Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 43
en ánægðar yfir því að fá yfirleitt
bíl. Ökuferðin heim á býliö okkar
var ekki jafnánægjuleg og ég hafði
spáð.
Ég var heima þennan dag,
sinnti Adam og reikaði um húsið,
dáðist að handaverkum mínum.
Ég var búin að setja nýtt greni af
landareign okkar út um allt, með
rauðum boröa bundnum um það,
og við höfðum höggvið tréð á eigin
landi. Það stóð enn í fremri stof-
unni, með aörar gjafir til Caroline
og Cathy undir. Adam var að
byrja að ganga og skríkti mikið.
Hann var bústinn og ánægður.
Hann var með sextennt bros sem
ég hélt að enginn gæti staðist.
Hann var að fá sér blund þegar
stúlkurnar komu með Charlie síð-
degis. Ég hafði sett hann seint í
rúmiö, hélt að það væri gott fyrir
okkur að fá stutta stund ein sam-
an, án þess að hafa nýja mann-
eskju í grenndinni. Dætur Charlies
komu inn í húsið og leyfðu mér að
kyssa sig á ískalda vangana. Þær
voru hærri, grennri og miklu fal-
legri en þær höfðu verið í Amster-
dam. Þær voru ungar konur og
bókstaflega stórglæsilegar. „Mik-
ið eruð þið orðnar fallegar!” gat
ég ekki annað en sagt við þær. „0,
eruð þið ekki ánægðar að vera
svona fallegar?” Ég var svo glöð
að sjá þær að ég hrópaði nærri því
af einberri gleði. Þetta voru —
hvað? — ég átti ekkert orð yfir
þaö. Ekki dætur, ekki ættingjar,
ekki vinir, en eitthvað sem ég átti
— verur sem ég haföi þekkt lengi
og hjálpað, haft áhrif á og þótt
vænt um.
Caroline og Cathy beindu að
mér augum sem voru jafnköld og
desemberloftið. Þær héldu
líkamanum stífum. Þær störðu á
mig eins og ég væri ókunnug
manneskja, eins og þær þekktu
mig ekki, kynnu ekki við mig og
hefðu ekkert slíkt í hyggju. Þær
þiðna, hugsaði ég, en þær gerðu
það ekki, ekki eitt andartak af
þeim tveimur löngu dögum sem
þær voru þarna. Og ekki batnaöi
það þegar Adam hjalaði þegar
hann vaknaði eftir blundinn sinn,
þegar ég fór upp og sótti hann.
„Þetta er Adam,” sagöi ég, eins
og ég væri að koma inn með fjöl-
skylduhundinn eða -köttinn.
„Hæ,” sagði Cathy, leit ekki
alveg á hann.
„Hann er sætur,” sagði Caroline
hljómlaust og meira var það ekki.
Gleðileg jól, ÖU.
Við sátum nokkra stund í
stofunni, ein stór hamingjusöm
fjölskylda. Caroline og Cathy
höföu ekki komið með gjafir handa
neinum og þær vUdu ekki svara
spurningum nema meö einsat-
kvæöisorðum. Ég hélt að hjarta
mitt væri að bresta. Hvernig gátu
þær hafa umsnúist svona fullkom-
lega? Það var ekki nema ár síðan
við vorum ánægð í Amsterdam.
Mér leiö skelfilega. Og mér
gramdist. En Charlie var faðir
þeirra og hann sat undir þessu öUu
eins og hann væri glaður og
ánægður og ég hélt að best væri að
ég sæti líka á mér.
Næsta dag settust þær inn í nýju
rauðu bjöUuna sína og óku burt.
„Unglingar eiga tU þessi tíma-
bU,” sagði Charlie síðar við mig.
„Þær eru að reyna að finna sér
sjálfstæðan Ufsmáta, að staðfesta
sjálfstæði sitt, og þær hafa skorið
á ÖU bönd. Það er slæmt, ég veit
það. Þetta er ljótt stig. Ég hef
óbeit á því en þær jafna sig á þessu
— sannaðu tU. Ég er bara
ánægöur, svona í eitt skipti á
ævinni, yfir því að ég þarf ekki að
búa meðþeim.”
Caroline og Cathy komu aftur í
dags heimsókn í jólafríinu sínu
1974, en það var ekki síöur
óskemmtilegt og ónotalegt en í
hitt skiptið. Það bætti ekki úr skák
að ég var komin nærri því fjóra
mánuði á leiö með annaö bam
mitt og það var farið að sjást á
mér, eða að Adam var næstum
oröinn tveggja ára og farinn að
ganga og tala. Þetta var ekki vel
heppnuð heimsókn og ég fann að
innra með mér ólgaði löngun til aö
garga ýmislegt á báðar fýldu
stúlkumar. En Charlie þagði aftur
og ég líka.
Barnið átti að fæðast fyrstu
vikuna í júní. Charlie átti að mæta
á vikulanga ráðstefnu aðra vikuna
í júní. Húsið var í góðu standi en
mér var ekki mikið í mun að vera
ein úti í sveit með kappsfullt
tveggja ára barn og ungbarn.
Það virtist liggja beint við aö
Caroline og Cathy kæmu til
hjálpar, ekki síst þar sem við
myndum greiða þeim fyrir.
Charlie sagði þeim að hann myndi
borga þeim tvö hundruð dollara
fyrir vinnuna þessa einu viku.
Þaö voru nærri því sex mánuðir
síðan við sáum stúlkurnar síðast.
Ég hugsaði um liðna tíð, um öll
árin sem ég hafði þekkt þær og
elskað þær. Það var rétt að þær
vantaði peninga, hugsaði ég. Ef til
vill þurftu þær líka á því að halda
að komast inn í nýja fjölskyldu
Charlies, aö finna að við vildum
þær og þær gætu orðið að liði. Þær
voru nú orönar sautján og tuttugu
ára gamlar, þær hlutu að vera
orðnar nægilega þroskaðar.
I símanum sögðu þær með nýja
hreimleysinu sínu: Allt í lagi,
ágætt, þær ætluðu að gera þetta.
Þær komu með sama svipinn og
þær höfðu haft þegar þær komu
síðustu tvö árin. Ég brosti, Charlie
brosti, við brostum bæði þangað
til okkur verkjaði í kjálkana, en
fjandskapurinn var til staðar,
beindist að okkur og jafnvel að
Adam. Hvað hefur gerst? langaði
mig að spyrja. Af hverju hegðið
þið ykkur báðar svona? Hatið þiö
okkur öll allt í einu?
Þegar ég fékk hríðir þessa nótt
og vaknaði við þær greip mig of-
boð. Ég sagði nei, nýja barn, ekki
ennþá. Ég þarf að finna einhverja
leið út úr þessu. Ég get ekki skilið
Adam eftir hér einan með þessum
ísdröngum. Ef til vill hegðaði ég
mér ekki skynsamlega en ég vildi
svo innilega að fæðing nýja barns-
ins yrði stund gleði og ástar fyrir
alla, Adam þar með talinn. Ég
vildi ekki að hann minntist at-
burðarins sem tímabils einmana-
kenndar, ókunnugleika og ótta.
Klukkan var nærri því oröin
hálfsex þegar frú Justin kom og
við lögðum af stað á sjúkrahúsið.
„Hefurðu reynt að ræða þetta við
þær!” spurði ég Charlie milli þess
sem ég másaði. „Hefurðu reynt að
segja þeim hvernig okkur líöur?”
„Ég talaði svolítið viö þær í
gær,” sagði Charlie. „Þær sögðu
að þeim liði einkennilega hérna.
Þeim finnst við eiga okkar eigin
litlu fjölskyldu og að þær séu ekki
hluti af henni. Þær sögðu að þær
kærðu sig heldur ekki um að vera
hluti af henni. Þær vilja bara
halda sig sem lengst frá okkur. Ég
býst viö að þeim finnist ég hafa
svikiö þær og að þú hafir einhvern
veginn tælt mig til þeirra svika.
Þær vilja ekki tala mikið við mig,
vilja ekki opna sig. Þegar ég sagði
þeim að við elskuðum þær ennþá,
hvað við hefðum saknað þeirra og
félagsskapar þeirra og vináttu
svöruðu þær engu.”
„0, Charlie,” kveinaði ég.
„Jæja,” sagði Charlie. „Ég geri
38. tbl. Vikan 43