Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 30
Draumur
umhund
Kœri draumráðandi.
Viltu gjöra svo vel að ráða
eftirfarandi draunl fyrir
mig. Aðfaranótt 14. október
’85 dreymdi mig að ég vœri
staddur inni í stofu hjá for-
eldrum mínum og lá þar
gamall hundur sem heitir
Snati. Hann er svartur og
hvítur á litinn. Hann var
mjög illa á sig kominn.
Lappirnar á honum virtust
ekkert vera nema beinin ein.
Pabbi minn hafði gefið hon-
um einhver deyfilyf sem
gerðu það að verkum að
hann átti að veslast upp
smátt og smátt.
Móðurbróðir minn kom og
sagði að það vœri betra að
skjóta hundinn heldur en
láta hann veslast svona upp.
Þá benti pabbi minn á að
hann myndi vefja sig inn í
gardínuna ogþar af leiðandi
drepast. Stuttu síðar kemur
móðurbróðir minn inn í
stofu og sest í stofusófann.
Þegar hundurinn sér hann
er hann orðinn bráðhress,
feitur og vel útlítandi og
hleypur í fangið á honum.
Einn mjög draumspakur.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni
minni?
Rétt er að taka það fram sem
draumráðandi hefur þegar oft
reynt að hann getur lítið lesið úr
skrift manna annað en það sem al-
menn skoðun og tilfinning segir
honum. I fljótu bragði sýnist hon-
um að þessi rithönd geti varla til-
heyrt öðrum en frekar regluföst-
um persónuleika.
Sennilega er þig í þessum
draumi að dreyma einhvern sem
er þér kær, manneskju sem hefur í
sér óvenju miklar sviptingar milli
góðs og ills. Eitthvað virðist henda
hana, hvort það eru veikindi eða
annars konar erfiðleikar er erfitt
að sjá. Þó er nokkuð víst að ein-
hver ástæða er fyrir því að þessir
erfiðleikar knýja dyra, kannski
ekki sjálfskaparvíti en ef til vill
óheppilegt umhverfi eða félags-
skapur. Fyrir góðra manna til-
stilli mun heldur betur rætast úr
fyrir þessari manneskju og í
draumanöfnunum kemur bæði
fram sigur og ávinningur þannig
að eitthvað gott mun af erfiðleik-
unum leiða. Þessi draumur gæti
til dæmis átt við manneskju sem
er í sömu aðstöðu og alkóhólisti
sem sigrast á veikleika sínum og
getur jafnvel átt við einhvern slík-
an.
Þrumur,
útför og
bama-
líkkista
Kœri draumráðandi!
Mig dreymdi svolítið
skrýtinn draum um daginn.
Hann er svona: Mig dreymdi
að ég vœri stödd í Keflavík
hjá vinkonu minni. Eg var
heima hjá henni þegar ég
heyrði allt í einu þrumur.
Þá leit ég út og sá útför. Það
voru nokkrar líkkistur (mig
minnir að þœr hafi verið sjö
en ég er ekki alveg viss um
það). Ég spyr vinkonu mína
hvað sé um að vera. Hún seg-
ir að þetta sé útfor hjá amer-
ískum hermönnum. Síðan sá
ég barnalíkkistu og hryllti
mig við henni (mjög svo).
Síðan sá ég fullt af blómum,
krönsum og loks kross.
Draumurinn var ekki
lengri. Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna.
A.B.
Þessi draumur er sennilega fyr-
ir því að þú fréttir af eða verðir
jafnvel boðið í brúðkaup sem þér
er nokkur skapraun af. Hvort um
er að ræða afbrýði af þinni hálfu
eða hvort þetta brúðkaup er innan
fjölskyldunnar og þér ami að
ráðahagnum er ekki gott að sjá,
en einhvern veginn virðist á
draumnum að hið fyrrnefnda sé
líklegra. Þú þarft í rauninni ekki
að hafa áhyggjur af þessum
draumatáknum, mjög ósennilegt
er að nokkuð alvarlegt fylgi
draumnum þó þér þyki drauma-
táknin sjálfsagt dálítið ógnvekj-
andi. Líklega eru einhverjar
breytingar i vændum á lífi þínu,
sérstaklega í tilfinningamálum,
og jafnvel hægt að rekja þær til
þessa hjónabands sem þú virðist
svo óhress með. Það er mjög ólík-
lega þitt eigið.
Dansandi í
brúöarkjól
Kœri draumráðandi.
Mig dreymdi draum í nótt
sem leið. Mér finnst hann
athyglisverður og langar að
biðja þig um að ráða hann
fyrir mig.
Mér fannst ég vera leið-
sögumaður með útlendinga
og við vorum að borða á
hóteli. Svo fór ég fram og var
að vesenast með hárið á mér.
Það var eldri maður með
permanent þarna frammi og
hann fór að bleyta hárið á
sér svo það yrði slétt.
Síðan fórum við inn aftur
og þá var komin tónlist. Við
fórum að dansa og mér
fannst eins og hann hefði
verið að kenna mér þennan
dans (mér fannst allir voða
hissa á því að ég kynniþenn-
an dans) og þegar ég var ekki
klár á danssporunum stóð ég
á tánum á honum ogþá gekk
allt vel. Þegar dansinn var
að verða búinn var ég í
brúðarkjólnum mínum og
slóðinn dróst á eftir mér
þegar ég gekk út af gólfinu.
Þá hugsaði ég: Ég má ekki
láta slóðann dragast svona
á eftir mér, það er bara í
giftingu, og tók í hankann á
slóðanum, hélt honum uppi
og gekk svoleiðis út.
Vonast eftir birtingu sem
fyrst. Með fyrirfram þökk.
M.X.
Sennilega er þessi draumur
fjármálalegs eðlis, svo furðulega
sem þaö kann aö hljóma. Líkur
eru á að þú munir í náinni framtíð
ráðast í eitthvert áhættufyrirtæki
sem hefur í för með sér ný viðhorf
og samskipti við nýtt fólk. Þetta
fyrirtæki eða brambolt er ekki
með öllu áhættulaust en þó er það
svo að það mun að líkindum lánast
þér prýöilega. Þú munt reiðubúin
til að leggja hart að þér og leita
eftir leiðsögn annarra án þess að
gerast dómgreindarlaust hand-
bendi þeirra. I einkalífinu mun
þetta fyrirtæki fremur verða þér
til álitsauka en hitt vegna þeirrar
gætni sem allt útlit er fyrir að þú
munir sýna.
30 Vikan 45. tbl.