Vikan


Vikan - 07.11.1985, Side 28

Vikan - 07.11.1985, Side 28
Umsjón: Hóffý Ljósmyndir: RagnarTh. HAND- BRÚÐUR Krakkar, sem eiga svona hand- brúður, geta útbúið sitt eigið leik- hús og sett upp leiksýningar. I haus og höndum er óbleikt léreft en í fötunum eru bútar úr ýmsum áttum, sumt er nýtt, annað sniðið upp úr gömlum fötum. Til að gera saumaskapinn ennþá auðveldari er hægt að sleppa því aö hafa hendurnar úr léreftinu og sníða þær um leið og fötin. Andlitin á dúkkunum á myndunum eru teiknuð með Camero málningar- pennum. Það er líka hægt aö teikna með tússlitum eða sauma andlitin með til dæmis lykkju- spori. Dúkkan er saumuð saman en passið að hafa hálsinn nógu víðan svo það sé hægt að snúa hausnum við. Inn í hausinn er troðið vatti og það helst alveg á sínum stað þó að hálsinn sé opinn fyrir fingurinn. Ef hálsinn verður langur og skrítinn er bara settur trefill eða blúnda utan um hann. Hár úr prjónagarni er saumað ofan á. Andlitinu á sniðinu hérna er auðvelt að breyta eftir því hvernig dúkkan á að vera, til dæmis breikka varir og stækka nef. Með smáhjálp frá fullorðnum geta krakkar búið til leikhús úr stórum pappakassa — og þá getur sýningin hafist. 28 Vlkan 45. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.