Vikan


Vikan - 22.09.1983, Síða 40

Vikan - 22.09.1983, Síða 40
Hrúturinn 21. mars-20. april Þú ferð í nokkurra daga ferðalag og skemmtir þér frábær- lega vel. Þú hittir mann sem þú veitir ekki mikla athygli en örlögin haga þvi þann- ig að hann á eftir að hafa mikil áhrif á framtið þína. Krabbinn 22. júni - 23. júli Svei mér ef það dreg- ur ekki til tíðinda í næstu viku. Þú varst orðinn úrkula vonar um að nokkuð geröist í ákveðnu máli en þinn tími mun sem sagt renna upp í næstu viku og þá verður fjör. Vogin 24. sept. - 23. okt. Þú færð mjög gimi- legt boð sem þig lang- ar til að þiggja. Þú verður samt sem áður að taka tillit til þeirra sem í kringum þig eru og gæta þess að það komi ekki niður á þeim. Steingertin 22. des. - 20. jan. Þú átt i vændum að taka þátt í breytingum sem snerta bæði þig og þá sem í kringum þig eru. Þér finnst sérstaklega gaman þar sem þú hrífst mjög af einum aðila sem einnig tekur þátt ^regtingunuim^^ Nautiú 21. apríl - 21. maí Þú ert í peninga- eyðsluskapi þessa dagana og langar að kaupa allt sem þú sérð. Reyndu að harka af þér, á næstu dögum þarft þú á öll- um þínum fjármunum að halda og þá er viss- ara að eiga eitthvað á bók! Ljónið 24. iúli - 24. ágúst Næsta vika er mjög vel til þess fallin að skemmta sér og öðr- um og þú ættir að reyna að láta sem flesta njóta kímnigáfu þinnar. Vertu innan um fólk. Þú heyrir óvæntar fréttir sem gleðja þig mjög. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Því miður hefur kom- ið upp óþægilegur misskilningur sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér ef þú gætir ekki vel að þér og reynir að gera gott úr málinu. Sláöu því alls ekki á frest! Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Þú missir af góöu tækifæri fyrir bölvað kæruleysi. Þar sem þú getur engum um kennt nema sjálfum þér áttu ennþá erfið- ara með að sætta þig við orðinn hlut. Láttu það ekki bitna á þin- umnánustu. Tvíburamir 22. mai-21. júni Þú ert alltof svart- sýnn þessa dagana og þú lætur bölsýni þína dynja á blásaklausri fjölskyldu þinni. Reyndu að líta á björtu hliðamar á líf- inu, þær em ófáar ef þú leggur þig fram við að sjá þær. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þig langar mikið til að segja vini þínum ær- lega til syndanna en þorir það ekki af ótta við afleiðingamar. Til hvers era vinir manns ef ekki til að segja þeim sannleikann? Láttu til skarar skriða. Bogmaðurínn 24. nóv. - 21. des. Nú er það svart, maður. Einhver at- burður sem þú hefur hlakkað mjög til mun ekki gerast nema eitt- hvað mikið komi til. Þú verður mjög leiður fram eftir næstu viku en úr því ætti að fara að birta til. Fiskamir 20. febr.-20. mars Þér finnst erfitt að byrja á ákveðnu verki en þegar kunningi þinn býðst til aö hjálpa þér fer allt að ganga miklu betur. Reyndu að gera hon- um greiða svo að hann sjái þakklæti þitt ör- ugglega.___________________ Við vorum að klæða okkur upp fyrir kvöldverðarboð. Það var langt um liðið síðan ég hafði farið í dökkbláu, teinóttu fötin mín og mér til mikillar furðu voru buxurnar dulítið strekktar um mittið, þó ég væri þess öld- ungis viss að ég hefði lést um nokkur kíló að undanförnu. — Ég held að ég fari í þau dökkgráu í staðinn, tilkynnti ég Maríönnu, hún var að greiða sér. Ég steig einu skrefi nær, því að það leit út fyrir að hún væri með tárin í augunum. — Hvurslags er þetta, sagði ég, ertu nú farin að skera lauk? Hún kipptist til og þurrkaði sér um augun með herðasláinu. — Ég eldist, sagði hún kjökr- andi. — Það ætla ég að vona, vina mín! Við ættum bæði að stefna að því að eldast og verða gömul ....einn góðan veðurdag. Það liggur ekkert á mín vegna! — Ég meina, ég er að verða gömul. — Flestar konur yngjast nú fyrir framan spegilinn! öll þessi málning og spartl sem þið smyrj- ið inn í húðina á ykkur, það lífg- ar nú aldeilis upp á ykkur, hefði ég haldið! Hún laut höfði og fitlaði við skiptinguna í svörtu hárinu svo að ég gæti virt hárið fyrir mér í návígi. Ég leit mjög vandlega á svæðið. Það var ekkert sérstakt að sjá. Bara grá hár sem voru í engu frá- brugðin öðrum gráum hámm sem ég þekkti.... — Það væri heldur slakara ef þú hefðir rekist á rautt hár eða Ijóst... á jakkanum mínum! Ha, ha! — Þetta er ekkert til að gant- ast með. Þetta er hroðalegt... ég er að verða gráhœrð. Þessi gráu hár eru áreiðanlega merki um að ég sé að verða gömul. — Ég fékk hugmynd! Fjarlægðu öll verks- ummerki... slíttu það úr! Hún varð næstum lömuð af tilhugsuninni. — Hvert stefnir með þig, maður minn? sagði hún. Veistu ekki að þá vaxa 7 önnur í stað- inn? Maður á aldrei að slíta burt grátt hár! Allir fegrunarsérfræð- ingar segjaþað! — Fínt, láttu það þá vera, en farðu nú að gera þig klára! Gestirnir koma á hverri stundu. Hún neitaði að láta þá sjá sig. — Það skal ekki fréttast út um allan bæ að ég sé að verða gráhærð, sagði hún og tár féll af hvörmum hennar. — Þú þekkir hana Halldóru. Hún myndi nú aldeilis skemmta sér ef hún sæi hvað ég er að verða gömul og grá. Það er ægilegt. öll tilveran er að hrynja til gmnna. 40 Vikan 38. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.