Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 32

Vikan - 07.11.1985, Page 32
32 Vikan 45. tbl. 1 Islendingar hafa stundum haft svolítið gaman af að tala illa um höfuðborg eins okkar nánasta ná- grannalands, Osló. Þeim hefur ekki þótt nægur heimsborgarbragur á Osló, skemmtanalifið fábreytt og borgin einfaldlega ekki nógu smart fyrir þeirra smekk. Þeir hafa kallað hana „stærsta sveitaþorp heims". Haraldur konungur haröráði telst hafa stofnað borgina árið 1050. Sú borg eyðilagðist í eldi en Kristján IV, konungur Islands, jNoregs og Danmerkur, stofnaði nýja borg skammt frá staðnum sem sú gamla hafði staðið á árið 1624. Hann kallaði borgina Kristjaníu í höfuðið á sjálfum sér og svo hét borgin fram til ársins 1925 er þjóðernisstolt og málrækt varð til þess að aftur var tekið upp hið forna nafn borgarinnar. Osló var löngu orðin stór borg þegar Reykjavík var bara kofa- þyrping. Osló var með steinlögð- t um strætum og háreistum húsum og hafa margir merkismenn reik- að þar um stræti. Þar voru Ham- sun og Ibsen, Björnstjerne Björn- son og Grieg, Amundsen og Nan- sen, Undset og Munch og ótal fleiri. Osló hefur alltaf átt sína menn- ingar- og skemmtistaði. Þar er konungshöll, mörg leikhús, ópera, háskóli, Holmenkollen, Viege- lands-garðurinn, Kon Tiki og Framsöfnin, sporvagnar, Karl Johansgata og Grand Café svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir allt þetta hefur mönnum samt til skamms tíma fundist Osló sveitaleg miðað við höfuðborgir annarra landa (þar á meðal Islands, en allir, sem vilja, vita að Reykjavík er ekki sveita- leg, Reykjavík er minnsta stór- borg í heimi!). En ef til viil er þetta bara alls ekki rétt. Osló er höfuð- borg í einu ríkasta og mesta vel- megunarríki heims. Olían hefur gert Norðmenn ríka og þess sjást alls staðar merki. Þeir sækja fram á öllum sviðum, einkum á sviði tölvutækni og háþróaðs iðn- aöar. I daglegu lífi almennings sést að Oli Norðmaður hefur úr meiru að spila en nokkru sinni fyrr. Vinnutími Norömanna er yfirleitt stuttur (miöað við það sem hér tíðkast) og hvergi eru vænlegri forsendur fyrir blómstr- andi afþreyingarstarfsemi og menningu. Norðmönnum er mikið í mun aö losna við ímynd Norömannsins sem luralega náungans í Öla- buxum og Maríusarpeysu. Norð- menn vilja ekki vera nein smáþjóð á hjara veraldar. Þeir vilja vera smart og láta til sín taka. Þeir ferðast víöa um lönd og koma heim til Noregs með nýja siði og Það kennir margra grasa i skreytingum á Ludvik — stóra. OSLÓ: EKKI LENGUR STÆRSTA SVEITAÞORP HEIMS nýjar venjur og ryðja út öllu því gamla og hallærislega. Norðmenn hafa tekið að láni enska orðið „trend” sem þýðir tiska eöa tísku- straumar og lýsingarorðið „trendy” sem jafngildir því sem sagt er á „íslensku” að vera töff eöa smart. Oröin trend og trendy nota þeir síðan í tíma og ótíma til að lýsa sjálfum sér og umhverf- inu. Þessi óskaplega tilhneiging Norðmanna til aö vera „trendy” minnir satt best að segja á stundum mjög á tilburði landans sem margir vilja meina að eigi rætur að rekja til minnimáttar- kenndar. Allt þetta endurspeglast í Osló. Á góðviðrisdögum iöar mannlífið í miðborginni. Fólkiö fylgist vel með tískunni og tískuverslunum hefur áreiðanlega ekki fjölgað hægar í Osló en í Reykjavík á síðustu árum. Kaffihús, bjórkrár og matsölustaðir, sem sækja fyrir- myndir til allra heimsins horna, eru um alla borg. Gamla, norska kaffistofan (kaffistova) var hér áður fyrr fremur drungalegur staður þar sem hægt var að kaupa heimilislegan mat eins og kjöt- kökur með týtuberjasultu og of- soðnu grænmeti. En í Osló eru þessi gömlu kaffihús sem óðast að víkja fyrir skemmtilegum, nýjum stöðum þar sem einnig er hægt að fá bjór, léttvín og smárétti. Þessir staðir eru innréttaðir á smekkleg- an hátt. Þar ríkir hefðbundinn evrópskur kaffihúsastíll í bland við nýtískulegan stíl sem kenndur er við „high tech” og nútímalegan „art deco” stíl, ásamt blómum og listmunum. Andrúmsloftið er í senn afslappað og ber merki um asa og annríki. Þarna hittast borg- arbúar og ræða málin í dagsins 4 önn. Þegar gott er veður breytast þessir staðir á svipstundu í úti- veitingahús því víða er hægt að renna framhliðinni frá og/eða færa borð og stóla út á stétt eða út í garð. Frægustu staðirnir í miðborg- inni eru áreiöanlega Cafó Grand á Grand Hotel við Karl Johansgötu Og Theatercaféen á Stortingsgötu. Þangað koma „allir” sem vilja sýna sig og sjá aðra í Osló — og þar getur verið erfitt að fá borð.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.