Vikan - 22.09.1983, Side 46
En þiö virðist hata mig og ég skil
það ekki. Hvað er á seyði?”
Cathy brast í grát og hljóp út úr
eldhúsinu.
Caroline sagði: „Við kunnum
ekki við okkur hérna. Það er leið-
inlegt. Þaö er æðislega fúlt. Við.
viljumfara heim.”
Það sáust engin merki um að ég
hefði svo mikið sem gengið fram
hjá Caroline á götu áður. Ég
kannaðist ekki við hana. Augu
hennar voru málmkennd, ger-
sneydd allri fyrirgefningu. Það
sem hún var að gera, hvernig hún
horfði á mig, virtist drápsaðgerð.
„Gott og vel,” sagði ég. Hnén á
mér skulfu svo mikið að ég hélt að
ég myndi detta. „Gott og vel!”
sagði ég og ég var allt í einu
reiðari en svo að ég gæti grátiö.
„Faröu heim! Komdu þér út! En
það skal hvorug ykkar biðja mig
nokkurn tíma um nokkuö framar.
Þið eruð báðar bara — bara
grimmar og vondar og eigin-
gjarnar. Ég hef gert ýmislegt
fyrir ykkur þau ár sem við höfum
þekkst en ég skal aldrei gera neitt
fyrirykkur aftur.”
„Mér stendur á sama,” sagði
Caroline. Andlit hennar var fölt en
augu hennar voru enn hörð. Hún
fór út úr herberginu.
Ég stóð kyrr, nötraði og hlustaði
á: feröatöskum lokað, stúlkurnar
aö hvísla, útidyrahuröina skella
aftur og hljóö í bíl, bjöllunni
þeirra, sem ók burt.
Ég fór í símann og hringdi í frú
Justin. Þegar hún svaraöi gat ég
næstum ekki gert mig skiljanlega
fyrir ekka.
„Ég kem strax,” sagöi hún.
I þetta sinn var ég ekki döpur
yfir að hafa stúlkurnar ekki hjá
mér. Ég var hamingjusöm og
kyrrlát. Á því tímabili lífs míns
vissi ég ekki hvort ég myndi
nokkru sinni fyrirgefa dætrum
Charlies. Ég vissi ekki hvort ég
myndi nokkru sinni kæra mig um
að hafa þær hjá mér aftur.
Hér í Helsinki eru nóvemberlok
og ákaflega kalt. Ég tuldra þann
óratíma sem það tekur mig að
koma börnunum í snjógallana.
Það bregst ekki að annaö hvort
þeirra klæjar eða er með eitthvað
í stígvélinu þegar þau eru komin í
fötin. Loks förum viö öll niður
stigann, súrrealískan, fráhrind-
andi, gráan stigann sem er leiðin
úr íbúðinni út í napurt hvítt loftið.
Þau eru falleg börn, þau eru
ánægð, þeim finnst þau elskuð.
Það er vetur og ég leik við þau í
snjónum og hlæ. Núna, með
mínum börnum, er ég farin að
læra. Ég læri á hverjum degi, í
litlu styrjöldunum okkar og
rifrildunum, í daglegum misskiln-
ingi okkar, að fyrirgefa og gleyma.
Það skiptir ekki máli að uppi æpti
ég á Adam: „Andskotinn, hvenær
óafturkallanlega og aflið sem ýtti
þeim frá mér þegar þau fæddust.
Munurinn er auövitað sá aö ég
verð ekki búin undir það, alveg
sama hvenær það verður — ég
kæri mig ekki um aöskilnað.
Stjúþan
ætlarðu eiginlega að læra að klæða
þig sjálfur!” Núna erum við
komin niður og andartakiö er
liðið. Þetta er nýtt andartak og við
erum hamingjusöm saman. Það
skiptir ekki máli að í gær sagði
Adam: „Ég elska þig ekki
lengur.” Hann elskar mig. Hann
elskaöi mig meira að segja meðan
hann sagði þetta og ég vissi þaö.
Ég elska hann jafnvel meðan ég
hristi hann fyrir að krota á
veggina og hann veit það. Undir
öllum daglegum sárindum og reiði
stendur grunnurinn að ást okkar,
of djúpt til að hann geti nokkru
sinni skaddast. Þetta er það sem
það merkir að vera móðir með
barn, barn með móöur. Svona
djúpt, fullnægjandi öryggi. Ef til
vill er þetta það sem gerir muninn
á því að vera móðir og stjúpmóðir,
á því að vera barn og stjúpbarn,
það skortir grundvöll ástar og
trausts, sem stendur tryggilega
undir stríðum straumi daglegra
tilfinninga, reiði sem breytist í
hlátur, hatri sem bráðnar í fyrir-
gefningu og ást. Þann grunn má
gera. En ef til vill er það auðveld-
ara — það hlýtur að vera auðveld-
ara — ef maður eignast fyrst sín
eigin börn og safnar svo að sér
stjúpbörnum. Börnin manns
kenna manni þá lexíuna að fyrir-
gefa þegar í stað, að hata strax og
elska. Ég veit það eitt að ég
öðlaðist þessa kunnáttu um fyrir-
gefningu seint á ævinni, eftir að
börn sjálfrar mín fæddust og
kenndu mér.
Viö göngum núna í kringum
blokkina og þau rölta af stað, ösla
ánægð í snjónum. Það er góð til-
finning að þau fari snöggvast. Ég
veit aö lítilfjörleg, ómerkileg,
þreytandi dagleg deilumál okkar
eru nauðsynleg og undirbúningur.
Einhvern daginn verða þessar
tvær litlu mannverur, börnin mín,
fullorðið fólk og breytast og vilja
skilja sig frá mér, fara frá mér.
Oviðráðanlegt afl mun ýta þeim
frá mér alveg jafnofboðslega og
Þær voru á þessu stigi þá, þær
Caroline og Cathy, með kvölum
og stingjum yfirvofandi aldurs.
Þær þurftu á stuðningi fullorðna
fólksins að halda einmitt á því
tímabili ævinnar sem þær þurftu
mest að losa sig frá því. Þær
þurftu á því að halda að fulloröna
fólkið væri þeim best þegar þær,
bömin, fundu sig knúðar til að
hegða sér sem hræðilegast. Og
þarna var Adelaide móðir þeirra
með nýja, mikilvæga starfið sitt,
himinlifandi og stolt, allt í einu
eins og eggjahæna sem hefur
breyst í paradísarfugl. Og þarna
var Charlie með vinnuna sína, sí-
fellt umfangsmeiri vinnuna sína,
og þarna var ég, auðvitað, með
börnin. Ég veit þetta núna, ég sé
þetta núna.
Þær hötuðu nýju börnin mín,
nýja ástvini föður síns. Þær höt-
uöu mig fyrir að eignast börnin.
Og að lokum hötuðu þær mig fyrir
fyrstu syndina: fyrir að búa með
föður þeirra þegar þær voru litlar
telpur og þörfnuðust hans enn. Að
endingu braust það allt fram,
sorgin og bræðin frá barnæsku
þeirra, ólæknandi örvæntingin
yfir því að ekkert myndi breytast,
að pabbi þeirra myndi aldrei
koma til baka. Ef til vill voru þær
sér ekki meðvitandi um hatur sitt
og djúpstæðar ástæðurnar fyrir
því. Svo mikið er víst að ég áttaði
mig ekki strax á þessu. Það var
ekki meira en svo að ég skrimti
frammi fyrir því. Þá stundina var
ég auðsærðust, síst fær um að
sýna viðbrögð eða skilja. Og
vegna þess aö ég var stjúpa þeirra
gat ég ekki elskaö þær á þessum
tíma hatursins.
En vegna þess að ég var stjúpa
þeirra byrjaði ég aftur að elska
þær. Og þegar á allt er litið varðar
það mestu.
Við hittum Caroline og Cathy
ekki aftur fyrr en ári síðar. Þær
hringdu óvænt á júnímorgni til að
spyrja hvort þær mættu koma í
heimsókn og hafa með sér vini.
Við sögðum að þaö væri sjálf-
sagt. Charlie hafði skrifað þeim
óreglulega og greitt reikningana
þeirra og við höfðum sent þeim
ávísanir í jólagjöf, en við höfðum
ekki boðiö þeim í heimsókn þetta
sumar. Cathy var oröin átján ára,
stúlkurnar voru ekki lengur börn
sem þurftu að koma og dvelja hjá
föður sínum á sumrin vegna
dómsúrskurðar. Charlie var feg-
inn því að þær ætluðu að koma, ég
var ekki jafnviss. Lucy var árs-
gömul, gekk, hjalaði og hló, og
Adam var skýr, feitlaginn þriggja
ára snáöi. Ég kveið því að hitta
stúlkurnar aftur, kveið því þegar
þær sæju börnin. Ég vissi ekki
nema þær hötuðu mig ennþá og ég
var ekki viss um tilfinningar mín-
ar til þeirra.
Caroline hafði ungan mann í
fylgd með sér. Hann hét John og
hann var ákaflega hávaxinn og
frekar óáberandi, hafði sítt hár
sem hann tók í tagl og klæddist
bláum gallabuxum. Cathy var líka
með strák meöferðis, lægri ljós-
hærðan náunga sem hét Mike og
hafði stórfengleg græn augu. Báð-
ar stúlkurnar voru grannar og sól-
brúnar, háar og ljómandi. Báðar
stúlkumar voru, eins og glöggt
mátti sjá við fyrstu sýn, ástfangn-
ar. Þær heilsuðu mér notalega,
brostu meira að segja og töluöu
svolítið við Adam. Það var engu
líkara en ég væri að hitta
ókunnugt fólk, sjá stúlkurnar í
fyrsta sinn. Við drukkum öll bjór
og fórum svo í gönguferö og
Charlie sýndi öllum þaö sem hann
hafði gert til að bæta býlið, garð-
inn okkar og nýja hænsnakofann
og þegar við komum inn eldaði ég
kvöldverð. Caroline og Cathy léku
við Lucy og Adam meöan ég eld-
aði. Þær gerðu þaö eðlilega eins og
aldrei hefði veriö nein spenna í
lofti, ekkert hatur, ekkert ósætti
áriö áöur. Þær kysstu ekki börnin
eða föðmuðu þau en þær komu vel
fram við þau, þær töluðu við þau
og hlógu með þeim.
John og Mike entust ekki sér-
lega lengi, ekki öllu lengur en árið,
en ég verð þeim eilíflega þakklát
fyrir það sem þeir gerðu. Þeir
urðu ástfangnir af stjúpdætrum
mínum, þeir gerðu Caroline og
Cathy ástfangnar af sér, og í miðri
allri þeirri sterku, ljúfu, gleðilegu
ást var slétt úr öllu öðru. Við sát-
um við boröið á þessu sumar-
kvöldi, öll hamingjusöm. Stúlk-
urnar voru ákaflega hamingju-
samar. Adam, syfjaður í fangi
föður síns, og Lucy, sem dottaði í
fangi mínu, og viö Charlie, við
vorum líka öll hamingjusöm. Mik-
46 Víkan 38. tbl.