Vikan


Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 50

Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 50
London var uppgangsborg og verðbréfamarkaðurinn blómstr- aði. Kötu hafði loks tekist að fá lögfræðing móður sinnar til að skipta um verðbréfasala. Hún þurfti sjálf að velta fyrir sér töl- um og útreikningum og varð svo heilluð af þessu að hún ákvað að spila með. Hún fékk lánaða pen- inga 1 banka og veðsetti húsið sitt. Hún tók skjóta ákvörðun um að reyna fyrir sér á ástralska nikkelmarkaðnum með Vest- ræna námufélaginu og komst að því að hún hafði grætt mcira en heil árslaun á einum mánuði. ÁTTUNDIHLUTI —41— ,,Ég er alveg hissa á að þér skuli einhvern tíma hafa tekist að draga karlmann hingað inn,” sagði Maxín og fitjaði upp á nefið, ,,eða nokkur karlmaður komist út úr þessu drasli. Þú ert skransafnari í þér, Júdý! Þú hefur aldrei getað kastað nokkru.” ,,Ætli það sé ekki vegna þess að til skamms tíma hef ég ekki átt neitt til að kasta. Og vertu svo góð að muna að svefnherbergið mitt er líka vinnustofan mín. Hér les ég, hugsa og geri áætlanir auk þess að sofa. Hér græði ég peninga, Maxín!” Maxín stóð upp og opnaði skápana tvo sem hægt var að ganga inn í og aðskildu svefnher- bergið frá stofunni. Annar var troðfullur af skóm en leit út eins og skartgripaskrín, hillurnar fóðraðar með rauðbleiku tafti. Júdý sagði: „Raunveruleg vernd felst ekki í að vera með karlmanni heldur eiga peninga! Þeir færa manni rétt til að láta gott af sér leiða eða slæmt, rétt- inn til að fara eða vera kyrr. „Flestar konur vilja helst ekki hugsa um peninga. Þeim finnst þreytandi að sjá um fjármál,” sagði Maxín. ,,Ekki eins þreytandi og að eiga enga — og bara ef manni hefur ekki verið kennt að fara með þá,” svaraðijúdý ákveðin. ,,Það ætti að kenna okkur öllum hvernig á að vinna sér inn peninga, hvernig á að græða peninga, ávaxta þá, halda þeim! En konum er bara kennt hvernig á að eyða þeim. Og þegar eitt- hvað kemur upp á eiga fæstar konur nokkra peninga, því hef ég tekið eftir.” Maxín var sammála þessu. , ,Þegar hjón skilja fær konan börnin og maðurinn peningana. Auðvitað er það fyrst þá sem konan gerir sér grein fyrir mikilvægi þeirra.” Hún rannsakaði rauðbleikar hillurnar — misháar fyrir lága skó, háa skó, mjúka sandala, lág- hæluð stígvél og háhæluð stígvél úr lituðu rúskinni, eftirgefanleg eins og hanska. ,,Það er ekki mikilvægt að eiga peninga en það er banvænt að eiga þá ekki,” bættijúdý við. ,,Þú veist ef til vill mikið um peninga, ma chere, en þú veist ekki mikið um tálsnömr auðsins.” Maxín leit aftur í kringum sig í herberginu. Enginn mátti fara inn í svefnher- bergi Júdýjar til að taka til svo þar var ætíð allt á rúi og stúi. , ,Flestir fara aldrei lengra en inn í stofu,” sagðijúdý afsakandi. Maxín tók upp silkiskó með fjöður sem hringaðist ofan á sólanum að innanverðu. ,,Hand- saumaðir í Flórens, ég skil. Viðskiptin ganga jafnvel hjá þér og mér. Finnst þér ekki dá- samlegt að gefa sofíð á nóttunni? Árgangurinn ’66 var jafnvel enn betri en ’64, sem þó var það sem kom okkur á skrið. ’ ’ ,,Ó, þessir peningar koma ekki bara frá fyrirtækinu heldur eru þeir líka afraksturinn af spá- kaupmennsku Toms. Ég fæ stundum hræðileg áhyggjuköst út af því og satt að segja get ég ekki soflð á nóttunni. Þetta er öðruvísi fyrir Tom — hann getur verið alveg kaldur fyrir þessu en það get ég ekki. Ég hef reynt að sætta mig við það,” hélt hún áfram, ,,vegna þess að Tom virðist þurfa á spennunni og æsingnum við spá- kaupmennskuna að halda eins og annað fólk þarf að renna sér á skíðum niður f)allshlíðar eða klifra upp. Hann segist þurfa að fá adrenalín.” ,,Guð minn góður, er Tom f)árhættuspilari?” ,,Ég segi að hann sé það en hann segist ekki vera það. Hann segir að öll viðskipti séu þaulhugs- uð áhætta en fjárhættuspil sé fyrir hálfvita sem trúi á heppnina. Ö, nei, honum er illa við fjárhættuspilara. ’ ’ „Hvernig leikur Tom sér þá að hættunni? Hefur hann alltaf verið svona?” ,,Nei, konan hans þoldi það ekki. Andskotinn, hann þekkir fullt af fólki í Wall Strcet, Maxín, kannski er þetta ckkert hættulegt. Ég bara veit það ekki. En þetta er andstætt öllu því sem ég var alin upp við að trúa á. Ekki skulda neitt, alltaf spara dá- lítið . . . Mamma telur að ruddalegasta orðið í enskri tungu sé „kreditkort”.” ,,En ég gæti ekki hreyft mig um Evrópu án kreditkorts!” „Mamma ferðast ekki um Evrópu.” Júdý gekk út að glugg- anum og horfði út yfir garðinn. ,,Ef satt skal segja er ég dauðhrædd við þetta.” Þremur vikum síðar kom Maxín úr kynningarferðinni um Bandaríkin. ,,Vinur í raun er sá sem játar að hann er þyngri en þú,” sagði Júdý og horfði á Maxín á vigt- inni í gestabaðherberginu. „Einkum ef það cr ekki satt,” samsinnti Maxín. „Getur það verið að ég hafi þyngst um fjögur kíló á þriggja vikna ferðalagi?” ,,Fólk þyngist ýmist eða létt- ist mikið. Farðu nú í sloppinn og komdu með mér inn í stofu. Ég kom með blaðaúrklippurnar um þig af skrifstofunni.’’ Þær færðu sig inn í hvít- málaða, tvískipta stofuna. Út- skornir, lágir, dökkir, kínverskir sófar voru á þrjá vegu við stórt marmaraborð. Sebrapúðar lágu á dökku harðviðargólfinu og rauð- og svartmálað antik persneskt skilrúm sikksakkaði fyrir eitt hornið. Tveir glæsilegir, gylltir speglar frá dögum Loðvíks flmmtánda héngu hvor við sína hlið marmaraarinsins og á veggn- um andspænis var vaxandi safn Steinbergteikninga. Maxín hentist að bleikri möppu sem lá á einum sófanum. Hún hallaði sér síðan endilöng aftur í grænu og bláu silki- púðana og renndi augunum yfír blaðaúrklippurnar. Hún hafði ekki séð neitt af þeim því hún var alltaf farin úr hverri borg áður en viðtölin voru birt. ,,Ekki svo afleitt, ekki svo afleitt. Þessi klausa í Time með litlu myndinni er yndisleg. Það var svo fallegt af þér að hringja á hverju kvöldi, Júdý. Þetta var erflður tími á meðan maður vissi ekki hvort manni gekk vel eða ekki og það var líka mjög ein- manalegt. Ég óskaði þess næstum því að ég hefði tekið rit- arann minn með.” „Þegar þú ert búin að dást að þessum úrklippum, komdu þá og sjáðu hvernig svefnherbergj- unum hefur verið breytt á meðan þú varst í burtu. Ég sagði inn- réttingameistaranum að gera ná- kvæmlega eins og þú sagðir.” Svefnherbergi Júdýjar var nú íburðarmikið og friðsælt. Silki- tjöld voru fyrir gluggaveggnum og rauðrefaskinn hafði verið lagt yflr brúnu flauelsrúmábreiðuna. Öðrum megin við rúmið var fjar- stýriborð fyrir sjónvarp, útvarp, hljómflutningstæki, síma og gluggatjöld. Tvær stórar, lágar rósaviðarkommóður stóðu hvor sínum megin við rúm Júdýjar og á þeim var allt vinnudótið. Það var aðeins cin mynd í herberginu, af aðalsmanni frá Mansjúríu í fullri líkamsstærð, máluð kínversk silkimynd frá sautjándu öld sem hékk á veggnum á móti stóra rúminu. Þar fyrir utan voru engin önnur húsgögn í her- berginu nema bólstraður sessalong með rauðleitu sirsefni. Sama efnið var notað á legubekkina í herberginu við hliðina sem nú var útbúið sem skrifstofa. Veggirnir voru málaðir hindberjarauðir og þaktir bókahillum. Samsafni Júdýjar af sérkennilegum hlutum hafði verið komið fyrir á hillunum og var eins og safn antikleikfanga og ýmissa einka- minjagripa. Skrifborð með drag- loki frá Viktoríutímanum stóð undir glugganum. , ,Ég elska þennan dökkrauða lit,” sagðijúdý. ,,Ég notaði hann líka á nýju skrifstofurnar hans Guys. Hann er búinn að fá aukna samkeppni núna síðan Saint Laurent opnaði sína eigin stofu og því þurfti hann að hressa upp á útlitið. ’ ’ Konurnar tvær fóru aftur inn í svefnherbergið. Júdý fór að af- klæða sig í flýti til að skipta um föt fyrir kvöldið. ,,Guy ætti ekki að þurfa að óttast samkeppnina. Það getur enginn gert dragtir eins og hann,” sagði Júdý um leið og hún renndi niður renni- 50 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.