Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 38

Vikan - 07.11.1985, Page 38
list, þá sem krydduöu meö gríni og áttu sumir hverjir ýmislegt sam- eiginlegt meö norrænum vísna- söngvurum, meöal þeirra má nefna Ríó-tríóið, Árna Johnsen og suma spretti Savannah, og svo hins vegar alvarlegri söngvarar sem sungu mótmælasöngva, náttúru- óöa og ýmis falleg lög. Kristín Hver er bestur? Þótt flestir hafi fallið fyrir þjóð- lagaæöinu, meðan þaö gekk yfir, heyröust af og til hjáróma raddir sem voru eitthvað að agnúast út í þjóðlagasöngvarana. Bandarísk- ur háðfugl, sem lék á píanó og var þar með ótækur í þjóðlagabrans- ann, þóttist eitt sinn vera fallinn fyrir þjóðlagaæöinu og sagði við áheyrendur sína: „Imyndiö ykkur bara að ég sé að leika hér á 88 strengja gítar. . . (píanóglamur) ... og syngja um frið og bræðralag Vv_ , % \ Imyndiðykkur \ Árna Johnsen í svörtum leðurgalla, með kolsvartan hrafn á öxlinni, gítar í fanginu, raula lög með einfaldri laglínu við texta eftir Halldór Laxness. Hrafninn haggast ekki á meðan hann losar sig við kvöldmatinn og Árni ekki heldur. Inn trítlar þjóðkunnur maður, þurrk- ar dritið burt af baki Árna. Þetta er ekki draum- ur. Þetta er ágústkvöld í Húsafellsskógi og árin sem liðin eru ekki nógu mörg til að yfir þetta hafi fyrnst. En þjóölagatríóin — eins til átta manna — eru að mestu horfin. Þau eru ekki lengur það sem blaktir. Þjóðlagahátíðir og þjóð- lagasöngflokkar áttu sinn blóma- tíma á árunum kringum 1970. Þá sungu menn þjóðlög, stundum frumsamin, en það gerði ekkert til, það gátu ekki allir sungið Só ég eftir sauðunum Og slegið í gegn. Gítarar, munnhörpur. . . Eftir á að hyggja finnst manni að þessir þjóðlagahópar hafi yfir- leitt verið tveir karlmenn með gít- ar, sinn hvorum megin við síð- hærða, skolhærða stúlku sem söng í hátalara og hristi hringlu, fólk sem söng um frið og réttlæti, fall- ega náttúru og fuglasöng. Á sam- komum þeirra ríkti andrúmsloft vongleði og vorhugur. Og textarn- ir fjölluðu oft um baráttu gegn ranglæti í hverri mynd sem það fannst. Formið var all-bundið, gít- ar bar hæst, fiðlur, munnhörpur, flautur og belgmiklir bassar voru ókei og önnur hljóðfæri lakari. Þeir sem spiluðu á píanó voru ekki einusinni settirá. Rafmagn á gömlu hljóðfærin Þjóðlagahópar þeir sem enn halda velli hafa yfirleitt gruflaö mjög í þeirri hefð sem þeir byggja á. Þeir hafa tileinkað sér margt úr „alvöru”þjóðlögum landa sinna eða annarra landa, þekkja hljóð- færaskipan og laglínur löngu gleymdra tíma og endurvekja oft að vissu marki. En á sjöunda ára- tugnum var minna um þess háttar nákvæmni, þá fékk sá sem átti gít- ar og gat (eða gat ekki en reyndi) raulað umsvifalaust nafnbótina þjóðlagasöngvari og áðurnefnd misfjölmenn tríó voru vinsæl. Nöfn eins og Peter, Paul og Mary heyra til árdögum þessa tíma, síð- ar komu stórstjörnur á borð við Dylan, Savannah-tríóið (sem söng alvöruþjóðlög í bland), Joan Baez og Donovan til sögunnar og allir fengu þjóðlagadelluna. Auðvitað þróaðist þjóðlagatón- listin í ýmsar áttir. Bretar fóru að líta á eldgamla enska, skoska og írska hefð og fá sér rafmagnsfiðl- ur í sínar hljómsveitir, mótmæla- söngvar og alls kyns verkalýðs- söngvar áttu mjög upp á pallborð- ið í Bandaríkjunum þar sem Pete Seeger og Woody gamli Gurthie voru átrúnaðargoð hinna yngri og á Islandi má að minnsta kosti greina tvær stefnur í þjóðlagatón- Olafsdóttir, Nútímabörn og Fiör- ildi myndu frekar teljast í þessum hópi. Vikivakar, vísnavinir Hátindur íslensku þjóðlagahóp- anna var án efa þegar miklar þjóðlagahátíðir voru haldnar í Tónabæ 1970 og 1971. Þá var starf- andi þjóðlagahópurinn Vikivaki og naut mikilla vinsælda. Vera má að Vísnavinir, sem nú starfa, séu arfur þessa tíma, en sá tími er liðinn að allir gutli á gítar og rauli „We shall overcome” eða „Hopp og hí og hamagangur á Hóli” þó einstaka sinnum heyrist raddir í þeim dúr. og réttlæti.....það er nú annað en þið gerið, ófétin ykkar! ” Með og móti En auðvitað var þetta einmitt það sem allir sungu um, friður, bræðralag og réttlæti. Þeir réðust gegn óréttlæti, stríði og misrétti með gítar og rödd að vopni, sumir segja að þeir hafi líka sigrað með sömu vopnum. Víetnamstríðinu lauk með velþóknun allra al- mennilegra þjóðlagaaðdáenda, svartir fengu aðgang að háskólum í Alabama með velþóknun sömu og af og til voru allir vinir. Eða að minnsta kosti flestir. Það heyrðist áreiðanlega enginn þjóðlagahópur syngja: „Við viljum meiri gróða, 38 Vikan 45 tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.