Vikan


Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 8
— Er það kannskl ekki algengt moð krakka 6 ykkar aldri? „Jú, jú.” Enginn áhugi á frekari um- ræöu um þetta mál. — Nú er bannað að vera með éfengi hérna inni. Eruð þið samméla þvi? „Jáhá, viö erum alveg á móti því aö þaö yrðileyft.” — Hvernig finnst ykkur þegar verið er að skrifa i blöðin eitthvað neikvœtt um unglinga? „Mér finnst þaö leiöinlegt.” „Elda fólkiö er nú ekkert skárra stundum.” „Þau vita bara ekkert hvernig við erum.” „Þau hafa kannski verið alveg eins þegar þau voru ung en þau eru þara búin að gleymaþví.” „Þetta er óréttlátt, alla vega í viss- umtilvikum.” — Framtiðin, hugsið þið einhvern tima um hana? „Já, bara hvernig það veröi þegar maöur verður farinn að búa og eiga börn og svoleiðis.” „Mér líst ekkert æöislega vel á hana, ekki alla vega þegar maöur hugsar hvernig þetta er í útlöndum, kjarn- orkuvopn og svona.” — Hvað langar ykkur að gera þegar þið eruð orðnar stórar? „Flugfreyja eða dansari bara áfram.” „Bara flugfreyja eöa vinna á tölvu á ferðaskrifstofu.” „Eg veit það ekki.” „Hún ætlar aö verða dagmamma,” sögöu hinar hlæj- andi. Allar voru þær ákveðnar í því aö læra tungumál, þaö var mest spenn- andi. — Er stundum erfitt að vera unglingur i samskiptum við mömmu og pabba? „ Já, stundum alla vega.” „Sérstaklega þegar maður má ekki gera eitthvað sem mann langar sér- staklegatilaðgera.” „Já, til dæmis aö fara út á kvöldin og svona þegar allir krakkarnir fá aö fara.” „Þegar þau eru alitof hrædd um mann og treysta manni ekki.” „Mér finnst það aðallega vera mömmurnar.” „Já,” sögöu hinar af hjartans sann- færingu. „Kannski eru.pabbarnir bara erfiö- ari viö strákana,” sögöu þær kímnar. „Mömmurnar eru ábyggilega hræddar um að við lendum í alls konar vitleysu,” sögðu þær sannfæröar um aö það væru óþarfa áhyggjur. — Drekka unglingar mikið, haldið þið? „Já.svonasoldiö.” — En reykingar? „Þaö hefur minnkaö ofsalega.” „Sérstaklega eftir aö þær hækkuöu svomikiðífyrra.” - Reykið þið? „Nei,” einum rómi. „Og byrjum vonandi aldrei.” — Og svona i lokin, eruð þið énœgðar með lifið? „Já, já,” sögöu þær hlæjandi. „Það mætti bara vera opið oftar í Fellahelli.” Vanir að koma fram í kvenfötum Ottó breik Magnússon og Gísli J. Sigurðsson Tveir ungir og sætir strákar komu til okkar, greinilega spenntir fyrir viötali. Þarna gætir Duran Duran ímyndarinn- ar, var þaö fyrsta sem manni datt í hug, snyrtilegt útlit og greiöslan í lagi. Þeir kynntu sig og sögöust heita Ottó breik Magnússon, 15 ára, og Gísli J. Sigurðsson, 15 ára. Þeir sögðust koma í Fellahelli á hverju kvöldi og hafa gert þaö í tvö ár. Þeir voru greinilega hrifnir af staön- um. Og aðspuröir um hvaö þeir geröu helst í Fellahelli: „Dansa og svona.” Greinilega einn af þessum þremur sem dansa. „Bara sit og spái í lífiö,” sagöi hinn. Því var stungið aö blaöamanni aö þarna væru komnir tveir af meðlimum hljómsveitarinnar No Time, skamm- stafað NT. Þeir játtu því og sögöust hafa spilað í átta mánuöi. Þeir æfa í Fellahelli tvisvar til þrisvar í viku og voru aö undirbúa þátttöku í Rykkrokki ’85. Þeir sögöust spila svona dans- og rokkmúsík eða svona þar á milli. — Erufl þifl vinsœlir? „Já, í Garðabæ og hérna í Breiöholt- inu.” — Hafið þið komið oft fram? „Já, já, í Laugardalshöllinni, Fella- helli, Hljómskálagarðinum og svo um verslunarmannahelgina í Galtalæk.” — Hvernig var það? „Við fengum aöalaödáendurna þar.” „Viö slógum alltaf í gegn, alltaf fullt tjaldiö hjá okkur.” — Hverjir voru hrifnastir af ykkur? „Ætli það hafi ekki veriö stelpurn- ar.” — Hafið þið fengið einhverjar vinsæld- ir út é þetta hjé stelpunum? „Já, af því viö erum vanir aö koma fram í kvenfötum og mála okkur.” — Og finnst stelpunum það töff? „Já,” feimnislega. „Þetta er okkar sérkenni. Þaö verö- ur aö hafa eitthvert sérkenni.” — Hafið þið meiri séns eftir að þið fór- uð að spila i þessari hljómsveit? Hlátur. „Þaöveitégekki.” „Já,” sagöi hinn sposkur á svip. Eitthvað oröiö var viö þaö. „Allavega er hljómsveitin vinsæl hjá stelpunum,” sagöi hinn hógvær. — Hvað finnst ykkur um ár æskunn- ar? Er betra að vera unglingur núna held- ur en til dæmis i fyrra? „Nei, ábyggilega bara alveg eins.” „Ég veit þaö ekki, ég hef alla vega ekkert orðiö var viö þaö.” Þeir voru ánægöir með Fellahelli og sögöust ekki geta hugsað sér aö hann væri ekki til. „Þetta er aöalstefnumótsstaöurinn ogsvona.” — Eruö þið é föstu? „Nei, ég hef líklega ekki fundiö þá einuréttu.” „Já,” sagöi hinn brosandi. Og er það sú eina rétta? „Eg veit þaö ekki, maöur skiptir þá bara.” — En ertu éstfanginn? „Jáá.” Talað beint frá hjartanu. „Æi, þarna kjaftaöi ég af mér. Kemur þetta nokkuö?” — Framtiðin, hvernig list ykkur é hana? „Bara vel, hún er alveg plönuö.” „Við stefnum að plötugerö.” „Og að fá aö spila á fleiri stöðum og veröa frægir.” Greinilega á hljómsveitarbransinn hug þeirra allan, aö minnsta kosti í augnablikinu. „Þaö mættu fleiri félagsmiðstöðvar og svona bjóöa okkur að spila.” Og komum við því hér meö á fram- færi. Að ööru leyti sögðust þeir félagar vera ánægöir meö lífiö, aö minnsta kosti eins og það væri í dag. Framtíðin er björt Pétur Bertol og Björn töffari Gunnarsson Viö rákumst á tvo hressa stráka sem virtust kannski örlítið eldri en fjöldinn þetta kvöld. Við svifum á þá og báöum um stutt spjall. „Ég er 17,” sagöi sá er reyndist heita Pétur Bertol. „Ég er 22, nei, ég lýg því, 21 árs,” sagöi Björn töffari Gunnarsson, 15 ára. Viö fengum okkur sæti og haföi blaöamaður áhyggjur af því aö stólarnir væru of lágir og var þá meö segulbandið í huga. „Ég sit bara á veskinu mínu,” sagöi Pétur. Björn hló, haföi greinilega ekki mikla trú á aö það dygöi. Við höfðum haft spurnir af því aö þessir piltar heföu stundað staðinn lengi, fastagestir í einhver ár. Þeir sögöust svo sem koma oft en bara þegar þeir hefðu ekkert aö gera, vildu greinilega ekki gera of mikið úr þessu. Þeir sögðust ekki koma nein sérstökkvöld. (Kannski öll kvöld?) Á föstudagskvöldum sögðust þeir hafa öörum hnöppum að hneppa. Spurningunni hvaö þeir gerðu á föstudagskvöldum svöruðu þeir „skemmtum okkur” og ekkert meira umþaö. Þeir sögðust báðir hafa haft vinnu í sumar, annar í byggingarvinnu, hinn í fiski í Bolungarvík. — Finnst ykkur alveg nóg gert fyrir unglinga é ykkar aldri? „Nei, alveg á hreinu.” „Þaö vantar alveg til dæmis skemmtistaö í Breiðholti.” „Þaö vantar alveg tónleikahöll þar sem grúppur gætu spilað.” Þeim fannst alltof mikiö talað um aö gera eitthvað fyrir unglinga en svo væri ekkert gert. Greinilega menn framkvæmdanna. Um neikvæð skrif um unglinga í blöðum sögðu þeir: „Þeir skrifa bara um mest ruglaöa liðiö.” „Unglingar eru bara unglingar og þaö hafa allir einhvern tíma verið unglingar.” „Bara búnir aö gleyma því.” — Ár æskunnar. Hvafl finnst ykkur um það? „Kjaftæöi.” „Barakjaftæöi.” — Framtíflin. Hvernig list ykkur é hana? „Húnerbjört.” „Bara björt en þaö getur náttúrlega alltaf eitthvaö komiö upp á. Það verö- ur bara að bíöa og vona.” — Hvað gerið þið svo annað en að kíkja í Fellahelli og í bæinn é föstudags- kvöldum? Erufl þið é föstu? „Neihei.” (Hlátur.) „Þaö er ekki hægt.maður.” „Það gengur bara ekki upp, maöur.” „Alltaf eitthvert vesen, þú ferö ekki í bíó í kvöld! ” Sagt meö breyttri rödd og leiktilþrifum. „Viö bara höngum heima eöa kíkjum í heimsókn til vina eða eitthvaö.” „Maöur kemur heim svona til aö boröa og sofa, aö minnsta kosti stundum,” sögöu þeir hlæjandi. — Hvað finnst ykkur um Fetlahelli? „Þaö er alltof mikiö af svona smá- liöi. Þetta ætti aö vera staður fyrir 15— 18ára.” „Það er nú allt í lagi með þessa kúka ef þeir elta mann bara ekki.” „Músíkin er glötuð, bara diskóvæl. ” „Þetta er bara verksmiöjuvæl, þetta er ekki músík, maður. Þaö á aö spila þungarokk.” „Já, hitt er ekki músík, maður sofnar bara undir því.” 8 Víkan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.