvöldum,”
segir Þórunn. „Þeir vildu aldrei
telja, komu sér alltaf hjá því aö
gefa upp ákveðna tölu.
Camp Knox var stærsti kampur-
inn, Laugarneskampurinn var
líka mjög stór og Múlakampur og
Herskólakampur, sem voru tveir
kampar þótt þeir stæðu á sama
holtinu. Líklega hafa þó fyrstu
braggarnir sem teknir voru í notk-
un fyrir Islendinga veriö á Skóla-
vörðuholtinu. Þar var geysilegur
fjöldi fyrsta kastið, en það var um
leið einn af þeim kömpum sem
bæjaryfirvöld vildu fyrst losna
ar og viö Laugaveginn þar sem nú
er Stjömubíó. Braggar voru við
Sundlaugaveg og við Elliðaár, í
Ártúnsbrekkunni. Þá var Selby-
kampur í Sogamýri, en þar bjó
Guðrún einmitt.
Alltaf slæmt orð á
fátækrahverfum
— En hvers vegna stóð borgin
fyrir því sjálf að láta fólk búa í
þessu ótrúlega lélega húsnæði?
Þaö er Þórunn sem svarar:
„Þegar öll þessi braggahverfi
eru byggð inni á borgarsvæðinu
tekur herinn lóðimar í raun
traustataki og verður um leið
bótaskyldur. Þegar hann fer fær
virði innréttinganna látið ganga
upp í íbúðarverðiö. ”
— Hvers vegna var slæmt orð
á braggabúum?
„Það er alltaf slæmt orð á fá-
tækrahverfum,” segir Þórunn.
„Þegar fólk sætir afarkostum
reyna þeir sem sökina eiga að
þvo hendur sínar og klína
skömminni á fórnarlambiö. Þetta
er ekkert sérfyrirbæri í sam-
bandi við braggabúskapinn og
Reykjavík heldur bara það sem
gerist alls staðar.
Við sem vorum í herskálunum
og börn okkar björguðumst miklu
betur í raun og veru heldur en
mætti gera sér í hugarlund, til
dæmis í samanburði við fátækra-
hverfi sem eru gömul og hafa
Inni við Elliðaór var nokkuð myndarlegur kampur. Eftir byggingarlagi bragg- myndarlega upp eftir þeim — að minnsta kosti þeim sem efst stóðu. Það er
anna að dœma hafa Bretar reist þessa byggð og reynt að hlaða nokkuð allnokkur breyting að horfa yfir i Breiðholtið.
ingum á atvinnuháttum og at-
vinnumöguleikum og aðstreymi í
bæinn skapaðist spenna á húsnæð-
ismarkaðinum. Það hafði heldur
aldrei veriö nóg af góðu húsnæði í
Reykjavík, ekki heldur fyrir stríð-
ið, enda langt krepputímabil sem
á undan hafði farið og lítið byggt.”
Þær Þórunn og Guörún lýsa því
fyrir okkur hvernig okurleigu hafi
verið krafist fyrir húsnæði og dul-
inna greiðslna. Húseigendur vildu
heldur ekki leigja hverjum sem
var svo að barnmargt fólk átti
ekki í mörg önnur hús að venda
en komast í bragga, ef hann var
þá að fá. Einstæðar mæður sem og
öryrkjar, sem ekki gátu heldur
reitt fram þúsundir í fyrirfram-
greiðslu, lentu einnig oft í bragga.
Uppistaðan í braggahverfunum
varð því bammargar fjölskyldur,
mæður með böm og heilsulítið
fólk.
— Hvar voru helstu bragga-
hverf i og hversu margir haldið þið
að íbúamir hafi verið?
„Þaö var talað um að íbúafjöld-
við. Hann stakk í augun. Ráða-
menn höföu minni áhuga á aö
losna viðaöra.”
„Og þar var líka byrjaö á
kirkjubyggingunni,” bætir Guð-
rún við. „Það getur hafa verið
önnur ástæöa fyrir því að kampur-
inn á Skólavörðuholtinu fór fyrr
en sumiraðrir.”
Þær telja upp fyrir okkur fleiri
kampa. Trípólí-kampur var
skammt frá Háskólanum, Balbo-
kampur var við Kleppsveginn
norðanverðan og svo var kampur
hinum megin við veginn, nærri
DAS. Þyrping var í krikanum
við Ægisíöu og Kaplaskjólsv.
„Melabragginn” var nefndur stór
spítalabraggi á Högunum þar sem
bjó óskaplegur fjöldi fólks. I
Skerjafirði voru braggar og Þór-
oddsstaðakampurinn var einnig
töluvert stór. Braggahverfi var
við Bústaðaveginn, nærri þeim
stað þar sem Veðurstofan er nú til
húsa, og braggar voru við Há-
teigsveginn, viö Sjómannaskól-
ann. Á Hallveigarstíg voru bragg-
borgin umráð yfir bröggunum,
svo sem eins og í bótaskyni.
Margir af þessum bröggum
voru ekki neinir mannabústaðir,
sérstaklega þeir sem Englending-
ar byggðu allra fyrst. Þeir voru
lélegir. Það var ekki vatn eða
frárennsli í Skólavörðuholtinu,
svo dæmi sé tekið, þegar það
hverfi var afhent borgaryfirvöld-
um. Fólk lét sig hafa þaö að
flytja inn í þessi hreysi frekar en
aö standa úti og fór að reyna að
laga í kringum sig og koma á
hreinlætisaðstööu. Það voru síðan
innréttingarnar og lagnimar sem
það seldi þegar það fluttist í
burtu. Borgin haföi forkaupsrétt-
inn en innréttingamar gengu
kaupum og sölum milli manna
sem fóru eöa komu í braggana.
Það var eiginlega ekki fyrr en
við stofnuðum samtökin og þrýst-
um á borginu um aö gefa þessu
húsnæðislausa fólki færi á að
komast í varanlegt húsnæöi að
borgin notaði forkaupsréttinn og
braggamir voru rifnir og and-
haldist við og alið upp fleiri ætt-
liði við mjög bág kjör og aðstöðu.
Fólkið bjargaðist betur vegna
samheldninnar og samúðarinnar
innbyrðis. Fólk gerði geysilegar
hreinlætiskröfur til sjálfs sín og
fjölskyldna sinna. Samt sem áður
urðu börnin stundum fyrir leið-
indum vegna búsetunnar í brögg-
unum. Þau töldu sig veröa fyrir
aukalegri lúsaskoðun í skólum.
Nú getur þetta verið einhver við-
kvæmni, en það voru ýmsir erfið-
leikar við þetta og hreinasti voði
fyrir heilsufarið að búa í bragga.
Gólfkuldinn var mikill og mjög
lítil einangrun í bröggunum svo
aö kyndingin rauk öll út. Svo
myndaðist líka óheilnæmt gasloft
af olíuofnunum.”
„Sonur minn var aðeins einn
vetur í skóla, Laugarnesskólan-
um, á meðan við bjuggum í
bragganum,” segir Guðrún.
„Það var aldrei neitt vandamál
þar. Hann var líka á dagheimili í
tvö ár og þar var honum aldrei
strítt heldur.”
lfcVlkan 38. tbl.