Vikan - 07.11.1985, Page 45
ÁSDIS MAGNUS
DÓTTIR
DANSARI
Ásdís Magnúsdóttir er dansari í íslenska dans-
flokknum. Hún starfar við Þjóðleikhúsið og dansaði
meðal annars í óperunni Grímudansleik fyrr í
haust. Ásdís lærði ballett aðallega í skóla Þjóðleik-
hússins, en auk þess hefur hún farið á námskeið er-
lendis, til dæmis í Moskvu og New York. Hún er gift,
á fjögurra ára son, þrjá ketti og einn hund. Það fellur
í hennar hlut að tipla á öðrum fæti í þessari Viku.
Tær.
Blöðrur á þeim. Ætli ég eigi ekki landsmet.
Rauða torgið í Moskvu.
Rómantískt og fallegt, ógleymanlegt.
Fimmtudagsmorgnar.
Ekkert sjónvarp í kvöld.
Stubbar.
Vildi að maðurinn minn hætti að reykja.
Flug og bíll.
Minnir mig á endalaus blankheit.
Skotveiðimenn.
Þeir ættu að fá sér annað tómstundagaman.
Sandur.
Sól og suðrænar strendur, sandur í bíkinibuxum.
Ríkisrekin menning.
Ófrjó til lengdar. Það er ekki hægt að reka menningu eins
og fyrirtæki. Þó ætti frjó menningarviðleitni og listsköpun
að vera styrkt af ríki og bæ að einhverju leyti en óháð.
Frelsið er svo mikilvægur útgangspunktur.
Hamborgari.
Magapína og brjóstsviði en góður hamborgari er æði.
Ópera og Verdi.
Grímudansleikur og ein melódía í 3. þætti sem gefur mér
vissa fullnægingu í hvert sinn sem ég loka augunum og
hlusta vel. Þá þakka ég guði fyrir tónlistargáfu Verdis.
Dýragarður.
Sá risaskjaldböku í dýragarði úti í New Jersey fyrir 20 ár-
um. Svo eru nú ýmiss konar dýragarðar allt í kringum
mann!
í túninu heima.
Hundaskítur.
Ár æskunnar.
Hvert ár ætti að vera ár æskunnar, kvenna, karla, fatl-
aðra, dýra, trjáa og svo framvegis.
Hárþvottur.
Ánægjuleg athöfn eftir að ég lét klippa mig.
Appelsínugulur strætó.
No comment.
45. tbl. Vikan 45