Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 24

Vikan - 07.11.1985, Page 24
í Furðulegt aðég skuli vera á lífi herbergi uppgötvaði Vreeswijk að dömurnar, sem hann var með, voru karlmenn í kven- mannsfötum, svokallaðir klæð- skiptingar. Hann varð afskap- lega móðgaður og rak þá út úr húsi með eldhúshnífi og var dreginn fyrir dómstólana fyrir vikið. öðru sinni mætti hann fyrir rétti fyrir að hafa.slegið rit- höfundinn Arne Rundberg. Vreeswijk, sem nú er 47 ára, hefur ótal sinnum lofað því að nú skuli hann snúa við blaðinu og taka upp rólegri og hollari lífshætti en jafnoft hefur hann sprungið. En nú segist hann ákveðinn í að standa við það. ,,Ef ég held svona áfram," segir hann, ,,þá drepst ég fyrr en varir. Það ætla ég mér ekki." Cornelis Vreeswijk hefur nú sent frá sér plötu eftir fjögurra ára hlé. ,,Fyrir tuttugu árum hélt ég að ég gæti breytt heim- inum með lögum mínum. En nú, 37 plötum síðar, trúi ég því ekki lengur. Þessi nýja plata er um lífið og ástina." Vreeswijk segist nú með öllu hættur að drekka. Hann hefur lagt af um ein tuttugu kíló og segist lifa mjög heilsusamlegu lífi og hafa fundið aftur lífs- gleðina. Cornelis Vreeswijk, trúba- dúrinn sænski sem fæddur er í Hollandi, hefur reynt margt og mikið um dagana og segir sjálf- ur að það sé furðulegt að hann skuli vera á lífi. Hann á að baki þrjú hjónabönd, ótal ástarævin- týri, var eitt sinn handtekinn í beinni útsendingu í sjónvarpi, fór í hungurverkfall, hefur ótal sinnum lent í slagsmálum, drukkið ótæpilega og fjárhagur- inn hefur oft verið bágborinn. En á tuttugu ára ferli sín- um hefur honum tekist að gefa út plötur sem fallið hafa í kram- ið hjá plötukaupendum og tón- listargagnrýnendum. Hann er drykkjurútur hinn mesti, afskaplega skapmikill og mikill kvennamaður. Þegar þetta leggst saman getur það varla haft annað í för með sér en vandræði. Hann komst í fréttir fyrir nokkrum árum þegar hann bauð tveimur dömum, sem hann hafði hitt á veitingastað í Stokkhólmi, heim til sín. Þegar þau voru öll komin inn í svefn- Viðvörun: Karlmenn geta verið hættulegir heilsunni Því hefur stundum verið haldið fram að konum, sem átt hafi marga elskhuga, sé hættara við leghálskrabbameini en öðrum og sumir öfga- menn beinlínis haldið því fram að leghálskrabbi væri refsing fyrir lauslæti kvenna. En nýlegar rannsóknir sýna að málið er ekki svona einfalt og sleggjudómar af þessu tagi vægast sagt varhugaverðir. Það sem oft gleymist er þáttur karlmannsins. Nýlegar niðurstöður rann- sókna sýna að vörtuveira (HPV) smitast við kynmök og getur valdið leg- hálskrabbameini hjá konum. HPV finnst I ytri kynfærum, leggöngum og leghálsi um sjötiu af hundraði þeirra kvenna sem eru meö leghálskrabba í Bretlandi. I karlmönnum getur þessi veira valdið krabbameini i getnaðariim eða vörtum á kynfærum. I rannsókn, sem gerð var fyrir nokkru, athuguðu læknar hóp 25 kvenna sem allar áttu maka með vörtur á kynfærum og áttu sér ekki aðra elskhuga. Nitján þeirra fengu vörtur og niu óeðlilegar frumubreytingar í leghálsi. I öðrum hópi voru 20 konur sem áttu sér maka sem ekkert var að. Þær fengu ekki vörtur þó margar þeirra væru með fleiri en einum manni. Rannsóknin leiðir í Ijós að hættan stafar af sýkingunni hjá karlmanninum en ekki hversu mörgum karlmönnum kona sefur hjá. Trú og trygg eiginkona getur fengið leghálskrabba af völdum veiru frá eiginmanni sínum sem nælt hefur sér I smitið I öðru rúmi. Hægt er aö ,,brenna" vörtur af með sérstöku lyfi. Viðnám þessara vartna gegn lyfinu fer þó vaxandi og stundum verður að beita leysigeisl- um. Bóluefnis gegn þessari veiru er varla að vænta fyrr en eftir mörg ár. Fólk getur gert sitt af hverju til að verja sig gegn áhrifum veirunnar. Ef einhver verður var viö vörtu á kynfærum sínum á tafarlaust að leita læknis þvi líkurnar á því að vörtur geti leitt til krabbameins eru einn á móti þremur. Besta vörnin gegn smiti af þessari hvimleiðu vörtuveiru er þó, eins og i svo mörgum öðrum tilfellum, gamli, góði smokkurinn. 24 Vikan 4S.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.