Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 43

Vikan - 07.11.1985, Page 43
Umsjón: Hilmar Karlsson Fyrir hlutvark aitt i Tha Coalmlnar's Daughtar hlaut Sissy Spacak öskarsvarðlaun. ur af atvinnuleysi. Á eftir fylgdu myndirnar Weicome to la, sem fjallar um tónskáld í leit að sjálfum sér, Thraa Women, sem var leik- stýrt af Robert Altman, og Haart Beat, sem fjallaði um ævi Jack Kerouac. Þar lék hún á móti Nick Nolte. Svo kom stóra hlutverkið. Michael Apted bauð henni að leika sveitasöngkonuna þekktu, Lorettu Lynn, í The Coalminer's Daughter. Þar þurfti Spacek að leika söngkonu frá táninga- aldri til fullorðinsára og henni tókst það á mjög svo sannfærandi hátt. Fyrir þetta hlut- verk hlaut hún óskarsverðlaunin eftirsóttu. Þess má geta að hún söng sjálf öll lögin í myndinni. Eftir þennan sigur var kominn tími til að þau hjónin geröu eina mynd saman. Fyrir valinu varð Raggedy Man. Jack Fisk var leik- stjóri og Sissy Spacek lék aðalhlutverkiö. Myndin gerist í síðari heimsstyrjöldinni og lýsir á rómantískan máta lífi fráskilinnar móður í smábæ. Missing, hin frábæra kvik- mynd Costa Cavras, var hennar næsta verk- efni. Og enn einu sinni sýndi Sissy Spacek hvers hún er megnug. Hér lék hún ekkju blaðamanns sem drepinn er í Chile. Fer hún með tengdaföður sínum, sem leikinn er af Jack Lemmon, til Chile til að kanna afdrif eiginmanns síns. Nýjasta kvikmynd Sissy Spacek er The River, þar sem hún hverfur aftur í sveitina, nú með Mel Gibson sér við hlið. Fyrir þetta hlut- verk hlaut hún enn einu sinni óskars- verðlaunatilnefningu. Nokkrar kvikmyndir með Sissy Spacek sem hægt er að fá á myndbandaleigum. Prime Cut Badlands Carrle Three Women Heart Beat The Coalminer's Daughter RaggedyMan Missing í SKUGGA FÖÐURINS ★ ★ LIVING PROOF Leikstjóri: Dick Lowry. Aðalleikarar: Richard Thomas, Ann Gillespie og Clu Gulager. Sýningartimi: 100 minútur. • Á sínum tíma var Hank Williams stærsta stjarnan í sveitatónlistinni í Bandaríkjunum. Hann lifði hátt og lést í bílslysi aöeins 29 ára gamall. Hann var þá nýskilinn við eiginkonu sína og áttu þau einn dreng, Hank Williams yngri. Um ævi hans fram að nútímanum f jallar Living Proof. Móðir hans var ákveöin í að hann skyldi verða sama stórstjarnan og faðirinn og varð hann brátt þekktur söngvari. En fólk kom eingöngu til aö hlusta á lög fööur hans. Hans eigin lög máttu ekki heyrast, aö skipun móður hans. Samband Williams og móður hans endar með látum og hann heldur á brott. Hann ferðast um allar sveitir með hljómsveit sína og heldur tónleika og' er lífinu lifaö til fulls, kvenfólk og brennivín alltaf til taks eftir tón- leika. Samt fer það í taugarnar á honum að í hvert skipti sem hann leikur eigin lög fara áhorfendur strax að biöja um lög föður hans. Hann kynnist ungri stúlku, June, og giftist henni. Fljótt verða erfið- leikar í sambandi þeirra. Hún gerir sömu kröfur til hans og móðir hans. Brennivínið tekur völdin. Honum er rétt bjargaö eftir sjálfsmorðstilraun í eitt skipti. Eftir að hann kemur af sjúkrahúsinu ákveður hann aö endurskipuleggja lif sitt, fer í sveit- ina og byrjar að stunda bjargsig. Dag einn hrapar hann næstum til bana og hefur andlit hans af- skræmst. Williams vill nú leggjast í einangrun en það verða vinir til að bjargahonum. . . Living Proof er dramatísk frá- sögn söngvara sem ekki fær aö njóta sín sem skyldi vegna frægöar föður síns. Hank Williams yngri syngur sjálfur öll lögin í myndinni, sem eru fjölmörg og flest þeirra þekkt. Það er Richard Thomas er leikur. Living Proof er ágæt afþreying og fjársjóð- ur unnenda amerískrar sveitatón- listar. Landið týnda ★ THE PEOPLE THAT TIME FORGOT Leikstjóri: Kevin Connor Aðelleikarar: Patrick Wayne, Sarah Douglas og Dough Mc- Clure. Sýningartimi 90 mínútur. Edgar Burroughs er þekktastur fyrir að hafa skrifað Tarzanbækurn- ar sem hafa glatt hjörtu ungra drengja um árabil. Hann samdi einn- ig aðrar ævintýrasögur og er The People that Tlme Forgot ein þeirra. Myndin byrjar um borð í skipi sem er einhvers staðar í íshafi. Um borð í skipinu er leiðangur sem er að reyna að hafa uppi á vísindamanni sem hafði horfiö sporlaust eftir að hafa sent skýrslu um land mitt á ís- breiðunni. Þar eiga aö lifa fomsögu- legar eölur og margt fleira sem til- heyrir fomöld. Leiðangursstjóri er ung stríðs- hetja, McBride, og fer hann í flugvél til að leita þessa týnda lands. Með honum er ung blaðakona ásamt að- stoðarmönnum. Þau fljúga yfir hrjóstuga fjallgarða sem eru huldir snjó og alit í einu birtist, eins og vin í eyðimörk, svæði þar sem hvorki er snjór né kuldi og þar er lent. Þau eru ekki búin aö vera lengi þegar stórfenglegar eðlur fara að gera þeim lífið leitt. Leiðangurinn bjargar ungri, innfæddri stúlku úr klóm einhverra ómenna og getur hún frætt leiöangursmenn hvar leita megi að týnda vísindamanninum, en sú ferð verður að sjálfsögðu ekki hættulaus. Eftir mikinn hamagang og hættur tekst leiöangrinum þó ætlunarverk sitt og heldur heim á leið. . . Eins og sjá má er söguþráðurinn ekki beint sannfærandi og ekki bjarga leikarar eöa tæknimenn neinu. The People that Time Forgot er sem sagt hin barnalegasta kvik- mynd og tel ég að hún hæfi best drengjum frá tólf til fjórtán ára. I aðalhlutverki er Patrick Wayne sem aðallega er þekktur fyrir að vera sonur Johns Wayne. Hann er búinn að reyna fyrir sér í leikhstinni í mörg ár en hefur ekki náð miklum árangri. Sarah Douglas, er leikur kvenhetj- una, er á stööugri uppleiö sem leik- kona, þótt lítið beri á því hér. . m tiii: ri:om tii \t tiMi: i oiu;or ISLENSKUR TEXTI 45. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.