Vikan - 22.09.1983, Side 17
Skólamenn brugð-
ust misjafnt við
vandanum
Þórunn segir að ástandið hafi án
efa verið betra í Laugarnesskólan-
um en víöast hvar annars staðar.
Þar hafi Jón Sigurðsson skóla-
stjóri gert sér grein fyrir vandan-
um og tekið hann föstum tökum.
Þar leyföist aldrei neinum óátaliö
að láta styggðaryrði falla í garö
barns úr bragga. Því miöur hefur
þetta ef til vill ekki verið eins ann-
ars staðar þar sem menn lokuðu
augunum fyrir því að vandi kynni
að vera á ferðum og gættu þess
ekki að fylgjast með framkomu
þeirra sem betur bjuggu í garð
hinna sem bjuggu við verri skil-
yrði.
„Það voru erfiöleikar því sam-
fara fyrir börnin úr Camp Knox að
vera í Melaskólanum,” segir Þór-
unn. „Það held ég aö flestir hafi
verið sammála um sem áttu viö aö
búa. Ég man vissulega dæmi en
veit ekki hvort rétt er að telja þau
upp hér. Hitt er annað að börnin
voru tiltölulega mörg þar sem
þetta var barnmargt hverfi. Þá
veröur samstaðan meiri og góöur
félagsandi ríkti milli barnanna í
hverfinu. Þau voru því ekki eins
háð því að verða að semja sig að
háttum hinna og gátu staöið sam-
an ef á þurfti að halda. Þau þurftu
því síður aö fara á flótta undan
öðrum börnum.”
— Og svo eru Samtök herskála-
búa stofnuð. Hver var tilgangur-
inn?
„Við sáum að okkur var mikil
nauösyn aö skapa samúö meö
að gera og hvernig viö ættum að
standa sem uppréttar manneskjur
í samfélaginu. Það komu til liðs
við okkur ýmsir ágætir menn og
ekki má gleyma að þakka þeim
mörgu félagasamtökum sem stóðu
að ráðstefnu sem viö efndum til
um húsnæðisvandræði og búsetu í
herskálunum,” segir Þórunn.
Ef við lítum á fundargeröabók
Samtaka herskálabúa sjáum við
að strax á fyrsta fundi er samin
stefnuyfirlýsing. Þar segir meðal
annars að samtökin líti á þaö sem
höfuðverkefni sitt að knýja á yfir-
völd Reykjavíkurbæjar að byggja
mannsæmandi íbúöir fyrir þá sem
nú búi í herskálum og aö bragga-
hverfunum veröi útrýmt innan 2—
3 ára. Einn fundarmanna er þó
nokkuð svartsýnn á aö þetta sé
raunhæf ósk og telur að 10 ár væru
nær sanni. M.a.s. sá svart-
sýni var bjartsýnn því að trúlega
hafa árin nálgast tuttugu sem út-
rýming herskálanna tók á borgar-
landinu, frá því Samtök herskála-
búa tóku til starfa og þá voru
menn búnir aö búa í herskálum í
ein átta ár eða frá stríöslokum.
í maílok 1954 var haldin tveggja
daga ráðstefna á vegum samtak-
anna og var boöið til þátttöku fjöl-
mörgum félögum, þar á meöal öll-
um iðnaðarmannafélögum í
Reykjavík og meistarafélögunurn
í byggingariðnaði, Hjúkrunar-
kvennafélaginu, Læknafélaginu,
Prestafélaginu, Mæörafélaginu og
Barnaverndarvélaginu, og Dags-
brún og Þrótti. Sextán félög þekkt-
ust boð um þátttöku á ráöstefn-
unni. Verkefni ráðstefnunnar var
skipt í þrennt: heilbrigðismál,
byggingamál og skipulagsmál.
vinna bug á húsnæðisvandanum í
bænum meö félagslegu átaki,”
segir Þórunn, „og ég tel aö okkar
ítrekuðu tilmæli og áætlan tré-
smiðanna hafi verið kveikjan að
því aö fariö var að gera verulegt
átak til þess aö koma upp húsnæði
á vegum borgarinnar til að vinna
bug á húsnæðisskortinum. Þetta
var eitt aðalvandamál bæjar-
félagsins á þessum árum. Þaö var
ekki lengur við atvinnuleysiö að
kljást, nú var þaö húsnæðisvand-
inn.
Það var vel ritfært og máli farið
fólk í okkar hópi sem gat barist
fyrir okkar málstað. Við gengum
á fund borgarstjóra og áttum mál-
svara í borgarstjórn sem kall-
aður var borgarfulltrúi herskála-
búa. Við snerum okkur til borgar-
læknis, landlæknis og þeirra sem
málin heyrðu undir hverju sinni
og þess varð aldrei vart aö þeir
teldu þetta ekki vandamál, en hins
vegar drógust framkvæmdir við
að vinna bug á vandanum. ’ ’
Harðindastyrk út-
hlutað
Þegar blaðað er í fundargerða-
bók samtakanna og bréfamöppu
er augljóst aö um sitthvað hefur
verið rætt og fjallaö. Veturinn 1955
var kaldur og langvarandi frost í
Reykjavík. Bitnaði þaö illa á fólki
í bröggum. Þaö var ekki hægt að
slökkva á kynditækjunum og
kyndingarkostnaðurinn varð gíf-
urlegur. Samþykkti þá bæjar-
stjórn fyrir tilhlutan samtakanna
að herskálabúum skyldi veittur
styrkur í formi olíu og fékk hver
salernum yrði útrýmt, þvottahús
reist í kömpunum, leikvöllum
komið upp og þeim síðan haldið
viö. Einnig var olíufélögunum
skrifað og beðið um að þau af-
greiddu olíu til herskálabúa sam-
dægurs og pöntun væri gerö þar
sem húsakynni væru svo köld aö
fólk gæti ekki búiö í þeim óupphit-
uðum nema örskamman tíma.
Samtökin settu á fót nefnd sem
fór um hverfin og athugaði hvaða
úrbætur væru brýnastar á hverj-
um stað og geröi síðan grein fyrir
þeim hjá bæjaryfirvöidum. Víöa
var pottur brotinn. Eldhætta var
mikil vegna þess að rafleiðslur
voru ekki eins og skyldi og sums
staðar voru meira að segja bruna-
hanar vatnslausir. Hvort tveggja
var þeim mun hættulegra þar sem
braggarnir voru flestir texklædd-
ir innan og fuöruöu upp á auga-
bragði ef eldur kom upp. Þeir
stóöu líka svo þétt að erfitt var að
koma í veg fyrir að eldur breiddist
út milli þeirra.
Hvenær voru Samtök herskála-
búa lögö niður? Jú, síðasti fund-
urinn var haldinn 6. apríl 1960 og
var þá samþykkt einróma að þau
hættu starfseminni.
„Upphafsmenn þessara sam-
taka hafa hver af öðrum flutt
úr braggahverfunum og komist í
varanlegt húsnæði. Hins vegar
treystist það fólk, sem enn e_r í
bröggum, ekki til að taka að sér
félagsstörf eða hafa samtök með
sér,” segir í fundargerðinni.
— En ekki voru þá allir fluttir
úr bröggunum?
„Nei,” segir Þórunn. „Því mið-
ur fór það svo þegar borgin fór að
byggja, til dæmis raðhúsin í Bú-
Nokkur braggabyggð var milli Njðlsgötu og Grettisgötu, neðan við byggð húsa, i laginu eins og sundursagaðar tunnur, sem þar stóð á árum
Rauðarórstíg. Allt er þar nú með öðrum blœ og fótt sem minnir ó þá þéttu heimsstyrjaldarinnar siðari. Þessi byggð gekk undir nafninu Camp Herold.
málstað okkar. Það myndaðist
samstaöa um verkefnið með fólki
úr öllum braggahverfum og við
hugleiddum hvað hugsanlegt væri
Málin voru rædd og álitum skilað.
„Stjórn trésmíðafélagsins lagði
mikla vinnu í að semja ítarlegar
tillögur um hvernig hægt væri að
fjölskylda ákveðinn lítrafjölda af
olíu sem harðindastyrk.
Mörg mál komu til umfjöllunar,
eins og til dæmis kröfur um að úti-
staðahverfi, aö fólk var oft selflutt
úr einum bragganum í annan og
ekki endilega alltaf í bragga held-
ur líka í annaö lélegt húsnæöi áður
38. tbl. Víkan 17