Vikan


Vikan - 07.11.1985, Blaðsíða 17

Vikan - 07.11.1985, Blaðsíða 17
Guðrún er svo sem ágætt nafn Sigríður Halldórsdóttir talar við Guðrúnu Á. Símonar CDuðrún Ágústa Símonardótt- ir var hún skírð. Seinna varð hún einn frægasti og dáðasti lista- maður landsins. Rödd hennar þótti með eindæmum. Hún nam söng við bestu og virtustu skóla, fyrst í Englandi, svo á Ítalíu, síð- ast í Bandaríkjunum. Henni fylgdi sá glæsileiki sem óperusöngkonu þurfti að prýða. Hún var lista- maður sem aldrei hlífði sér, vann alltaf eins og forkur til þess að ná því besta út úr sjálfri sér. Nám Guðrún Á. Símonar hefur alltaf kunnað að koma af stað fjaðrafoki í kringum sig. Skoðanir hennar hafa löngum þótt óþægilega hispurslausar. Mér virðist hún kunna að móðga og að móðgast. Líklega hefur hún oft fengið að kenna á því hvað hún er áberandi persónuleiki í litlu samfélagi sem ekki má við miklu. Það hefur löng- um verið sagt um hana hér að hún sé frek „prímadonna” sem láti ekkert tækifæri ónotað til aö láta á sér bera. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan „hlustaverkur” Helgarpóstsins sagði frá því að hún hefði með miklum látbragðs- leik og prímadonnugangi reynt að gera lítið úr kollegum sínum á frumsýningu á Grímudansleik Verdis. Þegar ég spyr hana hvort eitt- hvað hafi farið fyrir brjóstið á henni í þeirri sýningu svarar hún ekki en horfir á mig með augna- ráði ítalskrar hefðardömu. Segir hátt og hvellt: „Þetta er andstyggilegt slúður. Ég hef farið í taugarnar á einhverri manneskju úti í sal. Ég er bara ekki ein af þeim sem geta setið grafkyrr. Ég sat fremst í stúkunni af því María Markan vildi ekki sitja þar. Ég varð að skipta um sæti við hana. Jæja, svo þegar Kristján er búinn að syngja sóló og dúettinn byrjar, sem ég kann hennar var langt og strangt, ein- göngu kostað af henni sjálfri, móður hennar og stjúpa. Síðar fór hún milli landa og konserta, hentist um heiminn í alls konar farkostum, stríðsár sem önnur. Þessi um það bil tuttugu ár, sem Guðrún bjó í útlöndum, kom hún reglulega hingað heim og hélt konserta. Undantekningar- laust fyrir fullu húsi. Hún var geysilega vinsæl. utan að, hugsa ég: Best að læðast út á meðan og pi. . . , fara á snyrt- inguna. En ég á afar erfitt með að sitja lengi í einu vegna veikinda minna. Svo leiðist mér að klappa, ég verð svo þreytt af því. En ég er ekki vön að vera með nein skessu- læti,” segir hún með áherslu. „Það er allt mögulegt sem þeir eru að gera af sér gagnvart fólki á þessum Helgarpósti. Þeim þykir þetta fyndið. Skilaðu hér til þeirra að ég sé orðin eldri kona og ég sé still bjútífúl, en ég hef aldrei ráð- ist á fólk með skítkasti. Mér finnst ég orðin of gömul fyrir svona skít- kast. Stundum kemur svo yfir mig að ég verð alveg mállaus.” Guðrún Á. Símonar býr ekki á dæmagerða íslenska vísu. Hún býr í eldgömlu timburhúsi við Hverfisgötu sem manni sýnist hvorki halda vatni eða vindi. Verið málað um það leyti sem málningin var fundin upp. Hún fleygir útidyralyklinum til mín út um gluggann. Stigarnir eru of margir og brattir fyrir söngkon- una. Ef kviknar í þessu fúaspreki þarf Reykjavíkurborg ekki að verða hissa á neinu. Stofan hennar er hlýleg og falleg. Guðrún er eins og forðum, í flottum kjól með skartgripi og máluð um augun. Ég held að hún sé fyrsta kona á Islandi sem lærði þá list. Hundurinn hennar kemur hlaupandi að heilsa, hann er klipptur, í pokabuxum og trei- kvartpeysu með gullband um hálsinn. Hann heitir Pushkin og hagar sér eins og grobbin manneskja. Blesugróf Hún segist vera ánægð með íbúðina sína en segist aldrei bíða þess bætur að hafa um árið orðið að flytja í Blesugróf. Þá fékk hún áfall. „Heilsa mín varð verri. Hvað á ég aö segja. . . ég er ekkert góð á taugum þó ég hafi aldrei verið taugaveikluð. Ég var lokuð af þarna. Ég keyri ekki bíl, hef aldrei lært að keyra. Mér fannst mér vera sýnd svo mikil lítilsvirðing. Þetta var mér hálfgerð martröð, mér fannst þetta einhver vöntun á bróðurlegri umhyggju,” segir hún hægt. „Manni fannst sumt svolitið hart. Ég sjálf hef aldrei beðið um neitt fyrir mig persónulega, mig vantaði húsnæði. Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn frá því ég var tuttugu ára og oftar en einu sinni sungið á kosningaskemmtunum fyrir þá. Ég kýs hvorki Sjálf- stæðisflokkinn né nokkurn annan flokk framar.” Varðstu aldrei nógu rík til þess að kaupa þér ibúð? „Ég hefði kannski getað þaö þegar ég kom frá Bandaríkjunum, og þó. . . sjáðu til, ég hef aldrei verið ein af þeim sem hafa öruggt 45. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.