Vikan


Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 41

Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 41
Gráu hárin Næstu daga nærðist hún svo að segja ekki neitt. Að minnsta kosti 117 sinnum á dag leit hún í spegilinn til að harma gráu hárin og láta þau fara í taugarnar á sér. Hún gekk svo langt að hún neit- aði að fara út fyrir hússins dyr. Gráa hárið hafði eitrað tilveru hennar. Það var augljóst að svona gæti þetta ekki gengið miklu lengur. Það varð eitthvað að gera. Hún grét sig í svefn á kvöldin. Hún grét sig í vöku á hverjum morgni. Ef fyrsta gráa hárið tekur viðlíka á allar konur og Maríönnu, þá vorkenni ég svo sannarlega kvenkyninu eins og það leggur sig. Við karlmenn lát- um nú grá hár ekki raska ró okkar. Ég er sjálfur með talsvert af gráum hárum og mér finnst það karlmannlegt og eiginlega bara heldur virðulegt að skarta grárri slikju á kollinum. Það er að mínu viti frekar heldrimanna- legt og hátíðlegt að vera grá- hærður, það er eins og það verði að taka talsvert mark á manni — og það eykur lánstraustið. Kvöld nokkurt, þegar Maríanna var eins og venjulega búin að gráta sig í svefn, tók ég afdrifaríka ákvörðun. Ég laut niður að henni, starði fast á hárið á henni, þar til ég kom auga á hárið hennar, þetta hár sem hafði valdið svona miklum vand- ræðum, og svo setti ég þumalinn og vísifingurinn á það — kippti því burt í einu handtaki og var kominn með það í höndina. Hún hafði ekki tekið eftir því. Ég fór inn í stofu, kveikti á eld- spýtu og fleygði hárinu og eld- spýtunni í arininn. Það eina sem eftir lifði af hárinu var lítilsháttar sviðalykt. Og hún hvarf fljótt. Morguninn eftir fylgdist ég með athygli með Maríönnu þegar hún fór úr rúminu. Eins og venjulega á morgnana fór hún rakleitt að speglinum og fór að athuga gráa hárið. Hún náði skiptingunni vel, ... varð æst, leitaði og leitaði og ég beið spenntur eftir hamingju- brosinu sem ég átti von á. En ... öðru nær. Hún ærðist, tók spegilinn og braut hann í mask, reif í hárið á sér og æpti. — Ö, nei, ó nei, ó nei, ó nei! hrópaði hún. — Hvað er að, vinan? sagði ég- — Nú fyrst er ég að verða al- varlega gömul, hrópaði hún. — Nú? — Ég er búin að missa gráa hárið. Ég er að verða sköllótt! L3 URVAL BÓK í BLAÐFORMI Gerist áskrifendur í sima 27022 AKSTURS HÆFNi I gæðasamanburði hjá þýska bílablaðinu AUTO MOTOR UND SPORT fékk FIAT UNO 9.5 í einkunn fyrir aksturshæfni. i þremur af þeim fimm atriðum sem prófuð voru fékk UNO hæstu einkunn sem gefin er. eða 20 stig. Samtals fékk UNO 95 stig af 100 mögu- legum. Semsagt 9.5 í aðateinkunn eins og sagt er í skólanum. í umræddum samanburði var UNO jafn- framt efstur að heildarstigafjölda, fyrir ofan VW Polo, Peugot 205, Opel Corsa, Ford Fiesta og Nissan Micra. UNO þýðir fyrsti, engin furða! EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smið/uvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202 TOPPB/LL FRA KR. 229.100. 38. tbl. Vikan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.