Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 57

Vikan - 07.11.1985, Page 57
ELANCYL BRJÓSTAMEÐFERÐIN Slit á húö kemur oftast fram sem mjóar, bleikar eöa rauðleitar rákir á yfirborði húðarinnar. Slit geta komið fram hjá konur og körlum en algengast er það hjá konum eftir barnsburð. Einnig getur slit komið eftir hraða grenningu eða ef fólk fitnar óeðlilega mikið á stuttum tíma. Einnig getur of- framleiðsla ákveðinna hormóna valdiö sliti á húð. Algengast er að sjá þessar bleiku rákir á maga, brjóstum kvenna, mjöðmum og efst á lærum. Til að hjálpa konum að viöhalda fall- egu útliti og til að halda stinnleika og þenslu húðarinnar hefur ELANCYL til- raunastofan í Frakklandi búið til EL- ANCYL „STRETCH MARK BEAUTE CREAME” eöa SLIT-KREM. Kremið inniheldur m.a. aminó-sýr- ur, eggjahvítuefni, A-vítamín, E-víta- mínog F-vítamín. Framkvæmdar hafa verið víðtækar tilraunir með þetta slit-krem. Ötrúleg- ur árangur náðist hjá meirihluta þeirra kvenna er tók þátt í tilraununum og í mörgum tilfellum hvarf slit alveg. NOTKUNARREGLUR: Fyrirbyggjandi aðgerðir: Tvisvar á dag er ELANCYL SLIT- KREMIÐ borið á umrœdd svœði með hringlaga hreyfingum þar til kremið hverfur alveg inn í húðina. Barnshafandi konur œttu að byrja notkun á SLIT- KREMINU eigi síðar en i lok þriðja mán- aðar meðgöngutímans. Til að draga úr sliti sem er til staðar: Notið kremiö tvisvar á dag á slit- svæðin þar til náðst hefur viðunandi árangur. Trúlega er enginn hluti konulíkam- ans eins áríðandi fyrir hverja konu eins og brjóstin, en samt sem áður vita fæst- ar konur mikið um uppbyggingu þeirra. Brjóstin eru líffæri húðarinnar og geyma mjólkurkirtlana. Brjóstin eru ekki styrkt af neinum vöðvum heldur er það húðin sem er ábyrg fyrir spennu og styrkleika þeirra. Hverju brjósti er haldið á sínum stað af húð- ræmu sem nær frá neðri mörkum háls og axlar og umlykur brjóstið. Styrk- leiki húðarinnar og spenna skorða brjóstin á sínum stað. Margar ástæður geta verið fyrir af- lögun brjóstanna, svo sem barnsburö- ur, of hröð grenning og það aö húðin missir þenslu æskuáranna með aldrin- um. Fyrir konur með stór brjóst getur það einnig valdið skaða ef þær ganga án brjóstahalda. ELANCYL brjóstameðferðin inniheldur mikilvæg efni úr fylgju, aminó-sýrur, eggjahvítuefni og vítamín, sem styrkja húðina og gera hana stinnari með því að næra húðfrumumar. Brjóstin þurfa sérstaka umönnun og meðhöndlun eigi þau aö vera stolt kon- unnar. Það er því mikilvægt að byrja meðhöndlun sem fyrst, eigi að halda fallegri lögun og stinnleika þeirra. Fyrsta kvöld: Berið innihald einnar ELANCYL amp- úllu (glerhylkis) á brjóstin og barm- inn og upp að hálsi með léttum fjaðr- andi hreyfingum, þar til vökvinn hverf- ur alveg inn í húðina. Vökvinn hefur örvandi áhrif á starfsemi og endurnýj- un húðfrumanna. Annað kvöld: Nuddið ELANCYL hrjóstakreminu með léttum, hringlaga hreyfingum á brjóstin og upp á barm. Kremið gefur húðinni næringu og viðheldur stinn- leika hennar. Notið eina ampúllu og kremið til skiptis sitt hvort kvöldið og haldiö áfram í þrjár vikur samfellt. Það er afar áríðandi að nota bæði ampúllum- ar og kremið saman. Eftir brjóstameðferðina ættu brjóst- in að vera stinnari og styrkari, húðin sjálf mýkri og heildaráhrifin verða fallegri brjóst og ánægðari kona. Þegar þriggja vikna meðferð lýkur er ráðlegt að halda áfram notkun á kreminu tvisvar í viku þar til næsti kúr er tekinn. ELANCYL ráðleggur konum að nota ELANCYL brjóstameðferðina þrisvar á ári til að viðhalda góöum árangri. NB: ELANCYL brjóstameðferðin er ekkí ætluð konum sem hafa barn á brjósti. ELANCYL MEÐFERÐIN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.