Vikan - 07.11.1985, Síða 39
Ara fróða, einkaskóla og kóka-
kóla.” Baráttusöngvar fyrir að-
skilnaðarstefnunni í Suður-Afríku
munu fáir vera ef einhverjir en
þeim mun fleiri gegn henni. Og
herforingjastjórnir Suður-Amer-
íku voru hrifnari af byssum en
gíturum þegar þær völdu sér
vopn.
Stjörnur gegn striði
eða stjörnustríð
Nú er öldin önnur. Launþega-
tríóin syngja ekki „Vísitölutrygg-
ingu á verðbundin laun. . .”
Samninganefndir hafa leyst þjóð-
lagasöngvara af hólmi og að nefna
frammistöðu þeirra er nú eins og
að núa SALT-II í sárin. Verðtrygg-
íngar út, liftryggingar ínn. Ai-
mannatryggingar í hættu, verð-
bréfatryggingar miklu öruggari.
Dylan og Donovan hafa ekki frum-
kvæðið þegar rætt er um stríðs- og
friðarmál heldur Reagan,
Gorbasjoff og stjörnustríðshetjur.
Næst?
Sagan endurtekur sig en aldrei
er hægt að spá um hvernig.
Kannski er nýtt blómaskeið fram-
undan í þjóðlagaheiminum. Hver
veit nema söngsveitir Reagans
syngi á næstu árum „Stjörnu-
stríð” og spili undir á gítar og
Gorbasjoff taki undir með kaf-
bátasóló á munnhörpuna sína?
Hverveit?
Hann heimsótti Woody Gurthie á sjúkrabeð 1961
til að ná í rætur mótmæla/þjóðlagahefðarinnar i
Ameriku. Svo varð hann frægari en flestir, af sum-
um nefndur „flak" eftir frammistöðuna á Live Aid
tónleikunum. Bob Dylan heitir hann.
Texti: Anna
Hrafninn floginn, leðurgallinn líka
en hér er tríóið „Skoðanabræður"
annó 1985: Birgir ísleifur, Árni
Johnsen og Ólafur G. Einarsson.
Nútimabörn i sjónvarpsupptöku:
Sverrir Ólafsson, Ágúst Atlason,
Drifa Kristjánsdóttir, Snæbjörn
Kristjánsson og Ómar Valdimars-
son.
45. tM. Vlkan 59