Vikan


Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 50

Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 50
hlustar af athygli verður það svipbrigðalaust. Allir gestirnir hér í kvöld skipta máli, þeir eiga allir mikið undir sér og margir hafa þegar lofað að styðja okkur. Kata, þú ert nú einn af eigendum raunverulegs blaðs. ’ ’ Augu Kötu fylltust af tárum. ,,Ég er bara svo þreytt, mig langar heim og ég er allt í einu eitthvað svo einmana. Ég sakna Walton-strætis og London og Scottys mest af öllum. ’ ’ ,Já, það er erfitt að vera stór stelpa. Ætli það sé ekki best að ég fylgi þér heim.” Þau tóku leigubíl heim til Kötu. Tom sagði: ,,Ég ætla að blanda mér almennilegan drykk. Ég þoli ekki þetta freyðisull. Þú ferð að hátta og þegar þér líður betur skal ég koma með eitthvað handa þér að borða. ,,Ég held að ég geti ekkert borðað, þakka þér fyrir, Tom. En það er einhver kaldur matur í ís- skápnum.” Þegar hún hallaði sér þreytu- lega á koddann kom Tom inn með bakka sem á var kaffi, harðir kleinuhringir, linur sellerístöng- ull og súpuskál. ,,Ég lofa að gera betur næst,” sagði hann og dreypti á viskíinu þar sem hann sat í bláum hægindastól. Hann velti því fyrir sér hvernig hann ætti að hressa hana þar sem hún sat uppi í rúminu og nartaði í matinn. ,,Gerir þú þér grein fyrir því, Kata, að síðustu þrjá mánuðina höfum við verið meira saman en meðalhjón?” Hann hallaði sér fram með olnbogana á hnjánum og bætti við í einlægni: ,,Annað sem þú gerir þér ekki grein fyrir er að þú hefur valdið því að margar af hugmyndum mínum um kvenfólk eru orðnar úreltar. Ég veit ekki hvort þetta er rétti tíminn til þess en mig langar að biðjast afsökunar. Ég hef van- metið þig, hugmyndir þínar, frumleika og reynslu. Ég hélt að þú værir bara breska vinkonan hennar Júdýjar og ég sá ekki að við hefðum neina þörf fyrir þig. En nú þegar ég hef séð þig að störfum er ég mjög ánægður. Mér þykir leitt að hafa verið svona hryssingslegur og ókurteis, svona andskoti hörkulegur. ’ ’ ,,Ég kann vel við hörkutól. Það er eitt af því sem ég á við að stríða.” , Ja, eitt af því sem ég á við að stríða er að ég næ engum árangri nema sýna hörku. En farðu nú að sofa. Ég sé þig á morgun. ’ ’ Eitt andartak hélt Kata að hann ætlaði að fara að reyna við hana. Hún hafði ekki átt sér neitt ástalíf síðustu mánuðina og þar áður hafði það ekki verið upp á marga fiska. Hún var næstum búin að missa vonina um að hitta nokkurn ríma karlmann sem gæti veitt henni fullnægingu með ást, af einlægni og ákefð. Það gerði enginn. Þegar hún vaknaði daginn eftir leið henni miklu betur. Hún var rétt að stíga fram úr rúminu þegar húsvörðurinn hringdi. ,,Það er maður hérna niðri með blóm.” ,,Sendu hann upp,” sagði Kata og hélt að þetta væri send- ill. Henni til mikillar undrunar birtist Tom með fangið fullt af mímósum og með bréfpoka með nýmöluðu kaffí, brauðsnúðum, reyktum laxi og rjómaosti. ,,Halló! Það er kominn morgunverður. Aftur upp í rúmið!” sagði hann og rétti henni morgunblöðin. öll dag- blöðin sögðu frá útgáfunni. Kötu leið strax betur. ,,Ég skammast mín fyrir hvernig ég lét í gærkvöldi. Ég fer alltaf að skæla þegar ég er þreytt.” ,,Vertu ekki að hugsa um það,” svaraði Tom. ,,Þú ert merkilega sterk og viðkvæm í senn. Þú ert hörkutól án þess að vera karlmannleg og leggur eins hart að þér við vinnu og Júdý og þá er mikið sagt. En þú ert undarlega viðkvæm á sumum sviðum. Þó þú viljir ekki viður- kenna það þarftu einhvern til að líta eftir þér.” ,,Það er litið vel eftir mér,” svaraði Kata og hló. ,,Sem betur fer er laugardagur. ” ,,Ég þarf að fara í vinnuna bráðum.” ,,Ég líka.” Hún var föl í andliti en mjög ánægð með sig þar sem hún lá með bakið upp við bleiku kodd- ana, í hvítum blúndunáttkjól. Tom horfði á hana og gerði sér allt í einu ljóst að hann vildi vera með henni. Bakkinn skall á gólf- inu og brauðin flugu út um her- bergið. Kata varð agndofa eitt andar- tak. Síðan fann hún hendur hans á sér, harðar varirnar á honum þrýstu sér upp að vörum hennar og hún fann lykt af nýþvegnum þvotti og hlýjum karlmannslík- ama. Hún hafði ekki einu sinni tíma til að fara hjá sér þegar hendur hans struku yfír náttkjól- inn og könnuðu líkama hennar. ,,Ég held að þetta sé ekki sérlega sniðugt,” sagði hún og greip andann á lofti. „Mér finnst það frábært,” hvíslaði Tom í hárið á henni. ,,Ég hélt að þú vildir ekki að starfsfólkið væri að draga sig saman...” , Jú, þetta er brjálæði,” bætti Tom glettnislega við og greip um brjóstin á henni. „Ætlar þú að losa þetta eða á ég að þurfa að rífa þetta utan af þér?” Kata var ekki sein á sér að smeygja sér úr. Hann strauk blíð- lega yfir hana alla. Hann hélt áfram að kyssa hana um leið og hann hneppti frá sér skyrtunni og tók af sér bindið. Hún fann fyrir harðri bringunni á honum upp við mjúk brjóstin á sér og fann kynæsandi lykt af nýjum svita í handarkrikanum á honum. Hún beygði sig fram og nasaði af múkum dúninum, eina mjúka hárinu á skrokknum á honum. Síðan lágu þau bæði nakin saman og fundu hlýjuna hvort frá öðru. Þau þreifuðu og struku og könnuðu hverja sveigju á handleggjum og fót- leggjum. Tom lagðist hægt ofan á hana og hún fann hlýjuna frá honum innan í sér. Hann hreyfði sig var- lega, síðan af meiri krafti. Harðir fótleggir hans þrýstust niður að henni, munnurinn á honum klemmdi varirnar á henni, stórar hendurnar struku brjóstin og fundu hvernig litlu, bleiku geir- vörturnar hörðnuðu við snerting- una. Kata var æst en samt undar- lega róleg. Auðvitað hafði líkami hennar verið skapaður fyrir Tom, þennan blíða, harðneskjulega mann, ástina hennar. Ástina hennar? Vekjaraklukkan hringdi. Hún tók andköf og hreyfði sig ekki. ,,Hvað er að?” muldraðiTom. ,,Ég vil ekki flækja mér I neitt.” ,, Auðvitað ekki, ’ ’ tautaði hann og strauk blíðlega yfir brjóstin á henni og hún titraði undir honum. Hægt og rólega lét hún hann aftur draga sig niður í mjúkt og hlýtt hyldýpi ástarunaðarins. Þegar ástríðan magnaðist fann hún heitan andardrátt hans á eyranu á sér, fann harðan, krefjandi líkama hans ofan á sér. Síðan fannst henni hún vera komin upp í loft- ið og horfa á sjálfa sig og Tom í rúminu fyrir neðan, einkenni- lega áhugalaust. Þegar Tom fékk fullnægingu með dýrslegu ópi var Kata víðs fjarri. Þau lágu og héldu hvort utan um annað. Daufa lykt af sæði, sem minnti á möndlulykt, lagði upp af krumpuðum rúmfötun- um. „Mmmmmmmm, mmm- mmmmm. . . ” muldraði hann og þrýsti henni að sér, ,,en ég vildi að þú hefðir fengið það líka.” ,,Ég fékk það.” , ,Nei, elskan mín. Mér er sama þó þú fáir það ekki en mér er ekki sama ef þú þykist fá það. Hvað hefur þú upp úr því? Til hvers?” Hann kyssti hana varlega og strauk henni yfir axlirnar. Hún fann hendurnar á honum renna hægt yfir sig þar til hann fór að strjúka blíðlega litla, dökka hár- brúskinn. Hann strauk varlega en ákveðið. Hendurnar voru fimar, næmar og þolinmóðar og brátt slakaði Kata á. Síðan rykkti hún sér allt í einu að honum með sælukennd og féll síðan aftur á bak, bráðnaði niður í vöðvastælt fang hans. Hún vaknaði við að varir hans voru á hennar leyndasta stað, tungan í honum gældi varfærnis- lega við ljósbleika perluna og andlitið við mjúkt og fínlegt holdið umhverfis. Bleikt við bleikt, kossar við mjúkt hold, svimandi algleymi, fall niður í umvefjandi haf. ,,En yndislegt að vakna svona,” muldraði Kata og fór aftur að sofa. A eftir tóku þau símann úr sambandi og fóru saman í sturtu. Þau fóru að faðmast í sturtunni en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki sérlega þægilegt í hálu baðkarinu með vatnið rennandi yfir sig. Þau skriðu afturuppí rúmið. 50 Vikan 45* tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.