Vikan


Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 56

Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 56
a Pósturinn Engin ástar- sorg en nokkrar spurningar Kœri, háœruverdugi Póst- ur. Viltu vera svo vœnn ad gefa mér svör viö eftirfar- andi spurningum ef þú get- ur? Hver lék adalhlutverkið í tngnd David Lean, Arabíu Laivrence? Hvað veistu um hljóm- sveitina Depeehe Mode? Hvaö heita strákarnir í Go West og hvor er söngvar- inn? Hvad heitir söngvarinn í Kool & the Gang? Hvað heitir þessi svart- harði í Bronski Beat? Þetta er það sem mér ligg- ur mest á hjarta í augnablik- inu, engin ástarsorg eða neitt svoleiðis. Inga. Peter O’Toole lék aðalhlutverk- ið í Arabíu Lawrence. Pósturinn veit harla lítið um Depeche Mode. Meðlimirnir heita víst eitthvað nálægt Andy Fletch- er, Martin Gore, Alan Wilder og Dave Gahan. Hljómsveitin er frá Basildon sem er útborg London. Stofnendur voru fyrrnefndir menn að undanskildum Alan Wilder plús Vincent Clark sem síðar hætti og gekk til liðs við Alison Moyet í Yazoo. Strákarnir í DM eru ná- lægt 25 ára gamlir og hljómsveitin hefur verið til í um fimm ár. Þeim gekk reglulega vel til að byrja með, áttu nokkur lög á vinsælda- lista á árunum ’81—’82 (til dæmis Just Can’t Get Enough og fleiri). Síðan varð fremur hljótt um hljómsveitina þar til fór að bera töluvert á henni á nýjan leik í fyrra og nú í ár. Pósturinn skal beina því til poppskrifara blaðsins að gera Depeche Mode skil á popp- síðunni á næstunni. Peter Cox og Richard Drummie eru í Go West og söngv- arinn í Kool & the Gang heitir Ro- bert „Kool” Bell. Póstinum skilst að í Bronski Beat séu þrír meðlimir, Larry Stenbachek, Jimi Sommerville og Steve Bronski. Þeir eru svo hræði- lega snöggklipptir að það er varla hægt að sjá háralitinn á þeim, en þó gætu þeir Larry og Steve verið dökkhærðir. Á Montreaux-hljóm- leikunum söng með Bronski Beat dökkhærður maður að nafni Marc Almond, sem hefur verið í Soft Cell og Marc and the Mabas, en Pósturinn veit ekki hvort hann telst gildur meðlimur í hljómsveit- inni. Lítil haka, stór föt og margt þar a milli Hœ, kœri Póstur. Ég hef nokkur vandamál sem ég vona að þú getir legst. 1. Ég er með svo litla höku og vil láta stœkka hana. Hvert á ég að snúa mér? Hvernig er farið að í svona aðgerðum og hvað mgndi það kosta? Ég vil gjarnan vita allt sem þú getur grafið upp um þetta. 2. Ég er með stóran maga en er samt ekki svo feit ann- ars staðar og meö lítinn rass. Hvernig á ég að snúa þessu við, það er minnka magann og stœkka rassinn ? 3. Herðablöðin á mér standa dálítið út. Er eitt- hvað hœgt að gera til að laga þau ? 4. Er einhver búð hér á landi með tískuföt fgrir stórt fólk? 5. Hvar er hœgt að lœra fatahönnun?Hvað er það langt nám og hvaða námsgreinar fglgja því? En auglgsingateiknun ? 6. Hvernig á ég að fara að því að fá mér góða vinnu í útlöndum? 7. Hvernig get ég losnað við feimni og mgrkfœlni? Það eru ekki fleiri spurn- ingar núna en tillaga til blaðsins er að hafa meira efni fgrir unglinga og um unglinga það sem eftir er af árinu 1985. Ég þakka fgrir gott blað og frábœra framhaldssögu. Bless, 0,007 1. Á Islandi eru starfandi lækn- ar sem hafa lýtalækningar og svokallaðar fegrunarskurð- lækningar (plastískar að- gerðir) að sérgrein. Slíkar að- gerðir eru á kostnað ríkisins eins og aðrar læknisaögerðir á íslandi. Þú verður að fara til læknis sem síðan sendir þig á- fram til lýtalæknis því þú og sérfræðingurinn þurfið að ræða það og ákveða hvort raunveruleg ástæða sé til að laga hökuna á þér eða hvort um tóman hégómaskap er að ræða. En svona læknar eru mjög skilningsríkir á að ýmis útlitseinkenni geta valdið fólki miklum sálarkvölum og því er það spurning um and- lega vellíðan viðkomandi að fá bót á útlitseinkenninu sem hún eða hann líður fyrir. 2. Stóran maga má minnka með því annars vegar að borða minna í einu, með öðrum orðum troða sig ekki út. Ef þú borðar alltaf minna í einu þá minnkar maginn smám saman en það getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Hins vegar er að styrkja kviðvöðvana með æf- ingum annaðhvort í líkams- rækt eða heima hjá þér. Til dæmis er ágæt æfing að liggja á bakinu með fætur undir þungum stól eða sófa og lyfta sér síðan upp frá gólfi með bakið beint og hendurnar fram eða undir hnakkanum. Þetta gerir þú eins oft og þú getur í senn og nokkrum sinn- um á dag. Síðan f jölgar þú allt- af skiptunum. Ýmsar aðrar æfingar, sem eru góðar fyrir magann, eru líka til. Má Pósturinn benda á 19. tbl. Vik- unnar 1985. Það er aftur erf- iðara að stækka rassinn, nema þá að þú farir í fitun? Er ekki bara alveg ágætt að hafa lítinn rass? Það vildu margir hafa. 3. Vertu alltaf bein í baki og reyndu að klæða þig í þannig föt að þau feli herðablöðin. Ef þetta er mjög slæmt gæti verið að þú þyrftir að fara í einhverjar bakæfingar. Um það verður þú þá að tala við lækni. 4. Verðlistinn á Laugalæk í Reykjavík er með föt í stórum stærðum. 5. Til að læra fatahönnun þarf fólk að fara utan til náms. Fólk hefur farið víða, svo sem til Bandaríkjanna, Dan- merkur, Þýskalands eða Frakklands. Námið er allmis- munandi eftir skólum. Stundum lærir fólk að sníða og sauma líka en sums staðar bara að teikna og hanna. Nem- endur læra um efni, liti, teikningu og fleira og fleira. Best er aö hafa samband við sendiráð þeirra landa sem þú vildir helst fara til og fá upp- lýsingar um skóla og skrifa þeim síðan beint. 6. I flestum nágrannalöndum okkar er töluvert atvinnuleysi og víða erfitt að fá atvinnu- leyfi (Islendingar þurfa þó ekki atvinnuleyfi á Norður- löndum). Mörg íslensk ung- menni, sem hafa farið til út- landa í atvinnuleit, hafa farið að vinna sem au pair (hús- hjálp og barnapía á heimilum) eða á hótelum og fleira og fleira. Þetta eru kannski ekki sérlega „góð” störf og reynd- ar oftast þvert á móti, illa borguð og erfið, en þau gefa fólki færi á að sjá sig um og kynnast öörum löndum og þjóðum og læra tungumál. Þegar viðkomandi er síðan búinn að vera einhvern tíma í landinu og koma sér inn í málið er auðveldara að leita að einhverju öðru (og betra). En eins og áður sagði þá er alls staðar erfitt að fá vinnu í nágrannalöndunum og sér- staklega ef maöur er ekki með neina sérmenntun. 7. Að losna við feimni og myrk- fælni er víst ekki nokkuð sem maður gerir bara í einni svip- an. Myrkfælnina losnar maður sjálfsagt við með því að sannfæra sjálfan sig um að það sé ekkert aö óttast í myrkrinu. Venjulega eldist hún af fólki þó margir búi við vott af henni alla ævi og verði sjálfsagt bara að sætta sig við það. Feimnin er mikið og stórt mál og hvernig á að losna við hana verður að bíða betri umfjöllunar því oft er Pósturinn spurður um þetta. Sálfræðingar og aðrir, sem um málið fjalla, segja að flest- ir þjáist af feimni eða hafi ein- hvern tíma á ævinni verið feimnir í meira eða minna mæli. Mörgum hefur tekist að losna við feimni eða í það minnsta bæla hana svo að hún verði þeim ekki til trafala. Aðalatriðið er að manneskjan læri að meta sjálfa sig og taka sig eins og hún er, sætta sig við ófullkomleika sinn og vera sannfærð um aðhúnséalveg eins góð og hver annar. Oft er feimni ákveðin tegund af hugleysi og það þarf að taka sér tak til að yfirvinna það. 56 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.