Vikan


Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 21

Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 21
þeirra, í hjarta svefnstaðarins, blómgast háþróaður handiðnaður af alþjóðlegri gæðagráðu? Nei, það er ekki að undra þó blaða- maður fái glýju í augun. Þó áttar hann sig von bráðar, stígur fram og kynnir sig. Handverksmennirn- ir átta sig líka og bjóða honum kók og prins póló frítt. Það kemur þó fljótlega upp úr kafinu að örlæti þeirra felur í sér sérgóð skilyrði: Blaðamaður skal túlka allt sem fyrir augu hans og eyru ber þarna inni sem dæmi um mannlegt hug- vit í æðra veldi. Blaðamaður umlar eitthvað jákvætt um leið og hann bryður kexið pólska. Hvað gera menn ekki fyrir bitann sinn? Svo kyngir hann og gerir að þeim spurningahríð eins og blaða- manna er von og vísa. — Eruð þið að þessu til að full- nægja leikþörf ykkar, þránni eftir matchbox-bílunum og járn- brautarlestunum sem þið hafið ekki þorað að snerta síðan bernskuskeiði lauk? „Þetta er sko alls enginn leikur, ekkert fyrir börn,” segir Lárus Jónsson, þeirra helsti for- svarsmaður. „Við látum engan prófa þetta fyrr en í fyrsta lagi tólf til þrettán ára og þá látum við þjálfa viðkomandi upp frá grunni. Eg vil líka taka fram að það er mjög mikilvægt að menn séu ekki að baksa við þetta hver í sínu horni. Það er langbest að fólk tali við okkur í Þyt því þetta getur orð- ið stórhættulegur hlutur ef menn vita ekki fullkomlega hvað þeir eru að gera og það er bara alls ekkert grín, get ég sagt þér.” Reknir af eldhúsborðunum Lárus Jónsson getur trútt um talað, sjálfur ritari Þyts sem, eins og skilja má af hans eigin orðum, er vettvangur helstu fagmanna greinarinnar hér á landi. For- maður þessara virðulegu samtaka er einnig staddur í vinnustofunni sem annars er rekin af tíu manna klíku listfengra Þyts-kappa sem „reknir voru af eldhúsborðunum heima”, eins og Lárus orðar það. Þessa kveldstund er helmingur þeirra félaga við og þrír þeirra virðast ekki beinlínis sólgnir í ljós fjölmiðlanna. En hvað um það, rit- ari samtakanna stendur sig ágæta vel sem blaðafulltrúi hópsins eins og marka má af svari hans við eftirfarandi spurningu: — Fá menn í smáflugi útrás fyrir þá flugbakteríu sem þeir ella þyrðu ekki að fá né gætu fengið í stóra fluginu? „Nei, nei, það eru margir flug- menn í þessu líka og þeir segja manni að þetta sé síst auðveldara form og í raun og veru miklu meira spennandi. Þú sérð, vegna þess að í þessu geturðu látið eftir þér allar kúnstirnar sem þú þorir ekki í hinu. Þú tekur áhættuna.. . nú, og ef illa fer þá segir maður bara: Jæja, svona fór það þá, hún var búin að reynast manni vel, þessi. Svo fer maður heim og byrjar upp á nýtt. . . Okkur lærist smám saman sálarögun í þessari grein. . . ” Lárus deplar auga kankvíslega til félaga sinna en þeir virðast almennt sammála því sem af munni ritara þeirra gengur og glotta bara á móti. Nú gerist sendiboði Vikunnar eilítið sérfræöilegri í eftirgrennsl- an sinni og uppsker tæknilegri svör en hann fær fullkomlega skil- ið. Þetta hefur þó þær athyglis- verðu afleiðingar að nestor klík- unnar, hæglátur maður í kirfilega merktum Flugleiðasloppi, tekur snöggt viðbragð og geysist í nær- liggjandi blaðabunka þar sem hann flettir litskrúðugum sérrit- um fram og aftur, sýnir blaða- manni mynd og mynd á stangli eins og sé hann með því að kaupa sér líf hjá þeim síðarnefnda. Eftir þetta blaðagrúsk þýtur hann aftur að vinnuborði sínu, bendir á hálf- Formaður Þyts horfir festulega fram. — Nei, þetta er enginn barnaleikur. Jú, vist gatur smáflug verið stórhœttulegt þó þarna kœmust flugmaður og vél naumlega af. 45. tbl. Vikan 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.