Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.01.1986, Qupperneq 38

Vikan - 16.01.1986, Qupperneq 38
Húsiö í Faleron var bæöi gam- alt og stórt; svolítið hrörlegt en hélt þó viröingu sinni óskertri; þarna hafði áreiðanlega verið bústaður höfðingja. Og nú vorum við þarna komin, íslensk fjölskylda, og lögðum undir okkur efri hæðina. Við höfðum verið á Grikklandi í nokkra mán- uöi, lengst af í dálitlu smáþorpi sem vissulega var bæði sjarmer- andi og kósílegt en heldur frum- stætt fyrir smábörn og því höfðu pabbi og mamma tekið það ráð að leita hælis í höfuöborginni, Aþenu. Okkur krökkunum var nokk sama, að því er ég best man, og litli bróðir minn hélt meira að segja upp á komuna til Aþenu með því að fara allt í einu að spígspora um skipið sem flutti okkur frá Karpaþos — rétt í þann mund að við renndum inn í höfnina í Píreus. Við systir mín vorum veraldarvanari; sex og átta ára og kunnum meira að segja fáein orð í grísku; síðan hef ég alltaf kappkostað að telja sjálfum mér og öðrum trú um aö við höfum svona nokkurn veginn getað haldið uppi samræðum við grísku krakkana en núorðið ef- ast ég æ sterkar um að það sé satt. Að minnsta kosti kynntumst við engum krökkum meðan við bjuggum í fallega húsinu í Faler- on og vorum ekkert að gráta það. Það var nefnilega nóg að starfa í sjálfu húsinu og einkum og sér í lagi úti í garði. Þessi garður var sannkallaður edens- garðurfyrir okkur: fyrirframan húsið var fagur og framandi gróður sem mátti fela sig innan um; fyrir aftan húsið var svo stórt og autt svæði þar sem við gátum haft alla okkar henti- semi. Og svo voru það dýrin. Ég man ekki til þess að ég hafi verið neinn sérstakur dýravinur. Heima á Islandi höfðum viö að vísu átt nokkra hunda, hvern á eftir öðrum, en það var aðallega vegna þess að pabbi, sem skrif- aði bækur og leikrit, var alveg sannfæröur um að rithöfundar ættu undantekningarlaust að eiga hunda. Þegar blaðamenn komu að taka viðtöl var hægt að birta í blöðunum virðulegar myndir af rithöfundinum með pípu í munnvikinu og hund sér við hlið. Síðasti hundurinn okkar var vænsta skinn og mér fannst svolítið leiðinlegt þegar við urðum að koma honum fyrir uppi í sveit áður en við fórum til Grikklands en sorgin risti ekkert átakanlega djúpt. Þegar við komum svo til baka þótti fara best á því að láta hundinn vera þar sem hann var kominn; við höfðum þá verið tæpt ár í burtu og hundurinn orðinn vanur sínum nýju húsbændum. Þá var mér nokkuð sama og síðan hef ég ekki átt hund. Kettir, það er annað mál eins og síðar segir frá... En þó ég væri sem sé ekki sannkallaður dýravinur gat ég ekki annað en heillast af þeim fjölskrúðuga dýragarði sem þreifst í garði gamla hússins í Faleron. Innan um þykkblöð- unga í gróðurbeðunum framan við húsið skriðu þunglamalegar og þó undarlega þokkafullar skjaldbökur; kjallarinn var fullur af flækingsköttum; uppi í risi bjuggu uglur sem fóru á stjá þegar kvölda tók, og við höfðum mjög rökstuddan grun um að þarna í risinu væru líka leður- blökur. Við sáum þær að vísu aldrei því ekki þoröum við upp í ris, hvað sem í boði væri, en stundum heyrðum við ókennileg- an vængjaþyt um m'ðja nótt og þóttumst að minnsta kosti vita að þar færu ekki uglurnar stór- eygu. Og ekki má gleyma maurunum sem alltaf voru að starfi, nótt sem nýtan dag. Við höfðum kynnst grísku maurunum úti á Karpaþos og undireins orðið stórhrifin. Þetta voru stórir maurar, að minnsta kosti á við kjúku fullorðins manns að stærð, og þeir stærstu rúmlega það. Þeir voru sípuð- andi, létu engan bilbug á sér finna þó við reyndum að leggja stein í götu þeirra eða trufla þá á annan hátt frá aðkallandi skyldustörfum, og ég fékk sterk- lega á tilfinninguna að þeir hefðu húmor fyrir þessari vit- leysu í okkur. En það — veit ég vel — er erfitt að sanna... I garðinum við Faleron-húsið var heill herskari maura; þeir áttu nokkur bú og reyndu eftir megni að halda sig í sínum hópi. Einu sinni sá ég maur sem greinilega hafði villst — hann hljóp fram og til baka, veslingurinn, alveg ráðþrota — nálgast hóp af maurum sem voru að bisa við að koma ein- hverri klessu ofan í sprungu á gangstéttinni þar sem þeir áttu bersýnilega heima. Nýkomni maurinn sniglaðist lengi í kringum þá og hafði loks burði í sér til þess að slást í flokkinn og vildi meira að segja hjálpa til við að bera byrðina. Vinnu- maurarnir skeyttu lítið um hann en hörfuðu þó svolítið undan og hann hélt sig hólpinn. En svei og svei! Þá komu á vettvang her- maurarnir sem alltaf fylgdu vinnumaurunum þegar þeir fóru til starfa sinna utan búsins; í þetta sinn höfðu hermaurarnir sofið illa á verðinum enda virtist þeim liggja mikið á að komast ofan í holuna sína. Þegar þeir uppgötvuðu loksins hvað var á seyði komu þeir hlaupandi á öllum fótunum sínum sex og hröktu litla nýkomna vinnu- maurinn burt. Þeir drápu hann ekki og gerðu honum í rauninni ekkert mein en hann virtist alveg niðurbrotinn maur þegar hann lagði á flótta út í blómabeð- in. Ég ætlaði að elta hann og reyna að ná honum til þess að fara með hann að öðru maurabúi sem ég vissi af ekki langt frá en hann var snöggur og hvarf áður en ég gæti brugðiö yfir mig skikkju miskunnsama Samverj- ans. Ég vona bara að hann hafi komist á leiðarenda og þeir hafi slátrað því sem þeir hafa fyrir lömb. Kettirnir í kjallaranum voru fleiri en tölu varð á komið. Þetta voru réttnefndir flækingskettir sem áttu hvergi annars staðar heima og þeir fáu heimiliskettir, sem bjuggu í húsunum í kring, voru dauðhræddir við þá. Enda voru þetta engir smáræðis tapp- ar. Þeir voru alla vega á litinn og greinilega af ýmsum katta- kynjum en áttu það sameigin- legt að vera afskaplega rytjuleg- ir og flestir báru svakaleg ör eftir bardaga svo hryllilega að mér varð um og ó þegar ég hugs- aði til þess. Stundum heyrðum við seint á kvöldin ægileg hvæs og öskur neðan úr kjallara; þá vissum við að einhver kötturinn hafði sett sig upp á móti foringjanum og þeir voru að gera út um sín mál. Daginn eftir birtist svo foringinn enn úfnari og æðislegri en áður en uppreisnarseggurinn að sama skapi lúpulegur ef hann hélt sig þá ekki innan dyra — eða glugga — og sleikti sár sín. Aldrei drápu þeir hver annan og fylgdu í raun- inni mjög föstum og vel skipu- lögðum reglum — eins og yfir- leitt er raunin í samfélagi flækingskatta. Þessir kettir voru styggir og gáfu lítil færi á sér — enda reynsla þeirra af mannfólkinu sjálfsagt slæm. Hins vegar veitt- ust þeir aldrei að okkur börnun- um og það þótt við værum oft býsna fyrirferðarmikil í þessum garði sem þeir hafa ábyggilega litið á sem sína eign. Þeir tóku Ég man það eins og það hefði gerst i gær 38 Vikan 3. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.