Vikan


Vikan - 22.09.1983, Síða 24

Vikan - 22.09.1983, Síða 24
? Jrescott skipstjóri rýndi út í sortann úr brúarglugganum á gamla ryðkláfnum. Veðrið fór sí- fellt versnandi og hríðarkófiö byrgöi fyrir alla útsýn. Rétt stöku sinnum rofaöi svo til aö sást fram undir hvalbakinn. Öldurnar sem riðu yfir borðstokkinn urðu æ stærri og höggþyngri og skipiö skalf og nötraði eftir hvert áfall af völdum þeirra. Skipstjórinn var órólegur. Ratsjáin var í ólagi og senditæki loftskeytamannsins höfðu verið óvirk í sólarhring án þess að bilun fyndist. „Viö hljótum að vera að nálgast Vestmannaeyjar,” sagði hann við stýrimanninn sem rýndi út um glugga bakborðsmegin. Stýrimaöur tuldraði eitthvað í barm sinn. Það var erfitt að gera glögga staðarákvörðun með sigl- ingatæki í ólagi og í slíkum stormi hlaut skipið að bera af leið. „Maður hefði átt að vera farinn af þessum gamla ryðkláfi fyrir löngu,” sagði skipstjóri. „Hann flýtur mest af gömlum vana og maður fær ekki gert við neitt að þaðdugi daglangt.” Hann stappaði tréfætinum nokkrum sinnum í brúargólfið svo að glumdi óhugnanlega í með dumbungshljóöi. Stýrimaður ská- renndi augunum á tréfótinn. „Svei mér ef eru ekki einhverjir erfiðleikar í vændum. Mig verkjar í tréfótinn,” tautaði skipstjórinn dimmraddaður. „Hvernig má það vera?” spurði stýrimaður. „Það er hann langa-langafi minn að vara mig við. Hann átti þennan tréfót eftir að hann hafði misst fótinn við aö detta illa af hestbaki. Þegar ég missti fótinn í stríðinu minntist fjölskyldan þess 24 Víkan 38. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.