Vikan - 07.11.1985, Page 47
væri þess vegna sem ég var í
burtu?”
, Já, Madame.”
„Heldurðu að þú getir beðið
ráðskonuna um að færa mér kaffi
upp í herbergið mitt. Ég held að
ég leggi mig smástund en fyrst
langar mig að tala við hana.”
,,En Madame, það er búið að
fjarlægja öll húsgögnin. Þau eru
komin í geymslu. Herbergin eru
tóm. Demetrios sagði okkur að
gera það. Við gerðum ráð fyrir að
þér vissuð það, Madame.”
Lilí leit í kringum sig x skálan-
um og sá að þar voru hvorki hús-
gögn, gluggatjöld né teppi.
Þegar hún gekk upp hringstig-
ann skulfu fæturnir á henni.
Hún var enn mjög máttfarin en
svefnherbergið hennar var rétt
við stigapallinn.
Herbergið var tómt. Það eina
sem var í herberginu var
peningaskápurinn hennar í
veggnum. Venjulega var hann
falinn bak við tjöld. Hún gekk
nær. Dyrnar á litla, gráa pen-
ingaskápnum voru hálfopnar.
En það höfðu engir aðrir en
hún og Jo lykil að skápnum!
Bestu skartgripir Lilíar voru
reyndar ekki geymdir þarna, þeir
voru allir í bankahólfi.
Hún opnaði skápinn og leit
inn. Það glampaði í gull innst x
skápnum. Hún krækti í það með
fingrinum. Það var smáhlutur af
armbandi, líkan af Mínervu.
Nei, hana var ekki að dreyma.
Þá gerði hún sér ljóst að allar
myndirnar voru horfnar. Hún
hljóp að fataherberginu og
opnaði það. Öll fötin hennar
voru á bak og burt. Hún hljóp að
símanum. Það heyrðist enginn
sónn. Demetrios hlaut að hafa
misst vitið.
Og þá mundi hún eftir
pappírunum sem hún hafði
skrifað undir.
í um klukkustund kraup hún
grafkyrr við símann. Þá heyrði
hún þunglamalegt fótatak í
stiganum og Demetrios birtist í
dyrunum.
,,Það var hringt í mig frá
sjúkrahúsinu til að segja mér að
þú hefðir útskrifað þig sjálf.
Mjögheimskulegtafþér, Lilí.”
Demetrios hafði ekkert breyst
í útliti. En í stað þess að virðast
hár og traustvekjandi virtist hann
nú stór og hættulegur. Dökku
fötin voru ógnvekjandi, stórt
nefið var eins og á ránfugli og
daufleg, brún augun hörð og
köld eins og grjót.
,,Hvar eru fötin mín,
Konni?”
,,Það er búið að pakka þeim
niður svo að þú getir farið. ’ ’
,,Þú náðir í lykil Jos að
peningaskápnum. Rétti lögregl-
an þér hann? Jú, ætli það ekki.
Þú átt að heita lögfræðingurinn
hans. Hvar á ég að sofa í nótt? Ég
hef ekki einu sinni nærföt til
skiptanna.”
,,Það eru meira en fimmtíu og
þrjú þúsund frankar á banka-
reikningnum þínum. ’ ’
„Hvernig veist þú hvað er á
bankareikningnum mínum?”
,,Ég veit að þú átt nóg af
peningum og getur verið á
Verð frá kr. 12.980 .i9r.
Getur það verið?
Já, í Bláskógum er gott
úrval boröstofuhús-
gagna í ýmsum viðar-
tegundum á óumflýjan-
lega hagstæðu verði.
Ármúla 8 - S: 686080 - 686244
45. tbl. Vlkan 47