Vikan - 07.11.1985, Síða 51
Klukkan var sex á mánudags-
morgni og gráleitt myrkur yfir
öllu. ,,Þú ert meiri háttar,”
sagði Tom. ,,Ég vil enga aðra og
ekkert annað. En við skulum
ekki segja neitt um þetta í vinn-
unni, ha?”
En vitanlega var það óhugs-
andi. Á mánudaginn var Kata
öll önnur, geislandi mannvera,
ekkert lík þeirri fölu og um-
komulausu Kötu sem hún hafði
verið á föstudaginn. Tom hafði
ekki látið sjá sig alla helgina.
Júdý hafði skilið eftir heilmikið
af skilaboðum til hans og varð
sífellt æfári út í símsvarann hans.
Hún hafði náð í hvorugt þeirra.
Júdý ályktaði að þau hefðu verið
saman alla helgina.
Áður en mánudagurinn var
liðinn hafði Kata spurt Júdý
kæruleysislega hvernig kona
Toms væri. ,,Hún er ofúr venju-
leg, dæmigerð, bandarísk
kona,” svaraði Júdý. ,,Hún er
tuttugu og þriggja, með ljóst,
glansandi hár og þvengmjó,
ljómar alltaf eins og sólin, þann-
ig kona. . .
Nei, ég er að grínast. Hún er
níutíu og fimm ára og kerlingar-
greyið er eineygð, tannlaus og á
öll þessi þrettán börn, alltaf
svöng. . . ” Hún fór að tala í
alvöru. ,,Satt að segja skildu þau
Tom áður en ég kynntist honum.
Það er allt I lagi með konuna
hans fyrrverandi, ekkert athuga-
vert við hana. Hún er bara
dekurdúkka af auðugum gyð-
ingaættum, síblaðrandi, öli á
kafí í heilsufæði og merkilegum
klúbbum. En strákarnir tveir eru
reglulega sætir. Tom talar aldrei
um þá en hann er eins mikið
með þeim og hann getur. ’ ’
Þegar Tom og Kata voru
saman fann hún til óstöðvandi
og að því er virtist ólæknandi
ástar á honum. Það var ekki eins
og barnaleg ósk hennar eftir að
giftast Robert hafði verið. Það
var ekki eins og lotningarblandin
hrifningin af Toby. Þetta var
vaxandi blíða og ástúð. Henni
fannst hún ekki þvinguð, ekki
auðmýkt eða á nokkurn hátt
undirgefín. Hana langaði ekki til
að leggjast á hnén og tilbiðja
hann og henni fannst ekki að
hún væri með nokkurn leikara-
skap til þess að gera honum til
geðs. Hana langaði ekkert til að
skrifa Kata Schwartz, frú Tom
Schwartz eða Kata Ryan-
Schwartz. Hana langaði bara til
að vera með Tom hvenær sem
hún gat, og fjandinn mátti eiga
framtíðina. Allt í einu hætti hún
að ganga í dökkbláu, snyrtilegu
drögtunum og fór að mæta í
grænblárri dragt frá Yves Saint
Laurent og engri blússu innan
undir. Þetta féll henni svo vel í
geð að hún fór og keypti aðra
eins, skærbleika. Skömmu síðar
kom hún í vinnuna í appelsínu-
gulum samfestingi. Það þurfti
ekki að segja neinum að Kata
væri ástfangin.
Tom breyttist líka snögglega.
Hann varð alúðlegur og eftirláts-
samari. Hann sást brosa í vinn-
unni og meinhæðnin varð ekki
áberandi. Við Kötu var hann
ótrúlega ástúðlegur, blíður og
örlátur. Hann var sér vel meðvit-
andi um að hann hafði orð á sér
fyrir að vera maurapúki í vinn-
unni og reyndi sífellt að sýna
fram á hið gagnstæða við hana.
Kata var mjög hrifín af því.
En hún kærði sig ekkert um
demanta, hún þarfnaðist ekki
smaragða — það eina sem hún
vildi varTom.
Á fyrsta tölublaðinu á FJÖRI!
var góð forsíða en það var ekki
vel prentað. Kostnaðurinn fór
langt fram úr áætlun og auglýs-
ingar voru ekki margar. I öðru
tölublaði var betri texti, betri
myndir og stórgóð umfjöllun um
fegrun og snyrtingu en aftur var
blaðið illa prentað og auglýs-
ingar af skornum skammti.
En í þriðja tölublaðinu var
forsíðuviðtal við Jane Fonda og
grein sem hét Hvernig á að njóta
karlmanns? ásamt skoðanakönn-
un um hvað væri ánægjulegast
við kynlífíð.
Kata var hrædd við þessa nýju
hamingju. Allt gekk of vel. Hún
var hrædd við að verða aftur auð-
særanleg. Hún vissi nú að það
sem kveikti ást í brjósti hennar
var gróf afneitun og þrælslega
auðmjúk þörf fyrir velþóknun
karlmannsins á sér. Hún vissi að
um leið og hún féll fyrir karl-
manni þá lá hún eins og útidyra-
motta og bað um að sparkað væri
framan í sig. Hún vissi að það
síðasta sem hún þarfnaðist væri
annar karlmaður sem léti hana
fínnast sem enginn gæti elskað
hana.
Hún var því dauðhrædd við
að viðurkenna fyrir sjálfri sér að
hún væri ástfangin. Hún hikaði
við að skuldbinda sig. Til þess'að
láta reyna á tilfínningar sínar í
garð Toms fór hún að fara út
með öðrum karlmönnum í lík-
ingu við það þegar sumar konur
daðra við karlmenn sem þær hafa
ekki nokkurn áhuga á fyrir
framan augun á eiginmönnum
sínum. Það var ekki erfítt fyrir
Kötu að fínna aðra karlmenn því
velgengnin hefur mikið kyn-
ferðislegt aðdráttarafl. Þar fyrir
utan voru ósýnilegir kyntöfrar
Kötu jafnmiklir nú þegar hún
var þrjátíu og níu ára og þegar
hún var sextán ára. Næstu mán-
uðina biðu tvífarar Burt Reyn-
olds í röðum eftir henni í litla
móttökurýminu hjá FJÖRI! Kata
hætti við að hitta Tom á síðustu
stundu og skyrtur og rakdót ann-
arra karlmanna voru á áberandi
stöðum þegar hann gisti heima
hjáhenni. , _
Framhaldínæstablaði.
Ármúla 7
Sími 91-68 7870
BONNY OG CLYDE
Gamaldags skrautsími. Útlit frá gullaldarárum
Bonny og Clyde. Sími sem hittir í mark.
Póstsendum.
RRFEInO SE
4S. tbl. Vtkan SI