Vikan


Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 23
18. OKTÓBER Skapferli Þeir sem eru fæddir þennan dag eru yfirleitt mjúkir í lund, fremur viðkvæmir, listrænir og afburða notalegir í umgengni. Þeir forðast stælur og sækjast eftir vingjarn- legum kunningsskap við sem flesta. Vinirnir eru ekki sérlega margir en kunningjarnir þeim mun fleiri. Lífsstarf Ekki er ósennilegt að þann sem afmæli á þennan dag sé að finna við störf einhvers staðar í opin- bera geiranum, gjarnan við ein- hvers konar þjónustustarf sem gerir kröfur til mannþekkingar og lipurðar en er ekki of erilsamt. Heppni í alls kyns viðskiptum fylgir gjarnan þeim sem eru fædd- ir þennan dag. Ástalíf Ekki er öruggt að sá sem afmæli á þennan dag verði ánægöur í hjónabandi. Ekki þarf að kvarta um hylli hins kynsins en þegar kemur að því að velja sér lífsföru- naut vandast málið og sumir sem fæddir eru þennan dag eru ekki of sælir íhjónabandi. Heilsufar Heilsan er ákaflega góð. Helst er það bakið og maginn sem angrar þegar líða tekur á ævina. 19. OKTÓBER Skapferli Geð þeirra sem fæddir eru þennan dag er vægast sagt misjafnt. Þeir eiga það til að vera ljúfmenni, stimamjúkir og nánast undirgefnir. Á köflum glittir þó í aðra drætti. Þá geta þeir rokið upp, verið harðfylgnir og óvægnir, eigingjarnir og jafnvel hættulegir. Lífsstarf Þá sem fæddir eru þennan dag er að finna í nánast öllum störfum. Algengt er að þeir fáist við störf sem tengjast viðskiptum en þeir geta einnig orðið góðir læknar og iðnaðarmenn svo eitthvað sé nefnt. Ástalíf Vegna hins misjafna skapferlis er ekki óalgengt að þeir sem fæddir eru þennan dag standi í nokkrum stórræðum í ástamálum. Oftast endar það með því að réttur maki finnst og eru þaö þá með hamíngjusömustu hjónaböndum sem um getur. Heilsufar Þeir sem afmæli eiga þennan dag eru ekkert sérlega hraust- byggðir og heilsufar þeirra mótast mjög af hvað verður ofan á í skap- geröinni. 20. OKTÓBER Skapferli Þeir sem fæddir eru þennan dag eru undir áhrifum frá mörgum stjörnum. Þeir eru alúðlegir, vilja halda friðinn og háttvísir eins og gjarnt er um vatnsbera. Djörfung- in kemur frá stjörnunni Mars. tJt- haldið er yfirleitt ekki sérlega mikið í því sem þeir taka sér fyrir hendur en hæfileikarnir eru margvíslegir og beinast í ýmsar áttir. Lífsstarf Ef valið stendur milli starfs í opinbera geiranum og til dæmis viðskipta á afmælisbarnið hik- laust að velja embættisstarf í opinbera geiranum. Þó geta þeir sem fæddir eru þennan dag náð langt á nánast hvaða sviði sem er. Eini galdurinn er að beita sjálfan sig ögun. Ástalíf Það er líflegt og margbreyti- legt. Þeir sem afmæli eiga þennan dag giftast yfirleitt mjög seint eða mjög snemma. Sambandið verður yfirleitt hamingjusamt hvort sem er. Heilsufar Taugarnar eru veikastar. 21. OKTÓBER Skapferli Hófsemi og dómgreind einkenna þá sem fæddir eru þennan dag. Þeir eru yfirleitt rólyndismenn sem fátt fær haggað. Vegna skap- ferlis þeirra er mjög gjarnan leit- að til þeirra um álit á öllu milli himins og jaröar. Það verður gjarnan til þess að þeir þroskast snemma og vel. Kímnin er annar ríkúr þáttur í fari þeirra og það veldur því aö þeir eru afar vinsæl- ir. Lífsstarf Þeir sem fæddir eru þennan dag velja sér oft störf þar sem mann- margt er, við ferðamál, f jölmiðlun og margs konar verslun. Ölíklegt er að finna þá í störfum þar sem menn taka beinar ákvarðanir og áhættu en þeir eru oft í einhvers konar ráðgjafarþjónustu. Ástalíf Þeir sem afmæli eiga þennan dag halda nær undantekningar- laust tryggð við maka sem þeir finna snemma á lífsleiðinni og er sambúðin að sjálfsögðu til fyrir- myndar. Heilsufar Ef afmælisbamið forðast slark- liferni er heilsan góð. 22. OKTÓBER Skapferli Afmælisbarnið er rökfast og hefur skoðanir á flestum hlutum. Þetta er manngerðin sem er „allt- af með kjaftinn opinn” sem kallað er en fáir eru þeir líka sem ná að stinga upp í þetta fólk. Ekki bætir það úr skák fyrir ófullkomna sam- ferðamenn að þeir sem eiga af- mæli þennan dag eru yfirleitt mjög oröheppnir og skjótir í til- svörum. Undir yfirborði sjálfs- öryggis glittir þó stundum í óöryggi hjá sumum þeim sem af- mæli eiga þennan dag. Lífsstarf Það er algengt að afmælisbarn- ið sé í tryggri atvinnu sem það leggur fremur lítið í en láti þess í stað til sín taka á sviði félags- mála. Einnig er ekki sjaldgæft að finna stjórnmálamenn meðal þeirra sem fæddir eru þennan dag. Ástalíf Algengt er að þeir sem afmæli eiga þennan dag séu nokkuð fyrir aö ráðskast með maka sinn. Sam- búðin byggist því nokkuð mikið á því að maki afmælisbarnsins nái að sigla á milli skers og báru og sætti sig viö að hlusta á glósur og aðfinnslur. Heilsufar Heilsan er yfirleitt góð hjá þeim sem afmæli eiga þennan dag nema hvað sjónin daprast oft með aldrinum. 23. OKTÓBER Skapferli Afmælisbarn þessa dags er skapfastur eldhugi sem hefur gaman af að ráðast á hindranir og ryðja þeim úr vegi. Það hefur sterka löngun til að vernda og styðja þá sem minna mega sín. Rík réttlætiskennd er það sem ein- kennir það helst. Þeir sem afmæli eiga þennan dag eru oftast já- kvæðir og glaölyndir. Lífsstarf Þeir sem fæddir eru þennan dag eru sjálfstæðir og vilja gjarnan vera eigin herrar. Þeir fara því oft út í einkarekstur en finna sér far- veg um leið þar sem þeir geta látið gott af sér leiða. Einnig má finna fóstrur, hjúkrunarkonur, lækna, kennara og fleiri sem gegna ábyrgðarmiklum og verndandi störfum meðal þeirra sem fæddir eru þennan dag. Ástalíf Tilfinningarnar eru vel tamdar hjá afmælisbarninu. Það giftist yfirleitt seint, gerir miklar kröfur til maka síns en tekst yfirleitt svo vel í makavalinu að makinn stenst kröfurnar. Þegar svo er verða hjónaböndin löng og farsæl. Heilsufar Heilsan er fremur góð nema hvað smákvillar eins og ofnæmi og kvef gera sumum lífiö leitt. 42. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.