Vikan - 07.11.1985, Blaðsíða 27
ekki liggur í augum uppi, hefur
jafngaman af aö fást við stærð-
fræði og dulspeki, svo ólik sem
þessi svið eru. I heilsugæslu af ein-
hverju tagi kemur það gjarnan að
miklu gagni og á áreiðanlega eftir
að leggja gjörva hönd á margt.
Þetta eru fagurkerar sem
leggja kapp á að hafa eitthvað
fallegt í kringum sig og miklir
unnendur góðrar tónlistar.
Ástalíf
Afmælisbörn dagsins eru tilfinn-
ingarík en hafa góða stjórn á sér.
Þau eru rómantísk og mjög
áhugasöm um hitt kynið. Ástar-
sambönd þeirra verða mörg þótt
þau séu líkleg til að binda sig á
unga aldri. I ástum skiptast á skin
og skúrir, þau verða mikillar
hamingju aðnjótandi en er jafn-
framt hætt við sárum von-
brigöum.
Heilsufar
Lífsorka þessa fólks er mikil og
það lætur ekki veikindi buga sig
svo glatt. Hitaköst sleppur það þó
ekki við, er kvefsækið og oft gikt-
veikt á efri árum.
9.
NÓVEMBER
Skapgerð
Fólk, sem fætt er þennan dag, er
skapmikið og stundum leiðinlega
þrætugjarnt. Það er hvatvíst,
ákaft og vekur oft óskipta athygli.
Þetta eru eftirsóttir félagar og
þótt iðulega slettist upp á vinskap-
inn er það aldrei í vandræðum
með félagsskap. Það er fljótfært,
skortir oft stillingu og þyrfti að
temja sér betri sjálfsstjórn.
Framtakssemin gerir þaö að
verkum að þetta fólk er kallað til
þegar mikið liggur við.
Lífsstarf
Afmælisbarn dagsins rís vel
undir ábyrgð og kann því betur að
hafa yfir öðrum að segja en að
þjóna. Það er lagiö við vélar hvers
konar og kann jafnframt vel aö
skipuleggja flókna verkþætti og
samræma ólík viðfangsefni þann-
ig að upp gangi. Það er ennfremur
natið við sjúka.
Ástalíf
Þetta fólk er eiginlega of sjálf-
miðað til að hægt sé að búast við
að samskiptin við hitt kynið veröi
eintómur dans á rósum. Það á þó
góða spretti inn á milli og ekki
vantar að það sinni þessum
málum af kappi. Kjósi þaö hjóna-
band er eins gott að vanda maka-
valið.
Heilsufar
Þetta er hraustleikafólk en ætti
að fylgjast með neðri hluta lík-
amans.
10.
NÓVEMBER
Skapgerð
Fólk dagsins er starfsamt en
verður ekki endilega mikið úr
verki. Það er fast fyrir og nokkuð
stíft á meiningunni. Það hlustar á
rök annarra en lætur ógjarnan
hafa áhrif á skoðanir sínar. Þetta
fólk er duglegra að brjóta sér
braut í heiminum en ætla mætti í
fljótu bragði og kemst meö hægö-
inni þaö sem það ætlar sér. Þetta
eru miklir ráðagerðamenn og
stundum kallaðir prófessorar
vegna þess að þeir virðast oft
mjög utan viö sig. Þetta fólk hefur
unun af útivist en verður samt
helst að hafa einhvern tilgang með
henni.
Lífsstarf
Eins og að líkum lætur hentar
þessu fólki vel öll útivinna. Veiði-
skapur hvers konar á vel við það
og öll störf tengd sjó eða vatni. Því
lætur vel að skipuleggja en hentar
betur að hafa ekki of mikið um-
leikis. Þetta fólk er eftirsótt til
vinnu og fæst trúlega við sitthvað
ólíkt um dagana.
Ástalíf
Ekki er útlit fyrir miklar svipt-
ingar í ástalífinu hjá þessu fólki
enda er því margt betur gefið en
lagni í umgengni við hitt kynið. Sé
makinn hneigður fyrir heimilis-
störf getur sambúðin blessast vel
og afmælisbörn dagsins eru býsna
notalegir foreldrar.
Heilsufar
Heilsan verður í stórum drátt-
um góð en búast má viö kvillum í
innri líffærum einhvern tíma á æv-
inni.
NÓVEMBER
-Skapferli
Fólk þessa dags er viljasterkt
og skapmikið. Það er betra að
hafa það með sér en móti því það
þolir illa mótspyrnu og er allt ann-
að en leiðitamt. Þaö er fylgið sér
og vinum sínum betra en enginn.
Þetta fólk ber sterkar og djúpar
tilfinningar, hneigist gjarnan að
dulrænum efnum og heillast af því
sem kallað er yfirnáttúrlegt.
Lífsstarf
Dugnaður og einbeitni þessa
fólks gerir því kleift að ná fótfestu
og góðum árangri í mörgum og
mismunandi störfum. Þaö er
þrekmikiö og nógu ákveðið
við sjálft sig og aðra til að fram-
kvæma það sem það ætlar sér og
vei þeim sem dirfist að leggja
stein í götu þess. I störfum að
heilsugæslu- eða líknarmálum
kæmu kraftar þess án efa að góð-
umnotum.
Ástalíf
Ekki þarf þetta fólk að kvarta
yfir skorti á athygli hins kynsins
og á því sviði verður jafnan líflegt
í kringum það, jafnvel einum of
líflegt á stundum. Falli því á
annað borð við félagana á það
margar góðar stundir en hjú-
skapargæfa og ánægjulegt heimil-
islíf er að miklu leyti undir mak-
anumkomið.
Heilsufar
Það sem helst ber að gæta
varöandi heilsuna er að fara vel
með sig fái fólk hita og leita strax
læknis ef vart verður kvilla í
kviðarholi.
12.
NÓVEMBER
Skapgerð
Fólk, sem fætt er þennan dag,
ber mikla persónu, eins og sagt er.
Það er vel greint, sérlega næmt og
jafnframt minnisgott. Þaö er
orðheppið og flestum þykir
skemmtilegt að umgangast það.
Þetta fólk hefur prúðmannlega
framkomu, er hlýlegt í viðmóti en
er sjálft auðsært. Það eignast fjöl-
marga kunningja en fáa trúnaðar-
vini.
Lífsstarf
Eins og nærri má geta er fólki
dagsins ýmislegt til lista lagt og
nokkuð sama hvað það tekur sér
fyrir hendur, leggi það sig fram
lánast því nánast hvað sem er.
Störf viö ferðamannaþjónustu eða
fjölmiðla hæfa því vel, sömuleið-
is er því lagið að fást við sjúka,
ekki síst þá sem eiga við andlega
erfiðleika að stríða.
Ástalíf
Lundin er ör og geðið viðkvæmt,
þvi má búast viö einhverri ágjöf í
ástamálunum. Meðfædd greind
getur komið að góðu gagni við að
varðveita heimilisfriöinn.
Heilsufar
Þetta er heilsugott fólk en fái
það á annað borð pestir fylgir
þeimoftast hár hiti.
13.
NÓVEMBER
Skapgerð
Afmælisbörn þessa dags eru
viljasterk, hugmyndarík og hrein-
skilin. Þau eru geðrík, uppfinn-
ingasöm og gædd listrænum gáf-
um. Þau eru leiðandi í hópi og vel
til forystu fallin. Nokkurt eirðar-
leysi er yfir þeim og þau þarfnast
flestum oftar tilbreytingar. Þetta
eru skemmtilegir félagar en
stundum nokkuð ráðríkir.
Lífsstarf
Fólk dagsins ætti að foröast ein-
hæf störf og það kostar iðulega
kapps um að finna sér starf sem
ferðalög og annar erill fylgir.
Erindrekstur hvers konar hentar
því vel, það er fljúgandi mælskt og
á svo auðvelt með að telja fólk á
sína skoðun að kalla mætti það
áróðursmeistara. Það hefur
gjarnan áhuga á dulrænum efnum
og kemur trúlega eitthvað nálægt
slíku einhvern tíma á ævinni.
Ástalíf
Afmælisbarnið nýtur hylli hins
kynsins og er óragt að stofna til
ástarsambanda. Ekki er endingin
ævinlega eins mikil og til stóö í
upphafi en þá er ekkert verið að
sýta það, málin afgreidd á
hispurslausan hátt og byrjað upp
á nýtt. Á ýmsu gengur komi til
hjónabands en makinn hefur þar
sitt að segja þannig að niður-
staðan getur orðið hver sem er.
Heilsufar
Fólk dagsins er sterkbyggt og
vel á sig komið líkamlega en
taugakerfið er viðkvæmt, viö-
kvæmara en æskilegt væri því að
töluverö streita fylgir jafnan fólki
þessu. Bólgusjúkdómar gera
sömuleiðis iðulega vart viö sig.
45. tbl. Vlkan 27