Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 20

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 20
Frægð Einfaldasta leiðin til að verða frægur er að verða það af endemum. Það er ekki hægt annað ef menn gera nógu margt glatað, nógu oft og í nógu fáránlegu samhengi, þá verða þeir frægir af en- demum að lokum. Þessari leið fylgir sá ókostur að menn öðlast sjaldan mjög mikla frægð, þar fyrir utan hafa sumir kvartað undan því, er á hólminn er kom- ið, að frægð þessi sé þeim ekki til framdráttar. Oft er það alrangt, sumir hafa þvert á móti komist til áhrifa i þjóðfélaginu, aðstöðu og verið baðaðir Ijóma frægöarinnar af endemunum einum saman. Til eru aðrar leiðir til frægðar. Verðleikar eru erfiö leið og ekki öllum fær. Ekki svo að skilja að alla þá sem ekki verða frægir af verðleikum skorti þá, heldur kunna þeir ekki að leika sér meó þá. Fjölnotaleiðir leiðakortinu stendur við byrjunarreitinn: Byrja hér. Og þessi byrjunarreitur er I KR-heimilinu, Oddfellow-húsinu, stóru og dularfullu húsi ofar- lega við Skúlagötuna, Sjónvarpinu (þar er að vísu ekkert fé að hafa) og loks á stöðum sem því miður er ekki hægt að gefa upp (það er ekki hægt að fara að taka við öllu þessu pakki þar). Það sakar ekki að láta sjá sig á réttu stöðunum, en sumir gera kvikmyndir tii öryggis og svo eru jafnvel til dæmi um að menn gangi í þjónustu hins opinbera. Skyldi ÞAÐ vera leiðin til frægðar, fjár og frama? Leiðin til frægðar, fjár og frama er sjaldan far- in fótgangandi. Föt Skýtan greinarmun verður að gera á nokkr- um leiðum úr fatahenginu. Þeir sem hyggja á frama á fræðibrautinni verða að vísu að koma þar við en mega vel gleyma hattinum sínum þar, þeim er nefnilega sama um veraldleg gæði. Þeir sem ætla að slá i gegn í poppinu (sem er reyndar ófær íslensk leið) eru með allt annars konar útbúnað í fatahenginu, pelsar henta sumum, frakkar frá Sævari Karli öðrum. Enn öðrum dugar ekki minna en að eiga fatahengið. Ættir S^ sem hyggur á frama innan Alþýðubanda- lagsins verður helst að vera ættlaus maður og illa giftur. Sá sem hyggur á frama í Sjálfstæöisflokkn- um má ekki vera ættlaus maður og illa giftur. Ættarnafn hjálpar sums staðar, er þrándur i götu annars staðar, og svo er það náttúrlega millistigið, eins og Þrándur Thoroddsen, sem sameinar ýmis- legt. Það er heldur ekki sama hvaða ættarnafn menn bera, sum eru vikjandi, önnur ríkjandi og sum eru hreinlega óumdeilanlega hallærislegar eftirlikingar á landsfrægum ættarnöfnum og ekki bornar nema af einum manni hvert nafn. 20 Vikan 3. thl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.