Vikan - 07.11.1985, Síða 18
kaup og ég er alltaf svo hrædd um
aö geta ekki staðið í skilum. Eg
þekkti ekki heldur eftir langa dvöl
utanlands að fólk þyrfti að eiga
allt. Ég er líka á móti því að kaupa
íbúð. Með fasteignagjöldum er
bara verið að stela af manni.”
Þegar þér bauðst ibúð í
Kópavogi sagðirðu ekki annað en
þessa fleygu setningu: Kópavogur
of all placos?
„Já, ég hef bara aldrei þolað
Kópavog. Ég hef komið inn í
mörg falleg hús í Kópavogi, en um
leið hellist yfir mig, Guð minn
góður: þetta er KOPAVOGUR. Ég
er viss um að ég á eftir að enda
þar. Eftir Blesugróf fæ ég oft þess-
ar martraðir. Að ég eigi eftir að
enda á einhverjum hræðilegum
stað.”
Hvað skelfir þig svona í
Kópavogi?
„Það er svo ofsalega leiðinlegt
þar. Það er nú mest umhverfið.”
Guðrún Á. Símonar hefur afar
hrífandi frásagnarmáta, hún á
erfitt með að sitja kyrr og notar
allan líkamann til þess að gefa
orðum sínum áherslu. En stund-
um kemur á hana svipur rosk-
innar konu sem þekkir basl. Jafn-
framt á hún við slæman sjúkdóm
að stríða, þaö leynir sér ekki.
„Ég varð sextug í febrúar ’84.
Þá bjó ég í Engihlíð og hélt veislu.
Það komu margir til mín. En í maí
þá um vorið byrjuðu all my
troubles. Þá flutti ég í Blesugróf!
Mikið tók ég mér það nærri,”
segir hún og tekur fyrir andlitið.
„Ég hafði líka svo miklar
áhyggjur af syni mínum. Hann
fann hvaö mér leið illa og svo vildi
hann ekki búa þarna. Æ, hann
varö svo erfiður, hann fór auðvit-
að, leigði sér eitthvert skítaher-
bergi uppi í, hvað það heitir,
Breiðholti. Það hrundi allt hjá
mér, mér fannst allt verða svo
dökkt og dimmt. Ég var nefnilega
alltaf svo kát í gamla daga. Jú,
depressjónin lagðist yfir mig.”
Viltu lýsa Blesugrófinni.
„Þetta var ekkert óhuggulegt
hús að sjá. Það var úr steini en allt
svo þröngt og dimmt og sóðalegt
gegnum mörg ár. Gluggarnir voru
bilaðir, það þurfti að gera við þá
alla meira og minna. Það var lítill
hiti og svo rakt að ég fékk fyrir
brjóstið. Ég sem hef alltaf verið
að monta mig af hvað ég er hrein
fyrir brjósti. Ég varð svo sljó
þarna inni. Fólk hélt ég væri svo
vanþakklát að búa í fimm
herbergja einbýlishúsi en enginn
hafði séö það, ég bannaði öllum að
koma til mín i fúkkalyktina. Þetta
mál var allt svo leiðinlegt, ég fékk
svo mikla minnimáttarkennd, að
ég væri no good lengur. Ég hef
alltaf búið á huggulegum stöðum
og reynt að hafa huggulegt í kring-
um mig. Þetta stafaði allt saman
af því að ég var með of marga
ketti.
Hvar mundir þú helst vilja búa ef
þú mættir velja?
„Ivesturbænum.”
Á árum áður, þegar móöir
Guðrúnar veiktist, bjó hún hjá
henni með soninn og annaðist
hana. Hún hugsaöi um hana til
hinstu stundar. Um það hefur
Guðrún ekki mörg orð. „Hún var
erfiður sjúklingur sem engin
stofnun vildi taka við. Hún vissi
ekkert hvaö hún sagði eða gerði.
Ég tók mér svo nærri að sjá hana
fara svona. Ég átti afskaplega
góða móður.” Þegar gamla konan
dó stóð Guðrún uppi húsnæöislaus
með ungan son og erkifjandann í
húsnæðismálum, dúsín af hrein-
ræktuðum síamsköttum. En það
er önnur saga.
Ég þoli ekki
freka krakka
Ég hef enn ekki orðið vör við
eitt einasta kattarstýri en nú opn-
ast dyr og inn gengur bláeygur
köttur. Opnar hún dyr? „Já, allar
mínar kisur opna.” Hún biður
hundinn og köttinn að vera
kurteis, það sé verið að taka viðtal
við sig.
„Ég hef alltaf átt svo vel upp-
alin dýr. Drengurinn minn er líka
svo vel uppalinn. Já, ég er ekkert
að monta mig. Ég sagði við hann
þegar hann var lítill: Ég ætla að
ala þig upp eins og kóngabarn. Eg
þoli ekki freka krakka.”
Er hann eins og prins?
„Já. Sú kona sem fær hann fær
góðan mann. Hann er svo góður
við hana mömmu sína. Menn sem
eru góðir við mæður sínar veröa
góðir við konurnar sínar. Það er
svoleiðis. Nú er hann (Ludvig Kári
Símonar Forberg) að læra úti í
Bandaríkjunum, við Berkeley
College of Music í Boston. Hann
leggur stund á allt sem viðvíkur
tónlist og lærir á víbrafón. Mér
datt aldrei í hug að hann lærði
músík, hann hefur hræðilega rödd.
Það átti ekki við hann að vera í
menntaskóla, var alltaf að hugsa
um eitthvað annað. . . svo fór
hann að hugsa um þennan
djass. . . Ég varð einhvern tíma
voðalega þreytt á þessu og sagði
við hann: Góði, farðu að læra á
víbrafón! Og þá lá þetta svona vel
fyrir honum.”
Gafstu honum eitthvart heilræði
þegar hann lagði út ó listabrautina?
„Ég bað hann að giftast ekki
listakonu. Listamenn eiga yfirleitt
ekki að giftast listamönnum. Svo
er ég búin að segja við hann:
Ludvig minn, þú gerir mér
persónulegan feivor að giftast
ekki stúlku með feitar lappir.”
Þú hefur sórlega grannar lappir
sjólf?
„Já, er það ekki?” Hún tekur
fjörugt dansspor, slær á magann
og segir: „Það er bara þetta.” Svo
fer hún fram að þeyta rjóma.
„Ég hef ekki viljað fara í viðtal
eftir Blesugróf,” segir Guðrún og
setur stafla af býbökuðum vöffl-
um á borðið, „en ég var í viðtali
hjá rás 2 um daginn. Heyrðirðu
það? Jæja. Ég sagði þeim að mér
þætti þetta alveg ferleg músík
sem þau væru að spila.”
Hefur þú aldrei komið nólægt
dægurmúsik?
Guðrún Á Símonar starir á mig.
Nú er ég hrædd um að ég hafi
móðgað hana. „Ég fæddist í
dægurtónlist,” svarar hún.
„Þannig byrjaði ég sem amatör.
Besti vinur bak við fjöllin háu,
blærinn flytur mín kveðjuorð til
þín... Það söng ég fyrst af öllum!
Ég var alltaf í útvarpinu með
Bjarna Bö. Þá var ég sautján ára.
Ég á hérna eitthvað pínulítið af
þeim upptökum. Veistu það, ég
hlusta alltaf á þessa þætti hjá hon-
um Svavari Gests en það er bara
eins og ég sé ekki til.”
Manni hættir til að gleyma
erindinu hjá Guðrúnu, það er ekki
hægt annað en horfa á hana tala,
svo maður gleymir að skrifa á
blaðið það sem hún er að segja.
Hún er ekkert fyrir að halda sig
við efnið. Spyr mig jafnmikið og
ég hana. Áður en hendi er veifað
erum við farnar að tala um matar-
æði. „Nú vil ég eingöngu hafa heil-
brigt mataræði, ég gef köttunum
mínum og hundinum eingöngu
heilnæmt fæði.” Við borðum
vöfflubunkann meö sultu og rjóma
og tveim könnum af kaffi. Dýrin
hennar fá á undirskál. Einhvem
tíma í miðjum snæðingi segir
Guðrún þessa góðu setningu:
„Islendingar eiga ekki alltaf að
vera að eignast hvolpa og kettl-
inga, þeir kunna ekki að ala neitt
upp.”
Það fór eins og það fór
Hvafl varstu langi i útlöndum,
Guflrún?
„Hundrað ár,” svarar hún.
„Ég var í London í þrjú ár við nám
í The Guildhall School of Music
and Drama. Síðan var ég tvö ár
við Operastudio. Ég var alltaf í
aukatímum í tungumálum með
náminu, ensku, þýsku, frönsku,
spænsku og ítölsku. Svo var ég
alltaf í tímum í hljóðfræði
(Phonetic English) við háskólann í
London. Ég var samtals fimmtán
ár í London. en ég kom alltaf
hingað þegar ég mögulega gat og
hélt tónleika. Fólkið kom, ég þarf
ekki að kvarta — það vildi hlusta.
Svofór ég tilltalíu.”
í bókinni þinni, „Eins og óg er
klædd", seglrflu um Italiu: „í einu
orfli sagt, þar var yndislegt afl
vera."
„ Já. En ég var þar bara í eitt og
hálft ár og þar varð ég ástfang-
in. . . það fór eins og það fór! Ég
hef aldrei gefist upp. fyrir karl-
mönnum gagnvart söngnum.”
Hefðirflu getafl hugsafl þór afl
setjast afl ó Ítaliu?
„Nei. Ég hefði gifst inn í ein-
hverja mafíufjölskyldu. Ég var
svo hrædd um það. Samt var ég
miklu vogaðri í gamla daga en
núna. Mig langaði aldrei annað en
búa hér. Mér fannst alltaf svo
gaman hérna heima. Vera með
mömmu og stjúpa, ég var alltaf
svo mikið fyrir mitt fólk og mitt
land þó Islendingar séu oft voða-
lega leiðinlegir. Veistu hvað
Islendingar tala svo mikið um?
Gáfur. Eins og ég hef hitt marga
vitlausa héma! Mér finnst
íslenskir karlmenn yfirleitt svo
óspennandi. Ég hugsa að þeim
finnist ég líka ægilega óspennandi.
Italskir karlmenn eru spenn-
andi.”
Af hverju?
„Mér finnst bara voðalega
gaman þegar karlmaður segir við
mig: Hárið á þér er eins og
stjarna. Ég var býbúin að láta lita
mig blond!! Svo kom einn til mín
dáldið seinna. Liturinn var aðeins
farinn að vaxa úr. Hann sagði:
Guðrún, það er sandur í hausnum
á þér! Hvað heldurðu að það hafi
verið? Það var auðvitað Islend-
ingur. Það eru áreiðanlega til
ágætir íslenskir karlmenn, but
they don’t come my way. Samt
giftist ég Islendingi. En það var af
því ég var alltaf svo hryllilega
hundfeimin. Á ég að segja þér að
ég skrifaði allt niður á miða sem
ég ætlaði að segja ef ég þurfti að
tala í síma.”
Hvernig gastu þó staflið ein ó
svifli og sungifl?
„Ég vissi að ég hafði rödd og ég
var örugg með sönginn. Ég vissi
af reynslunni að fólk kom og hlust-
aði. Það var allt annar hlutur.”
Ég vildi alltaf
verasvo kurteis!
Þafl var einhvern tíma sagt um
þig afl þafl tæki hólft ór að verfla
dús vifl þig?
„Já, það var eingöngu því að
kenna að ég vildi alltaf vera svo
kurteis. Ég var svona feimin. Ef
einhver maður bauð mér út þá
þorði ég ekki að ganga við hliðina
á honum. Ég var ekki eins og ungt
fólk í dag, að segja þetta og segja
hitt. Ég þorði ekkert. Ég meira að
segja bað stjúpa minn afsökunar á
18 Vlkan 45. tbl.