Vikan


Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 48
jarðsprengjusvæði — fyrr en næsta kvöld þegar búið var að skila henni aftur í jeppa til Fenza. Þegar hún gekk inn á barinn á Majestic klöppuðu hinir blaðamennirnir. Það var eins gott að enginn taldi mér trú um að þetta væri vonlaust, hugsaði Kata, þá hefði ég aldrei lagt í það. Hún byrjaði greinina „Dagur í stríði” með lýsingum á víg- vellinum eftir að bardögum var lokið. Scotty var mjög ánægður með greinina hennar. ,,Eg sagði að við myndum fá eitthvað öðruvisi frá henni og hún kemur með einkaviðtal við konunginn!” Hann sneri sér að ritaranum sínum. ,,Sendu henni skeyti strax. Til hamingju . . . Abdúllah meiriháttar grein . .. stóran koss . . . Scotty Globe.” Hann hélt áfram að lesa yfír greinina. , Jesús! Ég sagði henni ekki að drepa neinn! Eins gott að skrifa greinina upp aftur í þriðju persónu. Fréttaritarar eiga ekki að vera vopnaðir. Kannski ættum við að kalla hana heim áður en hún lendir í klandri. ’ ’ Greinin birtist í blöðum um allan heim. Hún sagði mót- tækilegum lesendum að stríð snerist um manndráp. — 40 — Þegar Kata kom aftur til Englands þótti hún forvitnileg, ef ekki pínulítið fræg. Jesús, hún lítur hræðilega út, hugsaði Scotty. Hún hefur grennst mikið, hugsaði hann og gaf henni tveggja vikna frí. Hún á- kvað að verja því í New York hjá Júdý. Júdý var nú farin að kynna bækur og frægt fólk fyrir utan tískufatnaðinn og hún hafði greinilega gert það mjög gott síðastliðin tvö ár. Kata horfði í kringum sig í rúmgóðri stofunni í nýju íbúðinni hennar, hátt uppi yfír Austur 57. stræti. Þetta Bokharateppi hlaut að hafa kost- að hana um sjö þúsund dollara, hugsaði hún. Andspænis henni hallaði Júdý sér aftur á bak með hendur fyrir aftan hnakka í bronslitum, bólstruðum stól. Hún sagði: ,,Það næsta sem þú þarft að gera, Kata, er að skrifa bók. Þú ert orðin nokkuð fræg en frægðin endist ekki nema þú haldir á- fram. Bók er alltaf góð fyrir orðstírinn þó hún bæti ekki alltaf stöðuna á bankareikningnum. Skrifaðir þú dagbók á meðan þú varst á styrjaldarsvæðinu? Og allir minnismiðarnir? Jæja, semdu bók úr því, ekki of langa, um sextíu þúsund orð. Þú verður í rúminu á morgun og skrifar stutt ágrip. Síðan kíki ég á það þegar ég kem heim . . . Auðvitað getur þú skrifað ágrip! Sestu nú niður og skrifaðu í þremur einföldum setningum um hvað bókin á að fjalla. ’ ’ Eftir augnabliks umhugsun tók Kata upp minnisbók úr tóbaksbrúnu Gucci tuðrunni sinni, gerði eins og Júdý lagði fyrir hana, reif blaðsfðuna sfðan úr og réttijúdý hana. Júdý ljómaði. „Frábært. Nú skaltu lengja þessar setningar svo úr verði ágrip og skipta þvf upp f kafla. Og ég læt þig æfa þig f að vera frægur rithöfundur með því að bjóða þérí mat.” Kata er örugglega með hæfileika, hugsaði Júdý, en hún virtist ekki geta virkjað þá sjálf. Hún þurfti á einhverjum að halda sem gæti ýtt undir hana í stað þess að brjóta hana niður eins og karlmennirnir í lífi hennar virtust stöðugt hafa gert. Júdý varð þó að viðurkenna að Kata bókstaflega bað um að láta sparka í sig. Þó virtist hún mun jákvæðari en þegar hún kom síðast. Kvöldið eftir kroppaði Júdý í ágripið hennar Kötu, breytti skiptingunni nokkuð og sagði síðan. ,,Fínt. Ég get mælt með þessu. Við köllum hana Einnar konu stríð. ’ ’ Hún dró lítinn pakka í gjafapappír upp úr töskunni sinni og kastaði honum til Kötu. ,,Gjöf til þfn.” Kata greip pakkann með annarri hendi, opnaði öskju frá Tiffany og sá ferkantaðan, bláan kassa úr leðri. I honum var lftil, ferköntuð, gyllt og blá vekjara- klukka. ,,Það er til þess að þú getir byrjað að skrifa bókina fyrsta morguninn eftir að þú kemur aftur til London.” ,,En ég hef engan tíma,” mótmælti Kata, ,,og starfíð tekur alla mlna orku. ’ ’ „Stilltu klukkuna á fímm, fáðu þér bolla af neskaffí og vél- ritaðu f tvo tfma áður en þú ferð í vinnuna á hverjum einasta degi . . . Nei, ekki þegar þú kemur heim á kvöldin því þá verður þú alveg þurrausin . . . Allt í lagi, þú mátt eiga frí á sunnudögum. En ef þú kemur frá þér þúsund orðum á dag þá verður þú búin með hana eftir um það bil fjóra mánuði að meðtöldum tímanum sem fer í að endurrita. ’ ’ Bók Kötu kom út í júní 1967. Hún kom samtímis út í Bretlandi og Bandaríkjunum en Júdý ætlaði að koma henni á framfæri þar. Kata birtist seint kvöld eitt í íbúð Júdýjar í New York. ,,Þessi fífl á flugvellinum! Þegar ég sagði þeim að þeir hefðu týnt sjónvarpsfötunum mfnum réttu þeir mér bara eyðublað og báðu mig að fylla það út. Sfðan létu þeir mig fá tannbursta og tvennar pappírsnærbuxur. Ekki alveg nóg í sjónvarpsþáttinn. ’ ’ „Æ, ég veit það ekki,” sagðijúdý og dró upp minnisbók og fór að búa til lista. ,,Við förum og verslum á morgun og mundu að því minna sem þú kaupir því betra: nokkra létta kjóla til að vera í fyrir sunnan og á kvöldin, eina góða dragt og í það minnsta sjö blússur vegna þess að þú færð ekki tfma til að þvo af þér á hverju kvöldi. Hafðu blússurnar úr pólýester en ekki silki svo þú getir handþvegið þær f vaskinum á hótelherberginu. Og fáðu þér einhverja ódýra skartgripi og slæður. Margot Fonteyn var eiginlega aldrei með neinn farangur á ferðum sínum. Á milli viðtalanna sat hún í bílnum og bretti kragann upp eða niður, hneppti nokkrum hnöppum frá, dró upp perlufesti eða slæðu úr tuðrunni sinni og tókst að láta líta út sem hún væri klædd á sex mis- munandi vegu yfír daginn. ’ ’ Kata veinaði. „Ætlar þú að láta mig fá minnimáttarkennd áður en ég legg af stað? Ég er ekki prímaballerína. Ég er hingað komin til að tala um strfð. Fólk ætlast ekki til að ég líti út eins og tfskudrós. ,Jú, einmitt,” sagði Júdý hreinskilnislega. „Allar kon- urnar taka eftir í hverju þú ert. Hvers vegna ættu þær að hlusta á þig ef þú getur ekki litið almennilega út? Þú verður að átta þig á því,” sagðijúdý, „að þú verður stöðugt að reyna að líta vel út alla ferðina.” Kata gretti sig og Júdý æpti: „Það kostar lágmark tvo hundruð dollara á dag að senda þig í þessa ferð svo það er eins gott að þú lítir ekki út eins og drusla. ’ ’ Þann 5. júní lagði Kata af stað f ferðina. Júdý var heima f eldhúsi að laga morgunkaffið og kveikti á útvarpinu. „Skyndiárásir ísraelsmanna ollu miklu mannfalli hjá áröbum. Israelsmenn hertóku landsvæði, aðallega í Egyptalandi og Jórdanfu.” Þetta voru fyrstu útvarps- fréttirnar af því sem reyndist vera sex daga stríðið milli Egypta og ísraelsmanna. Júdý varð samstundis ljóst að „Einnar konu stríð” yrði met- sölubók. „Bara til þess að koma þér aftur niður á jörðina,” sagði Scotty og yggldi sig þegar Kata kom aftur til London, „skulum við sjá hvernig þú afgreiðir grein um hasarkropp.” Og Kata var send til að taka viðtal við smástirni á unglingsaldri frá meginlandinu sem var við kvikmyndatökur í Bretlandi. Kata greip andann á lofti — Lilí var svo sannarlega fögur. Hún var með óaðfinnanlega brúna húð, stór, dökk augu og næstum fullkominn vangasvip. Hún var meira að segja með heillandi baksvip, hugsaði Kata. Þegar hún varpaði af sér loðkáp- unni tilbúin í leikinn féll hárið nær niður í örmjótt mittið eins og svartur silkimöttull. Fagur- mótaðir þjóhnapparnir og mjúk- ar lendarnar komu f ljós gegnum afkáralegan tötrabúninginn þeg- ar hún gekk f áttina að skógar- rjóðrinu þar sem myndatakan fór fram. Það ljómaði af henni sak- leysi dádýrsins eins og hún gæti þá og þegar mnnið saman við þokuhjúpaðan skóginn fyrir aft- an sig. Kata hafði ekki vænst þess að fínna til annars en kulda á kvik- myndatökustaðnum en hún var gjörsamlega heilluð af hæglátum töfrunum sem virtust geisla frá 48 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.