Vikan


Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 33

Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 33
Texti: Þórey Einarsdóttir Myndir: Þ.E. og fleiri. Yfirbragð borgarinnar ar létt og skemmtilegt. Hér eru menntaskóla- nemar að selja gamlar skólabækur sinar é Karl Johan fyrir framan há- skólann. Karl Johansgata er frægasta gatan I Osló. Neðri hluti hennar er göngugata og mjög lifleg. Staðurinn er þekktur fyrir góðan mat og góða þjónustu en ekki síst fyrir dinnermúsíkina. Þar er gam- all maður sem nú mun vera kom- inn um nírætt og hefur spilað þarna svo lengi sem menn muna. Hann situr á palli fyrir ofan veitingasalinn og spilar fyrir gesti sem margir hverjir hafa komið eingöngu til að hlusta á hann. Stravinski er skemmtilega inn- réttaður staður í spænskum stíl og margir segja þetta besta staðinn í borginni. Þar er leikin lifandi tón- list og diskótónlist en á þriðju- dagskvöldum er leikin tónlist eftir Stravinski og fleiri og það hefur gert staðinn mjög vinsælan. Ludvig er einn af skemmtilegri veitingastöðum í Osló. Að borða þar er eins og að borða á undar- legu minjasafni þar sem öllu ægir saman — og allt hefur verið hengt upp í loftið. Þar hanga gamlir dúkkuvagnar og rugguhestar og uppi undir lofti eru gínur að baða sig í gömlu baðkeri. Út úr einum veggnum birtist elgshaus á heila tímanum og segir fólki hvað klukkan er með rámri röddu svo fátt eitt sé nefnt. Góður staður til að taka börnin með á því þarna er margt að skoða. Peppés Pizza eru skemmtilegir pitsustaðir sem eru víða um Noreg. Peppés er án efa vinsælasti pitustaðurinn í Osló (en þeir eru nokkrir í borginni). Þar er gott barnahorn og þægilegt að koma með börn. Mama Rosa er annar mjög góður og vinsæll, ítalskur staður. Af góðum kín- verskum er helst að nefna China- town. La Brochotte er frægur fyrir „franska eldhúsið”, franskur staður með góðum mat og góðum innréttingum. Hann er við hliðina á Konserthallen, nálægt leik- húsunum og verðlagið er ekki það lægsta. Molla er frægur veitinga- staður í gamalli vefnaðarverk- smiðju við fossinn þar sem hægt er að fá fisk og villibráð og horfa beint út í upplýsta fossana. Etoiie á Grand Hotel er annar mjög fínn og virðulegur staður þar sem frönsk matargerðarlist er í hávegum höfð og verðlagið eftir því. Cats er nýr staður sem þykir bjóða sér- lega góðan mat og tónlist. Dartagn er staður sem óðir sælker- ar mæla eindregið með. Blom á Karl Johan hefur verið fundarstaður listamanna í næstum 100 ár. Staðurinn er ný- uppgerður ásamt öðrum húsum í nágrenninu en innréttingar voru látnar halda sér. Fru Blom, bjór- og vínstaður, er til húsa á sama stað. Brödrene Berg Og Sostrone Larsen eru hlið við hlið. Á þeim fyrrnefnda er bara hægt að fá vín og þar er oft lifandi tónlist á kvöld- in, annars diskótónlist. Þetta er mjög vinsæll og skemmtilegur staður til að hittast á og spjalla, til dæmis áður en farið er annað. Á þeim síðarnefnda er einnig hægt að fá mat og hann er líka mjög vinsæll. Scotsman er frægur staður á miðri Karl Johansgötu og minnir mest á breskan pöbb af þeim sem eru í Osló. Margir taka ástfóstri við þennan stað og vilja ekkert annað fara. Studentlunden fyrir framan ráðhúsið er undir glerþaki en á sumrin er það tekið burt. Áðurnefndir staðir eru ekki tæmandi listi yfir athyglisverða veitingastaði í Osló heldur aðeins brot. Hann gefur þó nokkra mynd af fjölbreytninni sem þar ríkir. Enginn ætti að þurfa að svelta eða láta sér leiðast þess vegna. En því miður er dýrðin ekki gefins. Osló er ein dýrasta borg heims. Kauplag er einnig hátt þannig að það kemur ekki í veg fyrir að borgarbúar og aðrir Norðmenn geti notið lífsins en setur stórt strik í reikninginn hjá ferða- mönnum. Hið háa verðlag í land- inu er Norðmönnum áhyggjuefni vegna þess að það stendur ferða- mannastarfsemi í landinu nokkuð fyrir þrifum og ferðamönnum fjölgar ekki sem skyldi. Og á Osló eru líka skuggahliðar. Hún hefur ekki farið varhluta af meinum stórborganna, svo sem sívaxandi eiturlyfjaneyslu, glæp- um, vændi og upplausn. Yfirvöld og almenningur hafa þó brugðist ákveðið við og allt er reynt til að halda ósómanum frá miðborginni. Þar er óvenju öflug löggæsla á degi sem nóttu og ávallt sjúkrabíll til taks. Vegfarendur geta því ver- ið allöruggir um líf sigg og limi á götum úti. Hér hefur varla verið minnst á aðra þætti menningarinnar sem borgin býður upp á, svo sem leik- húslíf, óperu, sýningar og tón- leikahald, listsýningar, listasöfn og minjasöfn, en allt þetta er mjög athyglisvert í borginni. Ferða- menn í borginni ættu að líta í Oslo Guide Og Oslo This Week sem hægt er að fá á öllum hótelum og upp- lýsingamiðstöðvum ferðamanna. Heimskunnir listamenn eru þar tíðir gestir. En jafnvel þeir sem auralitlir eru og verða að láta sér nægja leikhús götunnar geta fengið nægju sína í Osló. Á góðviðris- dögum sumarsins (og í Osló er allajafna verðursæld miðað við það sem gengur og gerist á þess- ari breiddargráðu) er borgar- bragurinn léttur og skemmti- legur. Og Norðmenn eru meira að segja orðnir svo léttir að karnival, þar sem allir dansa samba af hjartans lyst, er orðinn árlegur viðburður í Osló svo og öðrum borgum Noregs. Segið svo að Osló sé stærsta sveitaþorp heims! Veitingastaðir sem nefndir eru: í dýrari kantinum Molla - Sagvn. 21, sími 375450. Cats — Storgt. 25. La Brochette — Dronnings Maudsgt. 1 — 3, sími 416733. Theatercaféen — Stortingsgt. 24 — 26, sími 508686. Dartagnan Restaurand — N.SIottsgt. 9, simi 415062. Etoile, Grand Hotel — Karl Johansgt. 31, simi 429390. Grand Cafó, Grand Hotel — Blom-Karl Johansgt. 41, sími 427300. Ódýrari staöir meö afslöppuöu and- rúmslofti Chinatown — Trondheimsvn. 139, simi 351919. Mama Rosa — 0 Slottsgt. 12, simi 420130. Peppés Pizza — Stortingsgt. 4, sími 412251. Ludvik — Torggt. 16, sími 428800. Brodrene Berg — Karl Johansgt. 33, Spstrene Larsen — Karl Johansgt. 35, simi 429170. Stravinski — Rosenkrantsgt. 17, simi 422494. The Scotsman — Karl Johansgt. 17, simi 428953. Studentlunden — við Karl Johansgt. Fru Blom — Karl Johansgt. 41, simi 427300. 45- tbl. Vikan 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.