Vikan

Útgáva

Vikan - 16.01.1986, Síða 17

Vikan - 16.01.1986, Síða 17
setjum strangar skoröur — annaö- hvort í stjórnarskrá eöa meö öflugu almenningsáliti — gegn óhóflegri seölaprentun ríkisins og ofsköttun. Ég held aö í þessu sambandi skipti miklu meira máli hvaöa menn eru skoðanamótandi í þjóöfélaginu heldur en hverjir sitja á Alþingi. Ég á við menn eins og Jóhannes Nordal og Jónas Haralz og Matthías Jo- hannessen, Hannes Pétursson og Indriöa G. Þorsteinsson og fram- kvæmdamenn eins og Pálma í Hag- kaup, Ragnar Halldórsson, Davíö Scheving Thorsteinsson, Ingólf í Otsýn og fleiri. Hugsaöu þér til dæmis þaö aö Pálmi í Hagkaup hefur bætt kjör íslensks almennings meira en sextíu ára barátta Dagsbrúnar! Og Ingólfur í Otsýn hefur veitt gamla fólkinu sól, hann hefur kryddaö líf þess meö stórkostlegum hætti. Menn eins og Hannes Pétursson og Matthías Johannessen — okkar bestu skáld — þeir hafa veitt fjölda manns yndi og unað, opnaö fólki nýjar víddir. Menn eins og Jónas Haralz og Jóhannes Nordal hafa flutt til landsins hugmyndir um frjálsan markaðsbúskap og staðið í forsvari fyrir okkur í viðskiptum viö útlend- inga og lagt þar mjög mikiö af mörk- um.” — Jóhannes hefur verid gagnrýndur í vaxandi mœli undanfarið. „Ég held aö hann sé mjög hæfur maður og flest þaö sem sagt er hon- um til hnjóös er mælt af hreinni öfund. Hitt er annað mál aö vel getur verið aö hann hafi tekiö of mikið aö sér, okkur hættir mörgum til þess. En Jóhannes er maöur sem ann landi sínu, hann hefur ríkan metnaö fyrir hönd þjóðarinnar og er mjög glæsi- legur fulltrúi hennar út á viö. Hann hefur ágætan skilning á bókmennt- um og sögu Islendinga og ég er viss um aö aðrir heföu ekki gert þaö betur sem hann hefur gert. En eins og ég nefndi áöan þarf aö breyta leikregl- unum sem hann og aðrir vinna eftir.” — En hefur hann ekki átt þátt í ad móta þœr með langri setu sinni í Seðlabankanum ? „Ég efast um þaö. Maður sem er jafnfriösamur í eðli sínu og Jóhannes Nordal breytir ekki leikreglunum. Hann er mjög slyngur sáttasemjari — stillir saman skoöanir annarra en neyðir sínum skoöunum ekki upp á aðra.” — En Jónas Haralz? Þú nefnir hann alltaf í þessum nafnaþulum þínum. „Jónas er einn af gáfuðustu og djörfustu mönnum okkar. Hann er mjög næmur á nið tímans, hann skynjar betur en margir aðrir hvaö er aö gerast. Jónas hefur ákaflega mikla yfirsýn og er logandi í andan- um. Hann hefur mikinn áhuga á hug- myndum. Hann er umfram allt menntamaöur. Jónas hefur haft mjög mikil áhrif á mig. Hann skrif- aöi mér gjarnan umvöndunarbréf út til Oxford þegar honum fannst ég fara offari, og ég vona að ég hafi lært eitthvaðaf þeim.” — Ekki ertu fylgjandi einhvers konar forrœði menntamanna ? „Síður en svo, síður en svo! Ég er alls ekki aö vinna fyrir mína stéttar- hagsmuni þó aö ég megi sennilega kallast menntamaöur. Mínir stéttar- hagsmunir væru þeir að greiöa niöur Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsiö og allt þaö sem menntamenn hag- nýta sér í miklu meira mæli en allur almenningur. En þessu er ég á móti. Ég er andvígur því aö færa fé frá ræstingakonu uppi í Breiðholti eöa sjómanni í Bolungarvík til mennta- mannanna í Reykjavík: fólksins á Aragötunni. Hitt er svo annaö mál að menntamenn móta — þegar til langs tíma er litið — þær hugmyndir sem stjórnmálamennirnir starfa viö. Þeir móta þaö hvaö er pólitískt mögulegt hverju sinni. Hverjir aörir ættu aö móta hugmyndirnar en þeir sem fást við aö dreifa þeim? Þaö var þaö sem ég átti viö þegar ég sagöi aö þaö væri hlutverk menntamannanna aö breyta veruleikanum, leikreglun- um.” — Þú hefur átt í ótal rit- deilum gegnum árin. Það er eitthvað farið að draga úrþví núna. „Já, ég hef núorðiö minni löngun til þess en áöur aö eyða tíma minum í pex við stráka úti í bæ. Ég hef miklu meiri áhuga á því núna aö lifa menn- ingarlegu einkalífi og skrifa vand- aöar bækur og feröast um heiminn og hugsa um framtíöina. Viö megum ekki ánetjast um of einhverjum ill- deilum um aukaatriði. Én auövitaö fagna ég því ef menn taka mark á því sem ég skrifa og segi. Þaö væri öllu verra ef þögnin væri hiö eina sem mér mætti. Ég held aö margir þess- ara ungu vinstrimanna, sem hafa skrifað á móti mér, hafi mikinn og heiðarlegan áhuga á því að bæta heiminn. En þeir eru óþolinmóðir og hafa enn ekki áttaö sig á þvi aö betri er krókur en kelda. Þeir sjá alls konar vandamál og halda að hægt sé aö leysa þau meö snöggu átaki, meö því með öörum oröum aö grípa til ríkisvaldsins, í staö þess aö leyfa tímanum og frjálsri samkeppni einstaklinganna og nýrri þekkingu að leysa þessi vandamál. Þeir hafa ekki fullan skilning á þeim græð- ingarmætti sem fólginn er í frelsinu.” — En þú hefur deilt við fleiri en unga vinstrimenn. Jón Ottar Ragnarsson er einn. „Gallinn viö Jón Ottar Ragnarsson er aö hann hefur ekkert um stjórn- mál aö segja og segir það illa. Ég held aö hann ætti aö einbeita sér aö næringarfræöinni; til dæmis aö fræöa okkur um þaö aö skyr sé hollt — þetta vissu nú margir fyrir en þetta gerir aö minnsta kosti engum mein.” — Þið hafið líka deilt, þú og Þorsteinn Gylfason. „Viö elduðum saman grátt silfur á sínum tíma, rétt er þaö, en þaö heyrir sögunni til. Ég tel að Þor- steinn setji skemmtilegan svip á menningarlíf okkar; hann er mál- snjall og þaö er alltaf gaman aö lesa eftir hann — hann er það sem kallaö er góður penni. Ég tel aö í bæjarlíf- inu sé Þorsteinn arftaki manna eins og Sverris Kristjánssonar sagn- fræðings og Árna Pálssonar prófess- ors. Þetta eru menn sem eru orð- heppnir, staupastórir, en skeyta lítt um lærdómsgráöur. Þeir setja svip á bæinn og þeir eru okkur þarfir aö því leyti aö þeir sinna snotrum útgáf- um, skrifa formála að bókum og annað þvíumlíkt, en viö megum auö- vitað ekki ætlast til þess aö þeir breyti mjög miklu um menningar- straumana. Þeir kjósa frekar aö fljóta meö þeim. Ég haföi á margan hátt gaman af kennslu Þorsteins í háskólanum en ég heföi aö vísu kosiö aö hann heföi tamið sér meiri auö- mýkt gagnvart almættinu, ef svo má að oröi komast.” — Viltu fella fleiri palladóma? „Ja, ég haföi gaman af því þegar ég var í háskólanum aö etja kappi viö össur Skarphéðinsson sem nú er oröinn ritstjóri Þjóðviljans. Hann var skemmtilegur prakkari og græskulaus, aö ég held. Þaö væri óskandi að hann gæti meö sinni kímnigáfu eytt einhverju af þeirri úlfúö og öfundsýki sem margir menn í þeim flokki eru haldnir. Þeir eru svo óánægöir meö lifiö, þessir menn. Þeir skilja ekki þaö sem skáldið sagöi: Glaður og reifur skyldi gumna hver uns sinn bíöur bana. Menn eiga aö njóta lífsins,” bætti Hannes svo viö hugsi. „Ég nýt lífsins alvegíbotn!” Viö héldum áfram aö spjalla saman; um námsferil Hannesar erlendis þar sem hann hlaut mikinn frama — og óvæntan, aö því er hann sagöi sjálfur. „Ég var meöal annars geröur aö félaga á mínum garði í Oxford sem er mikill heiður sem hlotnast einum stúdent á ári og varla þaö.” — Já, það sem hér heima var kallað að þú fengir að borða vínarbrauð á kennarastofunni eða eitt- hvað álíka? „Jú, Olafur Grímsson sagöi að ég hefði fengið aö drekka te meö kenn- urunum. En þú verður aö athuga þaö að Ölafur var í Manchester. Hann veit ekki alveg hvernig menn fara aö í Oxford og Cambridge. Hann skilur það ekki að þegar menn eru gerðir þar aö fullgildum félaga á sínum garöi þá er þeim sýndur mjög mikill heiöur. Ég skil þessa vanþekkingu Olafs vel og ég er sannfærður um aö Manchesterháskóli er mjög góöur skóli. Viö lögðum alltaf mikla áherslu á það í Oxford aö umgangast menn frá Manchester eins og jafn- ingja okkar. Sumir bestu vina minna eru frá Manchester. . . ” Hannesi stökk ekki bros. Aftur á móti glaðnaði yfir honum þegar hann sagði mér frá doktorsvöm sinni og flakki um heiminn, kynnum sínum af merkustu fræðimönnum frjálshyggj- unnar og ööru í þeim dúr. Þegar ég spuröi um sögu Sjálfstæðisflokksins, sem hann var ráöinn til aö skrifa fyrir margt löngu og enn bólar ekk- ert á, hló hann og sagði: „Já, vinstrimenn hafa ööru hvoru verið að halda þvi fram aö bókin hafi vakiö slíka óánægju forystumanna flokksins aö hún hafi ekki fengist gef- in út. Þaö er fjarri öllum sanni. For- ystumönnum flokksins dytti aldrei í hug aö ritskoða mig. Sannleikurinn er sá aö mér hefur ekki unnist tími til aö ljúka verkinu svo aö mér þyki sjálfum fullnægjandi. En aö þvi kemur.” — Ætlarðu að verða hugmyndafrœðingur flokks- ins aukþess aó vera sagnfrœðingur hans ? „Nei. Ég afþakka þann heiöur meö öllu. Mér finnst aö menn eigi aö leita sannleikans án þess að taka til- lit til þess hvemig það hentar ein- hverjum stjórnmálaflokki. Mig dreymir um þaö að fá starf við kennslu — ég hef mjög gaman af því aö kenna — geta fengist viö skriftir, hitta ungt fólk og reyna aö örva þaö til dáða, hugsa mínar hugsanir og láta þar viö sitja. Þetta er þaö sem mig dreymir um aö gera.” Vikan 3. tbl. 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.